Úr þjóðarbúskapnum - 01.12.1966, Page 18

Úr þjóðarbúskapnum - 01.12.1966, Page 18
ÚH ÞJÓÐARBÚSKAPNUM Ýmsarvélar og tæki. Fjármunamyndun í ýmsum vélum og tækj- um 1964 var 17.7% minni en 1963, enda mjög mikil það ár. Árið 1965 nam fjármunamyndun í ýmsum vélum og tækjum 206.3 millj. kr., og var hún svipuð og árið 1963. Aukning frá árinu áður var 22.5%. Fjármunamyndun í vinnuvélum alls konar var á árunum 1963—1965 nær þreföld á við fjármunamyndun áranna 1960—1962. Má af þessu marka, hve notkun þessara tækja hef- ur aukizt þessi síðustu ár. Virkjanir og veitur. Á árinu 1964 var varið 327.5 millj. kr. til framkvæmda í virkjunum og veitum. Fram- kvæmdir voru 8.6% minni en árið áður, og kemur samdrátturinn allur fram í raforku, en hitaveitu- og vatnsveituframkvæmdir til sam- ans voru jafnmiklar bæði árin. Fjármunamyndun í virkjunum og veitum árið 1965 var 6.2% meiri en 1964. Framkvæmd- ir í raforku drógust lítið eitt saman, en nokk- ur aukning varð í hitaveitu- og vatnsveitu- framkvæmdum. Raforka. Framkvæmdir í raforku árið 1964 urðu 14.2% minni en árið áður. Framkvæmdir Sogsvirkjunarinnar voru ekki teljandi á árinu, en þær voru miklar árið 1963, og framkvæmd- ir á vegum ríkisins urðu talsvert minni en árið áður. Aftur á móti varð mjög mikil aukning á framkvæmdum Rafmagnsveitu Reykjavíkur, einkum vegna stækkunar varastöðvar við Ell- iðaár. Framkvæmdaupphæð Rafmagnsveitu Reykjavíkur nam 61.6 millj. kr., og er það svipuð upphæð og fór til ríkisframkvæmda í raforku, ef virkjunarrannsóknir eru ekki með- taldar, en kostnaður vegna þeirra nam 14.4 millj. kr. Samtals námu framkvæmdir í raf- orku 188.8 millj. kr. á árinu 1964. Árið 1965 var varið 208.0 millj. kr. til fram- kvæmda í raforku. Eru það aðeins minni fram- kvæmdir en árið áður eða 1.2% Framkvæmdir Rafmagnsveitna ríkisins og Héraðsrafmagns- veitna ríkisins samtals voru heldur meiri 1965 en 1964, en virkjunarrannsóknir voru hálfu minni síðara árið. Framkvæmdir Rafmagns- veitu Reykjavíkur voru mun minni vegna minni framkvæmda við varastöðina við Elliða- ár. Árið 1965 námu byrjunarframkvæmdir við Búrfellsvirkjun 47.0 millj. kr., þar af var unn- ið að vega- og brúagerð fyrir 21.5 millj. kr. Til rannsókna og undirbúnings við Búrfellsvirkj- un hafði verið varið 39.5 millj. kr. til ársloka 1964, og hefur þessi upphæð verið færð til fjármunamyndunar sem virkjunarrannsóknir þau ár, er rannsóknirnar hafa verið fram- kvæmdar. Uppsett afl í almenningsrafstöðvum jókst um 1.8% árið 1964 og 3.1% 1965. í árslok 1965 var uppsett afl í almenningsrafstöðvum 153.9 þús. kw. í árslok 1965 voru sveitabýli sem raf- magn fá frá Iléraðsrafmagnsveitum ríkisins orðin 2873, og hafði þeim fjölgað um 197 frá fyrra ári. 235 býli fá rafmagn frá öðrum raf- veitum, en 1116 býli eru með eigin rafstöðvar. Samtals hafa því 4.224 býli fengið rafmagn eða um 81% allra býla í landinu. Hitaveitur og jarðliitaboranir. Framkvæmd- ir í hitaveitum og jarðhitaborunum árið 1964 námu 98.5 millj. kr. Eru það lítið eitt minni framkvæmdir en árið áður eða 2.3%. Fram- kvæmdir Hitaveitu Reykjavíkur, sem námu 90.0 millj. kr., jukust þó nokkuð, en samdrátt- urinn á rætur sínar að rekja til þess, að aðal- verk Norðurlandsborsins á árinu 1964 var bor- un eftir köldu vatni í Vestmannaeyjum. Fjármunamyndun í hitaveitum og jarðhita- borunum árið 1965 varð 14.0% meiri en árið áður. Framkvæmdaupphæðin nam 128.8 millj. kr. Þar af voru framkvæmdir Hitaveitu Reykja- víkur 110.9 millj. kr. og borverk Norðurlands- borsins 5.7 millj. kr. Vatnsveitur. Nokkur aukning varð í fram- kvæmdum við vatnsveitur á árinu 1964, miðað við árið áður, eða 6.5%. Framkvæmdaupphæð- 16

x

Úr þjóðarbúskapnum

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úr þjóðarbúskapnum
https://timarit.is/publication/1134

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.