Úr þjóðarbúskapnum - 01.02.1960, Side 15

Úr þjóðarbúskapnum - 01.02.1960, Side 15
KJARABARÁTTA - HAGVÖXTUR - VERÐBÓLGA gjald hækkaði þá hægar.“ Þetta gildir um það, hve miklar hækkanirnar eru að hlutfalli yfir lengri tímabil og er því ekki nema að litlu leyti svar við þeirri spurningu, hvort kjara- bætur komi til skila við stöðugt eða lækkandi verðlag. Um lækkandi kaupgjald segir svo: „Á millistríðsárunum fór sú lækkun peninga- legs kaupgjalds, er kom fyrir, oftar en ekki saman við hækkun raunverulegs kaupgjalds, en fyrir 1914 féllu þessar tvær hliðar kaup- gjaldsins oftar en ekki saman.“ Þetta sýnir, að jafnvel við lækkandi kaupgjald hefur verðlag haft nægan sveigjanleika til að skila kjarabót- um í hendur launþega. Taka ber og tillit til þess, að þessar niðurstöður eru byggðar á samanburði einstakra ársmeðaltala, þannig að aðlögun verðlags er sennilega ekki ætíð kom- in að fullu fram. Skýringin á því, að fvrir 1914 féll raunverulegt kaupgjald oftar en ekki við lækkun peningakaups, er sennilega 'sú, að peningakerfi þess tíma byggðist á öðrum grundvallarreglum, svo sem þegar er um rætt, og að hlutfallslega minni hluti efnahagslífs- ins byggðist á launavinnu. Peningakaupi var því fremur en síðar var, breytt af raunveru- legu tilefni. Eftir gögnum greinarinnar að dæma, skeðu þessi umskipti í Bretlandi raun- verulega fremur um 1885, en þá má telja, að umbreytingunni yfir til launavinnu hafi að mestu verið lokið. Upp frá því hafi hagkerfið raunverulega verið fremur á „kaupfæti“ heldur en gullfæti. Um árangurslausar kauphækkanir segir í greininni: „Ef við athugum öll þau ár, er hækkun peningalegs kaupgjalds megnaði ekki að hafa í för með sér hækkun raunverulegs kaupgjalds, þá finnum við, að þau falla eink- um í tvo flokka. Annað hvort byrjar fram- leiðslukostnaður þau ár fyrst að hækka að undangengnu lækkunartímabili, eða mikil og langvarandi hækkun framfærslukostnaðar á sér stað. í báðum tilvikunum virðist framfærslu- kostnaðurinn eiga frumkvæðið, en kauphækk- unum tekst ekki um sinn að draga hann uppi.“ Niðurstaðan um það, hvern veg kjarabætur hafi borizt almenningi eru á þessa leið: „Breytingar raunverulegs kaupgjalds hafa far- ið fram með öllum mögulegum hætti, en oft- ast hafa hækkanir orðið við hækkun peninga- legs kaupgjalds án lækkunar verðs, og lækk- anir við hækkun verðlags án lækkunar pen- ingalegs kaupgjalds .... Á millistríðsárunum voru þau tilvik tiltölulega fleiri en áður, er raunverulegt kaupgjald hækkaði við lækkun framfærslukostnaðar." Þessar tilvitnanir leiða glöggt í Ijós, að verð- lagið hefur verið nægilega sveigjanlegt til að koma á hverju því hlutfalli gagnvart kaup- gjaldi, er efnahagsástandið að öðru leyti hefur gefið tilefni til. Af 274 „land-árum“ var verð- lag stöðugt frá fyrra ári í aðeins 21 skipti. Þó eru þetta meðaltöl, er dylja margar breyt- ingar. Allt tímabilið, eru tvær sterkar til- hneigingar að verki: til aukinnar framleiðslu á mann og til hækkaðs kaupgjalds. Því fer þetta tvennt oftast saman, en nægilega oft fara breytingar rauntekna og peningatekna ekki saman til að afsanna beint og skýrt or- sakasamband. Þó geta upplýsingamar sam- rímst nokkurri tregðu verðlags niður á við, einkum í góðæri. Eftirstríðsárin hafa varla gefið tækifæri til að sannreyna, hvað hæft er í þeirri kenningu. Sumir virðast halda, að hækkanir hafi gengið svo lengi, að menn kunni ekki lengur að lækka verð. Móti því mælir það, að bæði verðlagseftirlit og nútíma tækni í reiknings- haldi hafa vanið menn af handahófskenndri verðlagningu. Yfirstandandi verðstöðvunar- tímabil í Bretlandi, til dæmis, gefur fremur til- efni til bjartsýni. Framleiðendur hafa verið ófeimnir við að færa verðin niður og hreyknir af að geta auglýst verðlækkanir og afslætti. Þótt kauphækkanir virðist í fljótu bragði munu duga til þess að vega upp verðlækk- unartregðu, er svo ekki að öllu leyti, ef betur er að gáð. Framleiðniaukningin dreifist mjög misjafnt um hagkerfið og er að jafnaði mest 13

x

Úr þjóðarbúskapnum

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úr þjóðarbúskapnum
https://timarit.is/publication/1134

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.