Úr þjóðarbúskapnum - 01.12.1966, Blaðsíða 9
FRJÁLSHYGGJA OG SKIPULAGSHYGGJA
undantekningarlaust verið sammála um, að
þær ákvarðanir, sem teknar hafa verið í stjórn
efnahagsmála á hverjum tíma, hafi átt rétt á
sér við ríkjandi aðstæður, hvort sem þær hafa
frekar fylgt sjónarmiðum frjálshyggju eða
skipulagshyggju. Rás atburðanna hefur stjórn-
að mönnunum miklu frekar en mennirnir at-
burðarásinni.
Það má benda á margar ástæður því til skýr-
ingar, að stjórn efnahagsmála hefur þróazt
með svo ólíkum hætti hér og í nágrannalönd-
unum. Það skiptir að sjálfsögðu miklu máli,
að á fjórða tug aldarinnar urðu hér þeir stjóm-
málaatburðir, er mótuðu aðra flokkaskipun en
í flestum nágrannalandanna. Það skiptir einn-
ig miklu máli, að skipulag, stefna og starfs-
hættir verkalýðshreyfingarinnar hafa þróazt
hér með nokkru öðru móti en víðast hvar ann-
ars staðar. Þá skiptir það máli, að samband
íslands við umheiminn er furðu slitrótt, jafn-
náið eins og það er að mörgu leyti. Tízkustefn-
ur berja hér að dyrum, og gera sig jafnvel
heimakomnar löngu eftir að vegur þeirra er
allur annars staðar. En þær hreyfingar, sem
varanlegust mót setja á samtímann, geta aftur
á móti gengið hjá garði svo lítið beri á. Loks
má minna á það, sem mörgum er ríkt í huga,
að íslenzkt þjóðfélag er ungt og enn lítt mótað,
að íslenzkt efnahagslíf er háðara náttúruöflum
og alþjóðlegum markaðssveiflum en yfirleitt
gerist og öll stjórn efnahagsmála af þessum
sökum torveldari en með þeim þjóðum, sem
við bezt þekkjum. Allt þetta skiptir máli og er
drjúgt til skýringar. En hér bætist við enn eitt
atriði, sem kann að hafa ráðið úrslitum. Fyrstu
sjö árin eftir styrjöldina, þau ár, þegar hin
nýja skipun efnahagsmála festi rætur í ná-
grannalöndunum, voru hér á landi mótuð af
einstæðum erfiðleikum. Þjóðartekjur fóru
lækkandi á sama tíma og þær fóru hækkandi
annars staðar, og viðleitni verkalýðshreyfingar
og annarra hagsmunasamtaka beindist að því
að verjast áföllum af þessari tekjuþróun. Und-
ir slíkum kringumstæðum var varla við því
að búast, að víðtæk samstaða gæti skapazt
um skipun efnahagsmála né nokkur ný skipun
gæti orðið föst í sessi.
Sveiflur síðustu þrjátíu ára.
Sveiflurnar í stjórn efnahagsmála hér á landi
á undanförnum þrjátíu árum hafa verið furðu
reglubundnar, eins og áður er vikið að. Um
miðjan fjórða tug aldarinnar hefst tímabil ein-
dreginnar skipulagshyggju, undir áhrifum
þeirra hugmynda, sem þá voru efst á baugi
í nágrannalöndunum. Þetta tímabil stendur
fram til 1939, þegar ný gengisskráning boðar
róttæka stefnubreytingu. Þessi stefnubreyting
ásamt þeim blæ, sem stjórn efnahagsmála á
styrjaldarárunum yfirleitt hafði á sér, veldur
því, að mér virðist eðlilegast að telja styrjaldar-
árin frjálshyggjutímabil, þrátt fyrir þau marg-
víslegu opinberu afskipti af efnahagsmálum,
sem sjálf styrjöldin gerði óhjákvæmileg, og þá
aflögun verðkerfisins, sem þá skapaðizt. Hvaða
skoðanir, sem menn kunna að hafa á þessu at-
riði, getur hitt ekki farið á milli mála, að sú
stefna í efnahagsmálum, sem mörkuð er í
styrjaldarlokin, ber greinileg merki skipulags-
hyggju, og það er í anda þeirrar hyggju, sem
snúizt er gegn þeim efnahagsörðugleikum, sem
í vaxandi mæh gera vart við sig að styrjöld-
inni lokinni. Á árinu 1950 er síðan, eins og al-
kunnugt er, breytt um stefnu um svipað leyti
og sams konar stefnubreyting fer fram í flest-
um nágrannalandanna, en við miklu erfiðari
skilyrði en í þessum löndum, eins og ég hef
áður minnzt á. Á árinu 1955 er síðan söðlað
um að nýju, og á næstu fimm árum er skipu-
lagshyggja ráðandi hér á landi á sama tíma
og hin nýja stefna í efnahagsmálum stendur
með hvað mestum blóma í löndunum um-
hverfis okkur. Þróun síðustu ára er mönnum
í ferskara minni en svo, að hana þurfi að
rekja. Þetta tímabil er hins vegar of nálægt
okkur, til þess að við getum greint bylgjuhreyf-
ingar þess með jafnskýrum hætti og hreyfingar
7