Úr þjóðarbúskapnum - 01.12.1966, Side 16

Úr þjóðarbúskapnum - 01.12.1966, Side 16
ÚR ÞJÓÐARBÚSKAPNUM 1965, varð mikil aukning á þessum fram- kvæmdum á árinu 1964 frá árinu áður. Varð aukning á öllum liðum ræktunarframkvæmd- anna nema túnasléttun. Nemur aukningin í heild 47.6%. Nýrækt túna jókst um 37.2%, og vélgrafnir skurðir jukust um 54.1%. Hafa þess- ar jarðabætur aldrei áður verið meiri. A árinu 1964 voru framlög ríkisins til jarðabóta hækk- uð mikið, og gilti sú hækkun um framkvæmd- ir þess árs, en framlög til jarðabóta koma til greiðslu ári síðar en framkvæmt er. Á árinu 1965 urðu ræktunarframkvæmdir 14.5% minni en árið áður. Nýrækt túna minnk- aði um 982 ha, og vélgrafnir skurðir urðu 1.304 þús. m3 minni. Nýbýlastjórn ríkisins samþykkti árið 1965 stofnun 13 nýbýla, 4 garðyrkjubýla, 7 iðnaðar- og smábýla og uppbyggingu 4 eyðijarða, eða stofnun 28 býla (31 árið 1964). Samþykkt voru 119 framlög til íbúðarhúsabygginga á öðrum býlum en nýbýlum. Útihúsabijggingar. Tafla 6 gefur yfirlit yfir útihúsabyggingar árin 1963—1965. Veruleg aukning varð í byggingu útihúsa 1964, miðað við árið áður, eða 15.6%. Varð aukning í bygg- ingu allra tegunda útihúsa nema hlöðubygg- inga. Mest varð aukningin í byggingu áburð- argeymslna og uppsetningu súgþurrkunar- kerfa. Árið 1965 jukust útihúsabyggingar enn um 14.2% frá árinu áður. Mikil aukning varð í byggingu þurrheyshlaða, fjárhúsa og súgþurrk- unarkerfa. Aftur á móti varð samdráttur í byggingu fjósa, vélgeymslna, grænmetis- geymslna o. fl. Vélar og tæki. Fjármunamyndun í vélum og tækjum landbúnaðarins dróst nokkuð sam- an árið 1964 miðað við 1963, enda mjög mikil það ár. Nam samdrátturinn 10.9%. Eins og sjá má af töflu 7, dregur úr innflutningi hjóla- dráttarvéla, sláttuvéla, múgavéla, ámoksturs- tækja, heykvísla o. fl. Aftur á móti eykst inn- flutningur snúningsvéla, áburðardreifara, mjaltavéla, heyblásara o. fl. Mikil aukning varð á fjármunamyndun í bú- vélum árið 1965, miðað við árið áður, eða 33.4%. Eins og sjá má af töflu 7, eykst innflutn- ingur langflestra meiri háttar búvéla. Fiskveiðar. Fjármunamyndun í fiskveiðum árið 1964 nam 446.5 millj. kr. að frátöldu útflutnings- verðmæti þriggja togara og tveggja hvalveiði- báta, sem seldir voru úr landi á árinu. Aukn- ing fjármunamyndunar frá fyrra ári var 27.3%. Árið 1965 varð fjármunamyndun í fiskveið- um miklu minni en árið áður, minnkaði um 63.3% Togarar. Enginn togari var keyptur til lands- ins á árinu 1964, en þrír togarar voru seldir úr landi. Á árinu 1965 fækkaði enn í togaraflotanum um tvö :skip, sem seld voru úr landi. í árslok 1965 voru togararnir 38 að tölu, 26.708 rúm- lestir að stærð. Bátar. Bátakaup voru mjög mikil á árinu 1964. Inn voru fluttir 34 fiskibátar, 7.932 rúm- lestir að stærð, en innanlands voru smíðaðir 15 fiskibátar, 593 rúmlestir að stærð. Árið 1964 bættust bátaflotanum þannig 49 skip, samtals 8.525 rúmlestir að stærð. Hafa báta- kaup aldrei áður verið meiri á einu ári. Flestir innfluttu bátanna eru úr stáli, smíðaðir í Nor- egi. Árið 1965 voru keyptir til landsins 10 fiski- bátar og eitt hvalveiðiskip, samtals 3.156 rúm- lestir að stærð. Innanlands var aðeins lokið smíði 2ja báta, samtals 108 rúmlestir að stærð, en hafin var smíði þriggja stórra stálfiskibáta. Er hluti af byggingarkostnaði þeirra talinn til fjármunamyndunar á árinu 1965. Yfirlit yfir breytingar fiskiskipaflotans og stærð hans í árslok 1964 og 1965 er gefið í 8. töflu. Tölur um stærð bátaflotans í árslok eru samkvæmt skipaskrá, en innfluttir bátar eru stundum skráðir árið eftir að þeir koma til landsins. 14

x

Úr þjóðarbúskapnum

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úr þjóðarbúskapnum
https://timarit.is/publication/1134

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.