Úr þjóðarbúskapnum - 01.02.1960, Qupperneq 44

Úr þjóðarbúskapnum - 01.02.1960, Qupperneq 44
ÚR ÞJÓÐARBÚSKAPNUM að staðna og jafnvel að falla, og átti einmitt sú staðreynd mikinn þátt í því, að Bretar urðu að kippa í taumana. Frá öðrum ársfjórðungi 1957 fór verð innfluttra hráefna og innfluttra matvara ört lækkandi. Lækkaði hráefnaverð um 14% fram á annan ársfjórðung 1958 og hélzt stöðugt frá því fram á 1959. Varð þessi lækkun til þess að hægja á hækkun heild- söluverðs iðnaðarvara niður í tæp 2% yfir tveggja ára bil, þótt innlendur þáttur þess verðs hafi raunar hækkað um 4—5% frá 3. ársfj. 1957, þegar vaxtahækkunin var gerð, til 1. ársfj. 1959. Verð innfluttra matvara stuðl- aði mjög að lækkun matvöruverðs fram á árs- byrjun 1958, en þá fór árstíðabundin hækkun beggja þessara vísitalna í hönd. Þessi mat- vöruhækkun gerði það að verkum, að lengi vel var erfitt að dæma um úrslit verðlags- áhrifanna. Af 2,9% hækkun smásöluverðlags frá okt. 1957 til júní 1958 stöfuðu 2,0% af hækkun matvöru, 0,7% af hækkun húsaleigu, einkum vegna afnáms húsaleiguákvæða, en allir aðrir liðir stóðu nokkum veginn í stað og ollu í heild aðeins 0,2% hækkun. í janúar sl. var smásöluverðlag aðeins 2% hærra en ári áður, er má bera saman við 4—5% árshækkun að jafnaði eftir stríð. í maí í vor var verðlag jafn hátt og ári áður, en sökum árstíðasveiflna er enn erfitt að gera áreiðanlegan samanburð. Getur hækkunin verið frá engu upp í 2% í maí, eftir því hvernig samanburðurinn er gerð- ur. Þessi árangur er að vísu að nokkru leyti borinn uppi af erlendum verðlækkunum, en þær eru þó að verulegu leyti vegnar upp af húsaleiguhækkuninni. Kaupkröfur urðu síður vaktar á árinu 1958, bæði vegna aukins stöðugleika verðlags og slaknandi atvinnu. En auk þess harðnaði bæði andspyma atvinnurekenda og aðhald stjórn- arvalda- Niðurstaðan varð sú, að talsvert dró úr kauphækkunum. Þó hækkaði vísitala kaup- taxta um 3,7% frá október 1957 til október 1958, en á þessu ári hefur hún sýnt nokkru minni hækkun frá árinu áður. Þessi árangur, að tak- marka kauphækkanir við tæp 4% og verðhækk- anir við 2% yfir árið, sé miðað við ástandið við lok síðasta árs, má teljast allverulegur, þar sem verðbólgan hefur ríkt lengi og er orðin allt að því að venju. Þó voru þessar hækkanir að áliti Cohen ráðsins og ríkisstjómarinnar meiri en svo, að þolað verði, er til lengdar lætur. Markmiðið var að stöðva verðbólguna, en ekki aðeins að hægja rás hennar. Og e. t. v. má nú telja, að það hafi tekizt í bili. Stund- um skýtur sú skoðun upp kollinum, að verð- bólgu sé hægt að stöðva í eitt skipti fyrir öll, eða svo að endist um langt skeið, þótt síðar sé haldið áfram fullri atvinnu og tilsvarandi örum vexti framleiðslu og framleiðni. Að vísu er það rétt, að sjálf stöðvunin stuðlar að stöð- ugleika með því að kippa burt einu uppáhalds- tilefni frekari hækkana. En jafnframt hleðst upp nokkur þrýstingur ófullnægðra krafna og vonsvika. Það má því telja víst, að halda verði áfram að greiða stöðugleikann svipuðu verði í öðrum vandkvæðum. Mestu varðar því, hve mikill sá kostnaður er, og hvort hann verður borinn til lengdar fremur en að þola nokkra verðbólgu eða grípa til róttækari aðgerða. Iðnaðarframleiðslan hafði aukizt mjög ört og örar en þjóðarframleiðslan í heild, eða frá vísitölu 100 árið 1952 upp í 120,2 árið 1955. Þá staðnaði hún, og þótt hún hækkaði lítils- háttar fyrri hluta árs 1957 lækkaði hún aftur með haustinu og var árið 1958 um 1% lægri en 1957 og aðeins um 1% hærri en árið 1955 og komst niður í 119,5 á 2. ársfj. 1958. Slík stöðn- un iðnaðarframleiðslu, sem er venjulega fram- sæknasta grein framleiðslunnar, um þriggja ára skeið, er að sjálfsögðu mjög alvarlegt mál. Þjóðarframleiðslan í heild staðnaði í mjög svipuðum mæli og iðnaðarframleiðslan og var árið 1958 um 1% lægri en árið áður. Þessi stöðnun kemur fram í áætlun um fram- leiðni i hagkerfinu í heild, en framleiðnin er reiknuð eftir þjóðarframleiðslunni og meðal- mannfjölda við störf. Yfir árabilið 1948—1957 jókst framleiðni að meðaltali um 2M% á ári, en 42
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Úr þjóðarbúskapnum

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úr þjóðarbúskapnum
https://timarit.is/publication/1134

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.