Úr þjóðarbúskapnum - 01.12.1966, Qupperneq 16

Úr þjóðarbúskapnum - 01.12.1966, Qupperneq 16
ÚR ÞJÓÐARBÚSKAPNUM 1965, varð mikil aukning á þessum fram- kvæmdum á árinu 1964 frá árinu áður. Varð aukning á öllum liðum ræktunarframkvæmd- anna nema túnasléttun. Nemur aukningin í heild 47.6%. Nýrækt túna jókst um 37.2%, og vélgrafnir skurðir jukust um 54.1%. Hafa þess- ar jarðabætur aldrei áður verið meiri. A árinu 1964 voru framlög ríkisins til jarðabóta hækk- uð mikið, og gilti sú hækkun um framkvæmd- ir þess árs, en framlög til jarðabóta koma til greiðslu ári síðar en framkvæmt er. Á árinu 1965 urðu ræktunarframkvæmdir 14.5% minni en árið áður. Nýrækt túna minnk- aði um 982 ha, og vélgrafnir skurðir urðu 1.304 þús. m3 minni. Nýbýlastjórn ríkisins samþykkti árið 1965 stofnun 13 nýbýla, 4 garðyrkjubýla, 7 iðnaðar- og smábýla og uppbyggingu 4 eyðijarða, eða stofnun 28 býla (31 árið 1964). Samþykkt voru 119 framlög til íbúðarhúsabygginga á öðrum býlum en nýbýlum. Útihúsabijggingar. Tafla 6 gefur yfirlit yfir útihúsabyggingar árin 1963—1965. Veruleg aukning varð í byggingu útihúsa 1964, miðað við árið áður, eða 15.6%. Varð aukning í bygg- ingu allra tegunda útihúsa nema hlöðubygg- inga. Mest varð aukningin í byggingu áburð- argeymslna og uppsetningu súgþurrkunar- kerfa. Árið 1965 jukust útihúsabyggingar enn um 14.2% frá árinu áður. Mikil aukning varð í byggingu þurrheyshlaða, fjárhúsa og súgþurrk- unarkerfa. Aftur á móti varð samdráttur í byggingu fjósa, vélgeymslna, grænmetis- geymslna o. fl. Vélar og tæki. Fjármunamyndun í vélum og tækjum landbúnaðarins dróst nokkuð sam- an árið 1964 miðað við 1963, enda mjög mikil það ár. Nam samdrátturinn 10.9%. Eins og sjá má af töflu 7, dregur úr innflutningi hjóla- dráttarvéla, sláttuvéla, múgavéla, ámoksturs- tækja, heykvísla o. fl. Aftur á móti eykst inn- flutningur snúningsvéla, áburðardreifara, mjaltavéla, heyblásara o. fl. Mikil aukning varð á fjármunamyndun í bú- vélum árið 1965, miðað við árið áður, eða 33.4%. Eins og sjá má af töflu 7, eykst innflutn- ingur langflestra meiri háttar búvéla. Fiskveiðar. Fjármunamyndun í fiskveiðum árið 1964 nam 446.5 millj. kr. að frátöldu útflutnings- verðmæti þriggja togara og tveggja hvalveiði- báta, sem seldir voru úr landi á árinu. Aukn- ing fjármunamyndunar frá fyrra ári var 27.3%. Árið 1965 varð fjármunamyndun í fiskveið- um miklu minni en árið áður, minnkaði um 63.3% Togarar. Enginn togari var keyptur til lands- ins á árinu 1964, en þrír togarar voru seldir úr landi. Á árinu 1965 fækkaði enn í togaraflotanum um tvö :skip, sem seld voru úr landi. í árslok 1965 voru togararnir 38 að tölu, 26.708 rúm- lestir að stærð. Bátar. Bátakaup voru mjög mikil á árinu 1964. Inn voru fluttir 34 fiskibátar, 7.932 rúm- lestir að stærð, en innanlands voru smíðaðir 15 fiskibátar, 593 rúmlestir að stærð. Árið 1964 bættust bátaflotanum þannig 49 skip, samtals 8.525 rúmlestir að stærð. Hafa báta- kaup aldrei áður verið meiri á einu ári. Flestir innfluttu bátanna eru úr stáli, smíðaðir í Nor- egi. Árið 1965 voru keyptir til landsins 10 fiski- bátar og eitt hvalveiðiskip, samtals 3.156 rúm- lestir að stærð. Innanlands var aðeins lokið smíði 2ja báta, samtals 108 rúmlestir að stærð, en hafin var smíði þriggja stórra stálfiskibáta. Er hluti af byggingarkostnaði þeirra talinn til fjármunamyndunar á árinu 1965. Yfirlit yfir breytingar fiskiskipaflotans og stærð hans í árslok 1964 og 1965 er gefið í 8. töflu. Tölur um stærð bátaflotans í árslok eru samkvæmt skipaskrá, en innfluttir bátar eru stundum skráðir árið eftir að þeir koma til landsins. 14
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Úr þjóðarbúskapnum

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úr þjóðarbúskapnum
https://timarit.is/publication/1134

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.