Úr þjóðarbúskapnum - 01.02.1960, Side 12

Úr þjóðarbúskapnum - 01.02.1960, Side 12
ÚR ÞJÓÐARBÚSKAPNUM tækniframförum, afkastamismun, spamaðar- venjum, eignaskipan og þess háttar, er langan tíma tekur að breyta. Séu kjarabótahorfur einstakra launaflokka athugaðar, er helzta breytingin frá ofanrituðu sú, að þar er framleiðniaukningin ofmetin. Hún er þar metin með samanburði við fjölda allra launþega án tillits til flokkasamsetningar. En á sama hátt og fjármagn eykst miðað við mannfjölda, þannig eykst og sérmenntun mannaflans og hlutfallsleg fjölgun verður í hærri launaflokkum. Þessi þróun þarf engan veginn að þýða það, að bilin milli launa auk- izt, heldur hitt, að talsverður hluti aukningar heildarupphæðar launa fer í tilfærslur upp í hærri flokka. Fleiri atriði koma þama til greina, svo sem nánar mun rakið, en öll áhrifin hníga til þess, að hver starfshópur við óbreytt störf getur aðeins vænzt talsvert lægri kjarabóta en heildarmeðaltalið segir til um. Til þess að reyna að vega þetta upp er eðli- legt að reyna að þrengja þá launamismuni, sem eru ekki lengur nauðsynlegir. En tilefni þess mun sjaldgæfara, enda er og við ramman reip að draga. Tæki kjarabaráttunnar Ofanritað leiðir hugann til þess, hve miklar kjarabótakröfur séu eðlilegar. Þá er komið að spurningunni um aðferðir til að fá þær fram, og þó einkum, hvort kaupgjaldsbaráttan sé áhrifarík aðferð til þess. Þessu hefur raunar þegár verið að mestu svarað með því, sem sagt hefur verið um skilyrði breyttrar tekjuskipt- ingar. Aðalatriðið er að sjálfsögðu, um hvað sé samið í kaupsamningum. Þar er samið um gjörsamlega huglæga (abstrakt) stærð, krónu- upphæð, sem enn hefur ekki verið ákveðið raunverulegt gildi á. Við þessu hefur verið reynt að sjá með ákvæðum um verðlagsupp- bætur. En það er herfilegur misskilningur, að slíkar uppbætur tryggi gildi samninganna, þótt jafnvel hafi sumir hagfræðingar fallið í þá villu að líta svo á. Verðlagsuppbætur fyrir launþega almennt ákveða fyrst og fremst hraða verðbólgunnar, en varla neitt annað. Verðlags- uppbætur taka að jafnaði gildi á næsta tíma- bili eftir útreikning, en þá vita framleiðendur frá upphafi um launakostnaðinn og haga verð- lagningu samkvæmt því. Aðeins með því móti, að laun væru gerð upp eftir á, væru uppbæt- urnar að þessu leyti eins og til er ætlast. Þá er þó enn eftir sá möguleiki, að launþegar hög- uðu ráðstöfun tekna sinna á hverju tímabili svo, að allri uppbótinni væri skilað aftur til framleiðenda í hærra verði. Þannig mundi stöðugt safnast fyrir raunveruleg skuld fram- leiðenda við launþega samfara geysiörri verð- bólgu. Þessi síðar greindi möguleiki er út í bláinn. Hann tilheyrir horfnum heimi, þótt raunar hafi stundum verið ymprað á svipuðu fyrir- komulagi aftur. Ef samið væri þannig um laun sem ákveðið raunvirði eða hlutfall af framleiðsluvirði, væri enginn fastur fótur fyrir gildi peninga- Slík var þó meiningin með gildi gullsins sem undirstöðu peningakerfisins. Hug- myndin var sú, að gullið gæfi gildi peninga festu. Framleiðslukostnaður gulls átti að ákvarða verð vara í gulli, eftir að magn þess hafði aðlagazt veltuþörfinni. En kaupgjald, umsamið í gullgengi, átti þannig að hafa nokk- urn veginn ákveðið raungildi. Hins vegar var reiknað með því, að slíkt kaupgjald mundi sveigjast auðveldlega upp og niður eftir mark- aðsástæðum. Þetta er inntakið í vinnuvirðis- kenningu Ricardos, en hún fjallar um peninga- gildi, en ekki um tekjuskiptingu, eins og Marx- istar vilja vera láta. Marx tók síðan upp þetta viðhorf til gildis peninga og kaupsamninga, og taldi hann kaupgjaldsbaráttuna árangurs- 10

x

Úr þjóðarbúskapnum

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úr þjóðarbúskapnum
https://timarit.is/publication/1134

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.