Úr þjóðarbúskapnum - 01.12.1966, Side 5

Úr þjóðarbúskapnum - 01.12.1966, Side 5
Jónas H. Haralz: Frjálshyggja og skipulagshyggja — andstæður í stjóm íslenzkra efhahagsmála Erincli lialdið í Háskóla íslands á samkomu í tilefni af 25 ára afmæli viðski’ptadeildar, 29. október, 1966. Inngangur. í skoðunum manna á efnahagsmálum hefur löngum gætt tveggja meginsjónarmiða, sem kenna má við frjálshyggju annars vegar og skipulagshyggju hins vegar. Það er ætlun mín að kanna í þessu erindi áhrif þessara tveggja sjónarmiða á stjórn íslenzkra efnahagsmála á undanförnum áratugum. Ég mun leitast við að sýna fram á, að þessi tvö sjónarmið hafi sitt á hvað verið ríkjandi í stjórn efnahagsmála og greina orsakir þess, að eitt sjónarmiðið hef- ur tekið við af öðru. Ég mun jafnframt reyna að rekja, að hvaða leyti þróunin hér á landi hefur í þessu efni verið hliðstæð þróuninni í nágrannalöndum okkar og að hvaða leyti frá- brugðin. Ég mun reyna að færa rök fyrir þýð- ingu þess, að samræming takist á milli sjónar- miða frjálshyggju og skipulagshyggju, og setja fram nokkrar íhuganir um þær vísbendingar, sem reynsla undanfarinna áratuga kann að geta gefið í því sambandi. Frjálshyggja og skipulagshyggja. Hvað er þá átt við með frjálshyggju annars vegar og skipulagshyggju hins vegar? Með frjálshyggju á ég við þá skoðun, að skipun efnahagsmála sé bezt fyrir komið með því móti, að hver einstaklingur geti verið sem frjálsastur og sjálfráðastur bæði í viðleitni sinni við að framleiða efnahagsleg gæði og við að njóta ávaxta iðju sinnar. Þessi frjálsa starfsemi hinna mörgu lúti sjálfkrafa ákveðnu skipulagi, hún fylgi lögmálum markaðarins, þar sem framleiðslan sé seld og nauðsynjar keyptar, lögmálum, sem tryggi það, að hver og einn efli heill fjöldans um leið og hann keppi að því, sem hans eigin hagsmunir bjóða honum. Skoðun skipulagshyggjunnar er hins vegar sú, að hin sjálfráða starfsemi einstakl- inganna leiði hvorki til hagkvæmni í fram- leiðslu né til eðlilegrar skiptingar lífsgæðanna. Markaðslögmálin gildi ekki, nema þá að mjög takmörkuðu leyti, í hinum ófullkomna heimi veruleikans. Til þess að tryggja hagkvæmni í framleiðslu og viðunandi skiptingu lífsgæð- anna þurfi því ytri afskipti, afskipti ríkisvalds- ins í einni eða annarri mynd, að koma til sögunnar. í reynd geta hvorki frjálshyggja né skipu- lagshyggja fylgt þeim einföldu kennisetning- um, sem leiða myndu af þeirri almennu skil- greiningu þessara skoðana, sem ég hér hefi sett fram. Frjálshyggjan gerir þannig að sjálf- sögðu ráð fyrir því, að almannavaldið skapi með löggjöf eða hefð ákveðna umgerð um efnahagsstarfsemina og haldi upp stofnunum, 3

x

Úr þjóðarbúskapnum

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úr þjóðarbúskapnum
https://timarit.is/publication/1134

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.