Úr þjóðarbúskapnum - 01.12.1966, Síða 12

Úr þjóðarbúskapnum - 01.12.1966, Síða 12
ÚR ÞJÓÐARB ÚSKAPNUM vaxandi lialli í greiðsluviðskiptum við önnur lönd. Þennan halla hefur opinber íhlutun í gjaldeyris- og fjárfestingarmálum ekki megn- að að lækna. Hvorki notkun gjaldeyrisforða né erlendar lántökur og styrkir hafa til lengd- ar getað bætt upp hallann. Þegar þessar hjálp- arlindir hafa verið komnar að þrotum, hefur stefnubreyting í frjálshyggjuátt reynzt óhjá- kvæmileg. Sú mikla leiðrétting á verðlagskerf- inu, sem þeirri stefnubreytingu hefur fylgt, hefru- síðan stuðlað að almennum verðlags- og kaupgjaldshækkunum á næsta tímabili á eftir. Nauðsyn á samræmingu sjónarmiða. í upphafi þessa máls gerði ég nokkra grein fyrir því, hvemig ný skipun efnahagsmála hefði mótazt á Vesturlöndum á undanförnum ára- tugum, hvernig víðtæk samstaða hefði skap- azt um aðalatriði þessarar skipunar og hvemig á þessum grundvelli hefði náðst mikill stöð- ugleiki í efnahagsþróun samfara meiri árangri í vexti þjóðarframleiðslu og bættum lífskjör- um almennings en dæmi eru til áður. Enda þótt sá árangur, sem við íslendingar höfum náð á efnahagssviðinu, sé sízt lakari en ná- grannaþjóðanna, munu væntanlega allir vera á einu máli um, að miklu æskilegra hefði verið, að sá árangur hefði náðst án jafnmikilla sveiflna í efnahagsþróun okkar og efnahags- stjóm og raun ber vitni. Ég geri einnig ráð fyrir, að allir geti verið á einu máli um það, að áframhald slíkra sveiflna geti beinlínis teflt hagvexti og velmegun í tvísýnu. Á hinn bóginn getur ekki leikið á því vafi, að sveifl- urnar munum við ekki geta forðazt nema okk- ur takizt, líkt og nágrannaþjóðunum hefur tekizt, að finna þá skipun efnahagsmála, sem yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar getur í að- alatriðum sameinast um og hin öflugu hags- munasamtök, og þá fyrst og fremst verkalýðs- hreyfingin, geta sætt sig við. Þessi skipun þarf að sjálfsögðu ekki að vera hin sama og sú, sem ríkjandi hefur verið hjá nágrannaþjóðun- um á undanfömum áratugum. Hitt er aftur á móti ósennilegt, að sú skipun efnahagsmála, sem íslendingum hentar, sé í veigamiklum at- riðum frábrugðin skipun nágrannaþjóðanna, jafnlíkt og þjóðfélag okkar er þeirra þjóðfélagi og jafnmikil samskipti og við höfum við þess- ar þjóðir. Það, sem fyrir mér hefur vakað í þessu er- indi, er fyrst og fremst að vekja athygli á af- leiðingum þess, að samræming sjónarmiða frjálshyggju og skipulagshyggju hefur ekki átt sér stað hér á landi í sama mæli og víða ann- ars staðar, og benda á þýðingu þess, að sú samræming takist í framtíðinni. Hins vegar ætla ég mér ekki þá dul, að leggja á það ráð á hvaða grundvelli slík samræming geti farið fram. Hugmyndirnar um þetta verða að mót- ast og þróast meðal leiðtoga stjórnmálaflokka og hagsmunasamtaka. Á hinn bóginn tel ég ekki rétt að skiljast svo við þetta mál, að ég drepi ekki á nokkur meginatriði, sem hljóta að koma til álita við mótun þeirra hugmynda, og þær vísbendingar, sem mér virðist reynsla okkar sjálfra og annarra þjóða gefa um þessi atriði. Það eru einkum þrjú atriði, sem ég þá hef í huga, en þau eru hlutverk markaðskerf- isins, notkun almennra hagstjórnartækja og mótun stefnu í launamálum. Hlutverk markaðskerfisins. Reynsla okkar sjálfra jafnt sem reynsla ann- arra þjóða nær og fjær bendir eindregið til mikillar þýðingar þess, að framtak einstakl- inga og félaga á grundvelli markaðskerfisins fái notið sín í megingreinum atvinnulífsins. Hún bendir jafnframt til mikillar þýðingar þess, að neyzluval sé frjálst. Engin efnahags- skipun liefur enn verið fundin, er tryggi bet- ur hagkvæma nýtingu framleiðsluþátta, full- nægingu þarfa og eðlilega framþróun. En jafn- framt þessu bendir reynslan til þýðingar þess, að hið opinbera vaki yfir því, að markaðskerf- 10

x

Úr þjóðarbúskapnum

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úr þjóðarbúskapnum
https://timarit.is/publication/1134

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.