Úr þjóðarbúskapnum - 01.02.1960, Síða 55

Úr þjóðarbúskapnum - 01.02.1960, Síða 55
KJARABARÁTTA - HAGVÖXTUR - VERÐBÓLGA Aðaldrættir skipulagsins í bæði skiptin voru þeir, að ráðið var skipað fulltrúum þriggja að- ila: verkalýðssambanda, vinnuveitenda og hins opinbera. Reyndin var sú, að fulltrúar stétta- sambandanna komu að jafnaði fram sem full- trúar deiluaðilanna, hvors um sig, en fulltrú- ar hins opinbera höfðu úrslitaatkvæðið og voru hinir eiginlegu dómarar. Þó skrifuðu stétta- fulltrúarnir allajafna undir lokaúrskurðina og stóðu fast á, að þeim væri hlýtt, enda höfðu heildarsamtökin fallizt á, að aðgerðir þessar væru nauðsynlegar, og fengist til að takaþátt í þessu starfi- Þó kom það fyrir árið 1951, að verkalýðsfulltrúarnir gengu úr ráðinu til að mótmæla úrskurði og fengust ekki í það aftur, fyrr en búið var að veita þeim aukið atkvæði um endurvæðingarstefnuna. Þótt þessi kerfi væru í bæði skiptin grund- völluð á sérstökum lagasetningum, gáfu þau lög forsetanum og stjórninni svo mikið sjálf- stætt vald, að hin raunverulega framkvæmd byggðist alveg á reglugerðum og stjórnarúr- skurðum. Þetta veitti sveigjanleika, sem gat verið nauðsynlegur til að afstýra háskalegum árekstrum. En jafnframt því var kerfið næm- ara fyrir pólitískum þrýstingi. Samþykki og samvinna stéttanna var allt að því tilveruskil- yrði þessa kerfis. Hið herskáa námumanna- samband undir stjórn John L. Lewis reynd- ist hinn óþægasti ljár í þúfu. Með því að óhlýðnast úrskurðum ráðanna og beita verk- fallshótunum, neyddi hann forsetann til að láta málin til sín taka. Fór þá í bæði skiptin svo, að forsetinn fórnaði fremur að nokkru áliti og aðstöðu sinnar eigin stofnunar heldur en að etja afli við námumenn. í seinna skiptið olli sú aðgerð í rauninni endalokum ráðsins. Kosningar stóðu fyrir dyrum. Viðkvæmni þess- arar skipunar mála gagnvart pólitískum þrýst- ingi reyndist slík, að það þyldi ekki kosningar. Gífurlegt skipulags og skrifstofubákn þurfti að setja á fót undir stjóm þessara ráða. Hið fyrra réði yfir þrettán, hið síðara yfir fjórtán svæðaráðum í helstu iðnaðarmiðstöðvunum, og voru þau skipuð fulltrúum þriggja aðila, eins og aðalráðið. A stríðsárunum voru alls afgreiddar yfir 20.000 deilur, 460.000 umsóknir um kaupbreyt- ingar og rannsökuð 70.000 mál varðandi reglu- gerðarbrot. Starfsmannafjöldi var 2.613, þegar mest var, auk þúsunda, er gegndu ýmsum hlutverkum í aukavinnu. Ráðið, er starfaði 1951—1952, afgreiddi 115 000 mál. Það gefur að skilja, að mjög varð að treysta á greinar- gerðir sérfróðra starfsmanna, og oft urðu ráð- in sjálf að afgreiða málin í eins konar heild- sölu, og höfðu þau oft dregist á langinn svo mánuðum skipti. Engu að síður hefur það ver- ið geysilegt skipulagsafrek að koma slíku kerfi á laggirnar og starfrækja það með slíkum af- köstum, við hinar heitustu deilur innan sjálfr- ar stofnunarinnar. Gefur það fremur tilefni til bjartsýni um, að þennan vanda ætti að vera hægt að leysa, þar sem mælikvarðinn er marg- falt minni. Veruleg hækkunaralda var komin af stað í bæði skiptin, áður en gripið var í taumana með þessum stöðvunaraðgerðum. Þetta olli miklum erfiðleikum, þar eð stéttunum hafði tekizt misjafnlega að ná hækkunum, svo að hlutföll brengluðust. Miklar verðhækkanir höfðu og orðið, er æstu upp frekari kröfur. Af þessum rökum varð að gera ýmsar byrj- unartilslakanir. Auk þess mátti leiðrétta hróp- lega ranglát laun, og taka mátti tillit til vinnu- aflsþarfar til framleiðslu hernaðarnauðsynja. Að öðru leyti þótti ekki hættandi á að revna að stýra tilfærslum mannaflans með launa- breytingum, enda þótt ekki væri heldur grip- ið til ráðningarþvingunar. Framfærslukostnað- arsjónarmiðið var að sjálfsögðu ofarlega á baugi í kröfum verkalýðsfélaganna. Komið var að nokkru til móts við það í byrjunaraðgerð- um, þótt því væri neitað að gera það að reglu. Sérstökum erfiðleikum ollu ákvæði í gildandi samningum um leiðréttingar eftir framfærslu- kostnaði. Tilslökun var gerð árið 1951 vegna kröfu bílaiðnaðarmanna og slíkar hækkanir 53

x

Úr þjóðarbúskapnum

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úr þjóðarbúskapnum
https://timarit.is/publication/1134

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.