Úr þjóðarbúskapnum - 01.02.1960, Page 39

Úr þjóðarbúskapnum - 01.02.1960, Page 39
KJARABARÁTTA - HAGVÖXTUR - VERÐBÓLGA ingar geta og flétzt með ýmsum hætti við afskipti ríkisvaldsins, og þau verið misjafn- lega reglubundin og formföst, en ofangreind flokkun greinir milli þess, hvort ríkið hefur aðeins almennt hönd í bagga eða það beitir úrslitavaldi við sjálfa ákvörðun kaupgjaldsins. Jafnvægisstjórn tekjumyndunar Þessari hagstjórnaraðferð hefin: í rauninni verið lýst að mestu með kaflanum um verð- bólgumyndunina. Hún felst í því að viðhalda einhverri tegund peningalegs jafnvægis. En jafnvægi í óákveðnari merkingu þýðir aðeins, að einhverju ákveðnu athafnastigi sé haldið, og hvorki sé tilhneiging til þenslu eða sam- dráttar frá því stigi. í skilningi verðfyrirbæra getur jafnvægi haft ákveðnari merkingu og þýtt t. d. það, að ekki sé tilhneiging til dýr- tíðarmyndunar eða hjöðnunar, það er annað hvort til breytingar verðlags miðað við kaup- gjald eða til breytingar á hlutfallslegri tekju- skiptingu. Ofangreind hugtök eru raunhæf í þeim skilningi, að rétt er að líta svo á, að peninga- leg eftirspum ákvarði þessi atriði að gefnum ýmsum ytri aðstæðum, er fyrir liggja á hverj- um tíma. Öllu hugumstærri og vafasamari í þessu sambandi em þær skilgreiningar, er mið- ast við stöðugt verðlag eða stöðugt kauplag, ekki í afstæðum, heldur í algjörum skilningi. Þessar stærðir ákvarðast ekki jafn óhaggan- lega af eftirspumarþrýstingi, þar eð félagslegt afl liggur þeim til grundvallar, en það getur breytzt á einni nóttu og tekið óvæntar stefn- ur án tillits til eftirspurnar, þótt það sé að jafn- aði háð henni. Engin jafnvægisstaða getur talizt fullnægj- andi, né hefur nokkru sinni verið talin það af fræðimönnum, nema full atvinna ríki. Raun- ar getur ekkert annað talizt fullkomið jafn- vægi- Menn, sem óska eftir atvinnu, en eru án hennar, em ekki í neinum skilningi í jafn- vægi. Þeir leita á, og sé ekkert afl til að hamla því, munu þeir smám saman bjóða niður vinnulaun, en þau aftur draga niður verðlag. Meðan reynt var að skýra öll efnahagsfyrir- bæri sem samskipti óháðra einstaklinga, var og gert ráð fyrir slíkri rás viðburðanna, og byggðist traust manna á gullfótarkerfinu m. a. á þeirri trú. Það leiðir af röksemdafærslunni hér að framan um myndun verðbólgu, að ekki er hægt að benda á neinn ákveðinn punkt og segja, að þar sé nákvæmlega full atvinna og ekkert þar fram yfir. Lengi hefur það verið viðurkennt, að eitthvert atvinnuleysi sé eðli- legt sökum tregðu á nauðsynlegum tilfærslum. En slíkt atvinnuleysi rennur óaðgreinanlega saman við það, er stafar af ónógri eftirspurn, þótt því megi með ákveðnum fræðilegum for- sendum jafna á móti umframeftirspum annars staðar. Segja mætti, að fullkomið jafnvægi fullrar atvinnu mundi ríkja, ef sérhver verkfær og verkfús maður væri eitt af hverju við starf, í flutningi til að taka upp nýtt starf, í umskól- un eða þjálfun í sama skyni, eða bíðandi um stundarsakir í öruggri vissu þesss, að atvinna skapist í hans heimkynnum við hans hæfi. Slíkt jafnvægi er að vísu hugarsmíði, en gagnleg til þess að benda á leiðir til að ráða bót á síðustu hundraðstölum atvinnuleysis án þess að valda verðbólgu, ef aðrar ástæður hindra ekki, að svo nærri kjamanum verði komizt. Skilyrði þess, að slík hugarsmíð gæti verið veruleiki, eru þau, að einstakir kauptaxtar væru sveigjanlegir bæði upp á við og niður á við, mikil framsýni og fyrirhyggja í starfs- vali, engar hindranir á hreyfanleika vinnuafls og hárrétt eftirspurnarstig í hagkerfinu í heild. Þessi skilyrði samsvara því, að þjóðfélagið væri stéttlaust í ýtrasta skilningi. Engin félagsleg 37

x

Úr þjóðarbúskapnum

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úr þjóðarbúskapnum
https://timarit.is/publication/1134

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.