Úr þjóðarbúskapnum - 01.02.1960, Síða 30

Úr þjóðarbúskapnum - 01.02.1960, Síða 30
ÚR ÞJÓÐARBÚSKAPNUM færslum starfsfólks o. s. frv. Undir dýrtíðar- myndun heyrir raunar ekki aðeins hlutfalls- leg hækkun álagningar, þ. e. verðlags umfram kaupgjald, heldur einnig kauphækkun þeirra stétta og einstaklinga, sem eru í sérlega hag- stæðri aðstöðu gagnvart þenslunni- Þessi sam- tvinnaða dýrtíð myndar hlutfallslega byrði, er leggst með öllum þunga á lífskjör hinna al- mennu borgara, mestmegnis launþega, er engrar sérlega hagstæðrar aðstöðu njóta. En sjaldnast er ljóst, hvar á að draga þessi mörk, og gildir í rauninni sérstakur slíkur saman- burður fyrir hverja starfsstétt, jafnvel fyrir hvern einstakling. Almennt er því litið á dýr- tíðina frá sjónarmiði launþegastéttarinnar í heild sem hækkun verðlags miðað við greitt eða umsamið kaupgjald. Þó er vaxandi athygli veitt þeirri félagslegu spennu, er stafar af því, er takmarkaðir hópar launþega verða afskipt- ir hluttöku í hinum almenna árangri efnahags- þróunarinnar. Gera verður nánari grein fyrir umræddri hækkunartilhneigingu. Hér stöndum við frammi fyrir meginmuninum á verðlagshækk- un og kaupgjaldshækkun. Háu stigi eftirspum- ar og atvinnu fylgir eitthvað hærra verðlag en ella væri á sama tíma, en ekki stöðugt hækkandi verðlag. Dýrtíðin myndast meðan þenslan heldur áfram, en ekki eftir að hún hefur stöðvast í einhverju ákveðnu stigi. Eftir það fer í hönd aðlögun afkastagetu og bætt lífskjör, bæði vegna afkastaaukningar og breyttrar hlutfallslegrar tekjuskiptingar, þ. e. dýrtíðarhjöðnunar. Kaupskrúfan getur hins vegar gert sjálfa sig eilífa af sjálfráðum vilja hinna félagslegu afla. Sú aðgreining, sem hér hefur verið gerð milli myndunar dýrtíðar og verðbólgu, leysir í rauninni á fullnægjandi hátt úr því deiluefni fræðimanna, hvort verðbólgan gerist einkum beint í verðlaginu eða eftir leiðum kaupgjalds- ins. Um leið er gefin vísbending um, hvor vandinn sé hverju sinni brýnni og hvaða ráð eigi við, eftir þvi sem málavextir liggja fyrir. Dýrtíðarvandamálið fellur raunar saman við þann vanda að hafa hemil á eða útiloka hag- sveiflur. Eftir því sem hágengi og lággengi hagsveiflunnar skiptast á, felast úrræðin í því að minnka eða auka hvatningar til myndunar tekna og þar með hluta hagnaðarins í þjóðar- tekjunum. Enginn skyldi efast um, að þessi úrræði séu hin brýnustu, þegar svo ber undir. Takist þetta vel, fylgir hluti hagnaðarins var- anlegri þróunartilhneigingum, stendur senni- lega í stað hlutfallslega eða lækkar lítilsháttar. Þá væri fyrirbærið dýrtíð raunar úr sögunni og ekkert við það að miða til ákvörðunar á athafnastigi efnahagslífsins yfir lengri tíma litið. En þá væru þó enn við líði áhrif at- hafnastigsins á kaupskrúfuna. Eftir fenginni reynslu að dæma, heldur hún vafalaust áfram, þótt í vægari mæli sé, jafnvel þó myndun dýr- tíðar sé úr sögunni og verðlag fari lækkandi miðað við kaupgjald. Því má fullyrða, að kaupskrúfan setji gengi efnahagslífsins lægri takmörk heldur en myndun dýrtíðar. Jafn- framt, að það sé langærra vandamál og frem- ur til þess fallið að leysa það eftir leiðum skipulagsbreytinga. Spurt var hér að framan, hvort kaupgjalds- ákvörðunin væri mjög háð þeim öflum, er bifa verðlagi. Komizt hefur verið að þeirri niðurstöðu, að þessi öfl séu annar meginþátt- urinn í þeirri ákvörðun, ásamt afstöðu og mætti samtaka stéttanna. Verðbólguþróuninni hefur verið lýst sem gagnverkun efnahagslegra og félagslegra afla. Mikil peningaleg eftir- spurn og öflug efnahagsstarfsemi veldur ýms- um fyrirbærum dýrtíðar, en viðbrögð stétta- samtaka við því ástandi ráða að öðru leyti úrslitum. Hvort um sig ræður úrslitum að hinu gefnu. Atlögu að verðbólgunni má því greiða á hvorum vettvanginum sem meiri eða auðveldari árangurs er að vænta. Enn er þó óskorið úr því vafaatriði, hvort áhrif hærri eftirspumar og athafnastigs hníga jafnan í sömu átt og hér hefur verið lýst. Hér að framan er þess getið, að stefna stéttafélaga 28

x

Úr þjóðarbúskapnum

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úr þjóðarbúskapnum
https://timarit.is/publication/1134

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.