Úr þjóðarbúskapnum - 01.02.1960, Side 13

Úr þjóðarbúskapnum - 01.02.1960, Side 13
KJARABARÁTTA - HAGVÖXTUR - VERÐBÓLGA ríka. Óþarft er að birta hér grafskriftina yfir því peningakerfi, er þessi skoðun átti við. Áð- ur en gullfótarkerfið var formlega afnumið, hafði kaupgjaldið raunverulega tekið við af grunneiningargildi gullsins. Því miður hefur verkalýðshreyfinguna að vissu leyti dagað uppi í þessari þróun, þar sem hún hefur þó verið hinn sterki gjörandi. Hreyfingin styðst ýmist við þá túlkun, er Marx tók upp eftir Ricardo, á lögmálum liðinnar aldar, eða hún hefur misst af því leiðarljósi án þess að hafa öðlazt annað í þess stað. Við skilyrði algjörs gullmyntarkerfis gæti verkalýðshreyfingin þannig að nokkru samið um raunhæft kaupgjald. Hæð þess þyrfti þó stöðugt að breyta, bæði til raunverulegra breytinga á því og einnig til þess að fylgja þeim breytingum á almennu peningagildi, er ákvarðast af framleiðslukostnaði gulls miðað við almennan framleiðslukostnað og vexti gull- magnsins miðað við vöxt peningaveltu. Fleiri atriði koma inn í þetta flókna samhengi, og er ekki auðvelt að koma þeim öllum saman í eina líkingu, enda fjalla flestar kenningar um gildi peninga aðeins um takmarkaðan hluta þess samhengis, þ. á m. vinnuvirðiskenningin, peningamagnskenningin (kvantitets) og greiðslufjáróskakenningin (liquidity prefer- ence). Það var því engin furða, að frá slíku kerfi var smám saman horfið og skrefið loks tekið til fulls til peningakerfis, sem er óháð framleiðslukostnaði og framleiðslumagni pen- ingaeiningarinnar, en byggir í raun og veru á huglægri (abstract) einingu, sem er stjómað af hinu opinbera. Eins og þegar er sagt, er samið um kaup- gjald í þessari huglægu einingu, en einmitt með þeirri athöfn er henni komið niður á jörð- ina og veitt ákveðið raunverulegt gildi. En meira þarf til að gefa sjálfu kaupgjaldinu gildi rauntekna. Þetta gerist í framleiðslustarf- seminni og verðmynduninni, háð hagstjóm ríkisins. Gera má sér grein fyrir þessu með tvennum hætti, annars vegar með leifturmynd, þverskurði ákveðins augnabliks, hins vegar með því að taka tímavíddina til greina- í fyrra tilvikinu má líta á kaupgjald og laun sem hinn eina kostnað, er hagkerfið í heild reiknar með. Sökum mismunandi tækja, stjómar og aðstöðu hafa fyrirtækin mjög misjafna framleiðni vinnuafls, reiknað í markaðsvirði. Auk þess hefur hvert fyrirtæki misjafna framleiðni eftir starfsmannafjölda, og minnkandi eftir að ákveðnu marki er náð. Sé það nú stefna pen- ingayfirvalda að koma á eða halda fullri at- vinnu, hlýtur verðlag að miðast við fram- leiðslukostnað síðasta vörumagnsins, þess sem annars yrði sleppt og framleitt er með lökustu samstæðu vinnuafls, tækja og annarra skilyrða. Tekjur fyrirtækja myndast þannig sem mis- munur þessa verðlags og kostnaðarverðlags, og sá mismunur stafar af afkastamismun mið- að við þá framleiðslu, sem er á takmörkum þess að bera sig, takmarkaframleiðsluna. — Breyting almenns kaupgjalds getur engu um þetta breytt. Kaupgjaldið myndar botninn í þessum mæli, en peningaleg eftirspum er korn- ið, sem fyllir mælinn. Þetta er ekkert réttlæti munu sumir segja. Þennan mismun á að gera upptækan. En þetta var aðeins augnabliksmynd. Slíkt rétt- læti er ekki látið nægja. Það er engin tilvilj- un, að afköstin eru meiri á einum stað en öðrum. Jafnvel þótt svo væri ekki, heldur væri afkastakúrva vinnuaflsins flöt, eins og stund- um er haldið fram, er þó full ástæða til tekna af eignum, sem eru í fullu gildi. Tækniþróun- in skapar skilyrði til að bæta afköst vinnuafls- ins, en það kostar framlag nýrra framleiðslu- afla, einkum framlag tekna til fjárfestingar- Hins vegar er engan veginn vist eða líklegt, að sú arðgjöf, sem í þessu skyni er nauðsyn- leg, falli alveg saman við þann hagnað, sem fæst á líðandi stund af því fjármagni, sem fyr- ir er. Þó er þar á milli nokkurt samhengi. Fjár- magn bundið í úreltum formum aflar tæplega arðs, en það, sem er í vaxtarbroddi hagþróun- arinnar, skilar góðum arði og laðar meira fjár- 11

x

Úr þjóðarbúskapnum

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úr þjóðarbúskapnum
https://timarit.is/publication/1134

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.