Úr þjóðarbúskapnum - 01.02.1960, Side 11

Úr þjóðarbúskapnum - 01.02.1960, Side 11
KJARABARÁTTA - HAGVÖXTUR - VERÐBÓLGA Rök kj'arabaráttunnar Mótbáran gegn því, sem hér hefur verið sagt, er að sjálfsögðu sú, að hér sé um að ræða baráttu fyrir bættum kjörum, er sé tengd hug- sjón félagslegs jafnaðar og réttlætis. í þessari baráttu megi ekki digna. Eitthvað annað verði undan að láta. Það er fjarri greinarhöfundi að gera lítið úr grundvallaratriðum þessa viðhorfs, sé það einlægt, en ekki notað að yfirvarpi. Þótt hægt sé að gera sér í hugarlund þjóðfélag, þar sem engan varði um annan, er það algjörlega óraunhæft. Til þess liggja félagsleg rök, er efnahagsþróunin hefur leitt af sér. Afkoma stétta og einstaklinga er á margan hátt háð aðgerðum þjóðfélagsins sjálfs og þrengri sam- taka innan þess. Kjarabarátta í einhverri mynd er því raunveruleg og raunhæf. Vandinn er að ákveða af hve miklu kappi skuli heyja hana og með hvaða aðferðum. Spurningin um það, hversu langt skuli ganga í kjarabaráttunni, skiptist í tvo liði, ef litið er til launþegastéttanna í heild. Kjarabæt- ur eiga rót sína að rekja annað hvort til fram- leiðniaukningar eða breyttrar tekjuskiptingar. Af tilefni framleiðniaukningarinnar sjálfrar er að jafnaði aðeins fært að krefjast 2—3% kjara- bóta að meðaltali yfir allan hóp launþega. En hvað þá um breytta tekjuskiptingu? Séu tekn- ar tölur, táknrænar fyrir „dæmigert auðvalds- ríki“, lætur nærri, að fjármunaeign þjóðarinn- ar sé þreföld upphæð þjóðarframleiðslu yfir árið, að allar rekstrar- og eignatekjur í formi hagnaðar, vaxta og leigu og blandaðra tekna séu alls um 30% af þjóðarframleiðslu, en að um 70% þjóðarframleiðslunnar séu greidd sem hvers konar laun. Athuga ber, að í slíku dæmi er eigin húsaleiga talin sem hluti eignatekna. Slík heildarhlutföll hafa haldizt furðanlega stöðug yfir lengri tímabil, en þó heldur færst launþegum í hag. Þó hefur fjármagnið aukizt miklu hraðar en fjöldi starfandi fólks, það er magn atvinnutækja á mann hefur stóraukizt. Þetta mætti túlka þannig, að fjármagnið hafi deilt með vinnuaflinu í óbreyttum hlutföllum þeam árangri, sem auknu fjármagni er lað þakka. Slíka túlkun ber þó að varast. Vinnu- aflið er annarra eðliskosta en það var. Hin al- menna þekkingarleit hefur einnig lagt fram drjúgan skerf. Auk þess kemur til það félags- lega sjónarmið, að fjármagnið eigi aðeins að verðlauna nægilega til nauðsynlegrar hvatn- ingar, en allt sem fram yfir er, skuli dreifast sem víðast meðal almennings. Mjög má um það deila, að hve mikilli hlut- deild launa í þjóðartekjunum sé raunhæft að stefna. Væru lægri takmörk rekstrar- og eigna- tekna með tilliti til vaxtarþarfar metin 20%, þar sem þau hefðu verið 30%, skapaðist þar tæki- færi fyrir rúmlega 11% kjarabót. En þetta væri í eitt skipti fyrir öll. Þar með væri sá mögu- leiki tæmdur. Slíkt stökk yrði þó ekki tekið í einu lagi, heldur mundi það um nokkurt árabil valda örlítilli hækkun þeirra kjarabóta, sem fært væri að ná. En tveggja atriða ber vel að gæta. Ef þessi aðgerð ylli því, að eitthvað drægi varanlega úr framleiðsluvexti, mundu áhrif þess fljótlega vega upp hinn fyrri ávinn- ing og gera hlut launþega lakari en ella. Til þess að sporna við því þyrftu launþegar að spara hlutfallslega meira af hækkuðum tekj- um sínum, það er taka hækkunina að verulegu leyti í aukinni eignarþátttöku í atvinnurekstri, en ekki í neyzlu og notamunum. Af þessu sést, að slíkur ávinningur, sem hér um ræðir, .verður að haldast í hendur við breyttar spam- aðarvenjur og eignaskipan. í þessu sambandi er vert að minna á það, að þjóðfélög nútím- ans gera það ekki að gamni sínu að leyfa hagn- að, vexti og leigur. Verkalýðssinnaðar stjóm- ir hafa setið að völdum án þess að geta breytt þessum stærðum mikið. Enda eru þetta tor- breytanlegar stærðir, háðar atriðum eins og 2 9

x

Úr þjóðarbúskapnum

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úr þjóðarbúskapnum
https://timarit.is/publication/1134

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.