Úr þjóðarbúskapnum - 01.06.1962, Blaðsíða 17

Úr þjóðarbúskapnum - 01.06.1962, Blaðsíða 17
ÞJÓÐARFRAMLEIÐSLA hengi við aðrar þjóðhagsreikningastærðir svo sem þjóðarframleiðsluna og heildarverðmæta- ráðstöfun þjóðarinnar. Tölur Framkvæmdabankans eru annars veg- ar fundar með því að meta þjóðartekjurnar á grundvelli skattaframtala með viðeigandi við- bótum og lagfæringum, og hins vegar með því að nota hið kerfisbundna samhengi þjóðartekn- anna við heildarverðmætaráðstöfun þjóðarinn- ar þau ár, sem slíkt mat hefur verið gert fyrir. Þjóðartekjur og framtaldar nettótekjur. Hagstofa Islands birtir ár hvert yfirlit yfir nettótekjur framtalsskyldra einstaklinga og félaga, bæði skattgreiðenda og skattlausra. Þessar nettótekjur koma fram við það að frá brúttótekjum eftir framtölum hefur verið dreginn allur rekstrarkostnaður í venjulegum skilningi, en auk þess ýmsir aðrir liðir, sem skattalögin leyfa að draga frá, en eru í eðli sínu ráðstöfun á tekjunum. Ennfremur undanskilja skattalög og önnur lög ýmsa tekjustofna frá framtali og þar með skattskyldu, og margar stofnanir og samtök eru ekki framtalsskyldar varðandi tekjur, er ella væru taldar nettótekjur í skilningi skatta- laganna. Hins vegar telja skattalögin til tekna hjá einstaklingum ýmsar tilfærslutekjur, svo sem gjafir og bætur frá liinu almenna trygginga- kerfi. Þegar tilraun er gerð til þess að meta tekj- ur þjóðarinnar einstök ár, og til þess að meta þær breytingar, sem verða milli ára, þarf að taka tillit til alls þessa, og að auki þarf að gera áætlun um þær tekjur sem hefðu átt að teljast til nettótekna í skilningi skattalaganna, en ekki hafa verið þannig taldar, annað hvort af vangá eða vísvitandi. Þá liði til viðbótar eða frádráttar, sem hér eru nefndir, er all- flesta hægt að áætla með nokkurri vissu, nema hinar framtalsskyldu en óframtöldu nettótekj- ur. Þær er ekki hægt að meta beint. Hins vegar er kerfisbundið samband milli heildar- verðmætaráðstöfunar þjóðarinnar til neyzlu og eignaaukningar, og þeirrar upphæðar, þjóð- arteknanna, sem hér er verið að leita að. Sé því búið, fyrir eitt eða fleiri ár, að meta þjóðartekjurnar bæði frá verðmætaráðstöfun- arhliðinni og frá tekjuframtalshliðinni, en þó án þess að reikna með skattsvikum og öðrum ástæðum fyrir vantöldum skattskyldum nettó- tekjum, þá geta þær upphæðir, er fást með þessum tveimur óháðu aðferðum, gefið nokkra vísbendingu um hinar vantöldu nettótekj- ur. I yfirlitstöflu um „þjóðarframleiðslu, verð- mætaráðstöfun og þjóðartekjur" er sýnd neyzla, fjármunamyndun og birgðabreytingar árin 1957—1960, en samtala þessara stærða er heildarverðmætaráðstöfun þjóðarinnar. í sömu töflu má sjá hið kerfisbundna samband þjóð- arteknanna við verðmætaráðstöfunina. Sé nú það mat á þjóðartekjunum, sem þessi aðferð gefur, borin saman við það mat er fæst að tekjuframtalsleiðinni, verður niðurstaðan þessi: Þjóðartekjur 1957 1958 1959 1960 1) Frá verðmætaráð- mkr mkr mkr mkr stöfunarhliðinni .. . 2) Frá tekjuframtals- 4318 5109 5709 5694 liliðinni 3907 4476 4911 5343 3) Mismunur 411 733 798 351 4) Mism. sem % af (1) 9.5% 14.3% 14.0% 6.2% Ósamræmið er að meðaltali 11%, en mis- munandi hin einstöku ár. Nú þykir sennilegt, að sú tala, sem hér er leitað að, sem sé sú hundraðstala, sem hækka þarf mat þjóðar- tekna um árin 1945—1956, til samræms við mat þjóðartekna 1957—1960, reiknað frá ráð- stöfunarhliðinni, sé nokkuð stöðug ár frá ári. Ennfremur verður að hafa í huga þá miklu óvissu, er loðir við útreikninga þessarar teg- undar. Niðurstaðan varð því sú, að þjóðar- tekjutölur áranna 1945—1956 voru allar hækk- aðar um slétt 10%. Onnur veigamikil ástæða fyrir því að valin var frekar lág leiðréttingar- (Framhald á bls. 27) 15
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90

x

Úr þjóðarbúskapnum

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úr þjóðarbúskapnum
https://timarit.is/publication/1134

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.