Úr þjóðarbúskapnum - 01.02.1960, Síða 17

Úr þjóðarbúskapnum - 01.02.1960, Síða 17
KJARABARÁTTA - HAGVÖXTUR - VERÐBÓLGA bólga. En í hagkerfi, er býr við sæmilega markvissa stjórn peningamála, á hin síðar- nefnda tegund hreinnar verðbólgu, þ. e. hrein þensla hagnaðar, að vera útilokuð, og er þá aðeins hækkun kauplagsins eftir sem rót hreinnar verðbólgu. Þessi hagfræðilega heimsmynd svarar þó ekki sjálf spurningunni um sitt eigið gildi. Né heldur svarar hún eða niðurstöður henn- ar án frekari umsvifa hinum þýðingarmiklu spurningum um orsakasamhengi verðbólgunn- ar og raunhæfastan mælikvarða hennar, mið- aðan við það, að hana skuli útiloka. Þessar tvær spurningar eru að því leyti óháðar hvor annarri, að hvemig svo sem verðbólgan verð- ur til, mælist hún misjafnlega á mismunandi mælikvarða, eins og verðlags eða kauplags. Ef árangursríkum aðgerðum verður við kom- ið, þarf að skera úr um skilgreininguna. Æskilegt er að fá þessum spurningum full- svarað. En slíkum spurningum verður seint fullsvarað. Þótt svo sé, þarf það ekki að hindra menn í að reyna að koma á einhverri lausn og skapa einhverja ákveðna tegund festu í peningamálunum. Skilningi manna hefur löng- um verið og er enn áfátt á hagmálum og fé- lagsmálum. Og á þeim sviðum er mönnum gjamt á að vera slegnir blindu af eigin um- hverfi og aðstöðu. En þessi skilningsskortur leysir menn ekki undan þeirri ábyrgð að lifa og skipa málum sínum svo sem vit hrekkur til. Æskilegast er, að skipanin hæfi sem bezt eðli fyrirbæranna, en að nokkru leyti getur röggsamleg skipan mála gefið fyrirbærunum nýtt eðli. Þannig er um peningamál og verð- bólgu. Eins og stendur, byggjast skýringar á henni og gildi hugtaka í því sambandi á því, hve sjálfstætt hin ýmsu fyrirbæri eru ákveðin og hve staðföst þau eru gagnvart ýmsum ytri áhrifum. En sé staðfastlega ákveðið, að festa gildi peninga á einhvem ákveðinn mælikvarða, svo sem gert var t. d. með fastri skráningu gullsins og gera mætti með skipan kaupgjalds- mála, láta aðrar gildisákvarðanir undan og miðast við það. Engu að síður er mikilvægt til þess að forðast árekstra í hagkerfinu að velja þá hætti til staðfestu, sem á sjálfstæðast- an hátt eru ákveðnir við ríkjandi skipan. Mælikvarði verðgildis peninga Af hinum tveim meginspumingum, sem vaktar eru hér að framan, skal fyrst leitast við að svara hinni síðari lauslega. Hvemig á gildi peninga að haga sér? Á hvaða mælikvarða á það að vera stöðugt? Svar margra alda í fram- kvæmd var gildi góðmálma. En slíkt svar gat að sjálfsögðu ekki haft neina sjálfstæða fræði- lega þýðingu, er menn fóru að reyna að gera sér grein fyrir þessu til undirbúnings opinberri stefnu í peningamálum. Þó voru mismunandi svör sveigð af hugkvæmni að þessari hagnýtu niðurstöðu. Einfaldasta svarið er, að raunvirði peninga miðist við óbreytt magn vöru og þjónustu frá ári til árs. Því er fullnægt, ef verðlag er stöð- ugt. Þetta er það sjónarmið, er Adam Smith lagði áherzlu á í andstöðu við gildi gullmagns- ins sjálfs eða peningamagnsins. Þetta sjónar- mið er einfalt og auðskilið. Það hefur því notið almennrar hylli, og er að jafnaði vísað til þess sem raungildis. Þar sem góðmálmar eru vömtegundir, var auðvelt að samríma þessa hugsun notkun þeirra sem peninga. En þetta viðhorf sannfærði ekki alla. Frum- kvöðull og mesti hugjöfur andstæðrar skoð- unar var David Ricardo. Hann hélt því fram, að virðishugtak A. Smiths væri ekki fremur raunvirði heldur en nafnvirði gullsins. Raun- virði ætti fremur að miðast við árangur ákveð- ins framlags framleiðsluafls eða áreynslu. — 15

x

Úr þjóðarbúskapnum

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úr þjóðarbúskapnum
https://timarit.is/publication/1134

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.