Úr þjóðarbúskapnum - 01.02.1960, Qupperneq 22

Úr þjóðarbúskapnum - 01.02.1960, Qupperneq 22
ÚR ÞJÓÐARBÚSKAPNUM háttar þáttur í myndun þessara hjöðnunar- áhrifa, hefur efnahagsleg þýðing þeirra verið mikil.“ Þessi tilvitnun má teljast gott dæmi um þá brenglun ályktana, er leiðir af röngum hugsunaraðferðum. Laffer virðist ekki hafa miklar áhyggjur af því, þótt þensluáhrifin taki á sig mynd verðbólgu. Hann hefur eink- um áhyggjur af magnþenslunni, þótt aðal- hætta hennar sé yfirleitt talin felast einmitt í verðþenslunni. Hve flæktur Laffer er í mót- sögnum sínum, sést vel af eftirfarandi, þar sem rétt og rangt blandast kynlega saman. „Enginn vafi er á, að stjómin hafði rétt fyrir sér í að beina athyglinni einkum að eftir- spurnarverðbólgu (1951). Kostnaðarverðbólgan stuðlaði að því að hamla eftirspurnarverð- bólgu. Ef kostnaðarverðbólgan hefði aftur á móti verið stöðvuð, en ekki eftirspurnarverð- bólgan, hefði niðurstaðan orðið sú að örva þá sfðarnefndu- Stöðvun eftirspurnarverðbólgu stuðlaði hins vegar að því að stöðva einnig kostnaðarverðbólgu." Um gildi þessara ályktana segir B. C. Ro- berts, fyrirlesari við Lundúnaháskóla í bók sinni National Wages Policy in War and Peace (London 1958, bls. 112): „Þær röksemdir til stuðnings gerðardómsákvæðum, er byggjast á þeirri hugmynd, að kaupgjald verði að hækka til þess að halda eftirspurnarverðbólgu í skefj- um, svo sem vitnað er til, eru of langsóttar til að auðvelt sé að viðurkenna þær. Það er því ef til vill engin furða, þótt skoðanir Samveld- isgerðardómsins hnigju í aðra átt, er hann tók þá ákvörðun að afnema ársfjórðungslegar verðlagsuppbætur." Vægari dæmi má taka um afbrigði þessarar skoðunar, og nær þeim sannleikskjama, er viðurkenna má, að felist í henni. Þannig segir F. W. Paish, prófessor við Lundúnaháskóla, í grein í Economica, maí 1958: „í vissum skiln- ingi er vitanlega hægt að segja, að stéttafé- lögin gætu með því að krefjast hærra kaup- gjalds myndað þá aukaeftirspum, er mundi gera atvinnurekendum kleift að greiða það og viðhalda jafnframt ágóða sínum eða auka hann. Jafnvel þótt ríkisstjórnin gæti, með því að takmarka eftirspurn, neytt atvinnurekendur til þess annað hvort að neita kröfum um kaup- hækkanir eða að fækka verkafólki sínu fyrir þá sök að hafa veitt þær, þá kynni stjórnin engu að síður að álíta verkföll og tímabundið framleiðslutjón, er þeim kosti fylgdu, vera óviðunandi stjórnmálalega séð.“ í þessum orð- um felst, að ríkisstjórnin geti með einhverj- um óskýrðum hætti ákveðið upphæð peninga- legrar eftirspurnar, er kaupgjaldsákvarðanir geti skipt í þætti verðs og magns. Þessi hug- mynd stangast þó á við margt annað í grein- inni og er þannig að verulegu leyti tekin aftur. Sama hugmynd skýtur upp kollinum í þriðju skýrslu Cohen ráðsins í Bretlandi (júlí 1959, 107. málsgr.), en ráðið hefur þrjá vitringa inn- anborðs. „Þetta (að framleiðsluvöxtur síðustu ára hafi takmarkast af eftirspurn) kann að virð- ast undarlegt, þar sem heildarupphæðin, sem eytt var á innlendum markaði hélt áfram að hækka, þótt ekki væri jafn hratt og áður. Frá 1948 til 1955 hafði hún hækkað að jafnaði um 7,1% á ári, en næstu þrjú árin hækkaði hún fyrst um 6,4%, þá um 5,5% og loks um 3,1%. En samtímis þessu hélt einingarkostnaður og verðlag áfram að hækka, svo að þessar hækk- anir peningaútgjalda keyptu miklu minni aukningar á magni vara og þjónustu." Þessi varhugaverða ályktunarröð er endurtekin í 115- málsgr., d lið: „Þessi hömlun á hækkun peningaútgjalda var samfara áframhaldandi hækkun launa og hagnaðar, er leiddi af sér hærra verðlag, þannig að framleiðslumagn það, er peningaútgjöldin fengju keypt, jókst enn hægar.“ Hugmyndir sem þessar eru sennilega leifar kvantitetskenningarinnar og þeirrar kenningar, að kaupgjaldshækkunin geti ráðið tekjuskipt- ingunni og valdið beinum framleiðslusam- drætti í lokuðu hagkerfi, þ. e. án utanríkisvið- skipta. Slíkar hugmyndir geta furðanlega skot- 20
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Úr þjóðarbúskapnum

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úr þjóðarbúskapnum
https://timarit.is/publication/1134

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.