Úr þjóðarbúskapnum - 01.12.1966, Page 10
ÚR ÞJÓÐARBÚSKAPNUM
fyrri tímabila. Eigi að síður getur það ekki
farið milli mála, að áhrifa skipulagshyggju á
stjórn efnahagsmála hefur gætt í vaxandi mæli
á undanförnum tveimur árum, enda þótt ekki
sé hægt að tala um skýra stefnubreytingu frá
því tímabili frjálshyggju, sem hófst árið 1960.
Hér hefur verið stiklað á stóru. Eigi að síð-
ur nægir þetta yfirlit til þess að sýna, að hér
á landi hafa á undanfömum þrjátíu árum
skipzt á tímabil, þar sem ýmist skipulags-
hyggja eða frjálshyggja hafa verið þyngstar á
metunum. Hvert þessara tímabila hefur stað-
ið um það bil fimm ár. Snögg umskipti hafa
orðið, þegar frjálshyggja hefur leyst skipulags-
hyggju af hólmi. Aftur á móti hefur breytingin
frá frjálshyggju til skipulagshyggju farið fram
á nokkrum tíma án skarpra tímamóta.
Hér hefur ekki aðeins verið um að ræða
sveiflur í stjórn efnahagsmála, heldur einnig í
efnahagsþróuninni sjálfri. Á þeim tímabilum,
sem frjálshyggja hefur verið mestu ráðandi,
hefur hagvöxtur verið ör og greiðslujöfnuður
við önnur lönd tiltölulega hagstæður. Á þeim
tímabilum, sem skipulagshyggja hefur verið
mestu ráðandi, hefur hagvöxtur hins vegar
verið hægur og greiðslujöfnuður við önnur
lönd óhagstæður. Jafnframt hafa hækkanir
verðlags og kaupgjalds verið mun örari á tíma-
bilum frjálshyggju en á tímabilum skipulags-
hyggju-
Orsakir sveiflnanna.
Rík tilhneiging hefur verið til þess að telja,
að þessi einkenni tímabilanna hafi stafað af
utanaðkomandi ástæðum, ástandi erlendra
markaða, aflabrögðum, tækninýjungum o. s.
frv. Samkvæmt þessum skilningi er stjóm
efnahagsmála þolandi, en ekki gerandi. Stjórn-
arhættir frjálshyggjunnar séu framkvæmanleg-
ir vegna hagstæðra ytri aðstæðna, stjómar-
hættir skipulagshyggjunnar óhjákvæmilegir
vegna erfiðra ytri aðstæðna. Við erum sam-
kvæmt þessum skilningi leiksoppur sterkra ytri
afla, er valda kröftugum reglubundnum sveifl-
um í efnahagslífi okkar og efnahagsstjórn.
Enginn getur dregið í efa þýðingu utanað-
komandi áhrifa á efnahagsþróun og efnahags-
stjórn hér á landi, né heldur það, að land okk-
ar hljóti að vera næmara fyrir slíkum áhrifum
en mörg ef ekki flest önnur lönd, og hef ég
þegar nefnt um þetta skýrt dæmi. En ég held
samt sem áður, að okkur myndi sjást yfir
meginatriði málsins, ef við létum hér staðar
numið. Það eru nú bráðurn þrjátíu ár síðan
Benjamín Eiríksson, þá nýkominn frá námi í
Svíþjóð, færði rök fyrir því, að gjaldeyrisörð-
ugleikamir á árunum fyrir styrjöldina stæðu í
nánara samhengi við útlánastefnu íslenzkra
banka en við markaðsörðugleika erlendis. Það
er einnig erfitt að sjá, að ytri ástæður hafi get-
að ráðið úrslitum um það, að hagvöxtur var
hér tiltölulega hægur á árunum 1956 til 1960
og miklu hægari en í nágrannalöndunum. Loks
er það augljóst, að ytri aðstæður áttu engan
þátt í þeirri miklu breytingu á greiðslujöfnuði
landsins, sem varð á árunum 1960 og 1961. í
þessum dæmum, sem nú hafa verið nefnd,
voru það innri ástæður, sem mestu máli skiptu.
Á sama hátt hafa ytri atburðir ekki ráðið úr-
slitum um gang sveifluhreyfinga í efnahags-
þróun okkar og efnahagsstjórn. Þessar reglu-
bundnu sveiflur hafa mótazt fyrst og fremst
af sínum eigin rökum. Hvor þeirra megin-
stefna í efnahagsmálum, sem fylgt hefur verið,
hefur eftir nokkurt skeið mætt vaxandi örðug-
leikum, sem að miklu leyti hafa átt rót sína
að rekja til eðlis hennar sjálfrar. Þessir örðug-
leikar hafa síðan að nokkrum tíma liðnum
knúið fram stefnubreytingu, að mestu leyti án
tillits til áhrifa utanaðkomandi aðstæðna.
Tímabil frjálshyggjunnar.
Eins og að framan var bent á, hafa frjáls-
hyggjutímabilin eftir 1950 og 1960 verið tím-
ar mikils hagvaxtar og tiltölulega góðs jafn-
vægis í greiðsluviðskiptum við önnur lönd.
8