Úr þjóðarbúskapnum - 01.12.1966, Qupperneq 18

Úr þjóðarbúskapnum - 01.12.1966, Qupperneq 18
ÚH ÞJÓÐARBÚSKAPNUM Ýmsarvélar og tæki. Fjármunamyndun í ýmsum vélum og tækj- um 1964 var 17.7% minni en 1963, enda mjög mikil það ár. Árið 1965 nam fjármunamyndun í ýmsum vélum og tækjum 206.3 millj. kr., og var hún svipuð og árið 1963. Aukning frá árinu áður var 22.5%. Fjármunamyndun í vinnuvélum alls konar var á árunum 1963—1965 nær þreföld á við fjármunamyndun áranna 1960—1962. Má af þessu marka, hve notkun þessara tækja hef- ur aukizt þessi síðustu ár. Virkjanir og veitur. Á árinu 1964 var varið 327.5 millj. kr. til framkvæmda í virkjunum og veitum. Fram- kvæmdir voru 8.6% minni en árið áður, og kemur samdrátturinn allur fram í raforku, en hitaveitu- og vatnsveituframkvæmdir til sam- ans voru jafnmiklar bæði árin. Fjármunamyndun í virkjunum og veitum árið 1965 var 6.2% meiri en 1964. Framkvæmd- ir í raforku drógust lítið eitt saman, en nokk- ur aukning varð í hitaveitu- og vatnsveitu- framkvæmdum. Raforka. Framkvæmdir í raforku árið 1964 urðu 14.2% minni en árið áður. Framkvæmdir Sogsvirkjunarinnar voru ekki teljandi á árinu, en þær voru miklar árið 1963, og framkvæmd- ir á vegum ríkisins urðu talsvert minni en árið áður. Aftur á móti varð mjög mikil aukning á framkvæmdum Rafmagnsveitu Reykjavíkur, einkum vegna stækkunar varastöðvar við Ell- iðaár. Framkvæmdaupphæð Rafmagnsveitu Reykjavíkur nam 61.6 millj. kr., og er það svipuð upphæð og fór til ríkisframkvæmda í raforku, ef virkjunarrannsóknir eru ekki með- taldar, en kostnaður vegna þeirra nam 14.4 millj. kr. Samtals námu framkvæmdir í raf- orku 188.8 millj. kr. á árinu 1964. Árið 1965 var varið 208.0 millj. kr. til fram- kvæmda í raforku. Eru það aðeins minni fram- kvæmdir en árið áður eða 1.2% Framkvæmdir Rafmagnsveitna ríkisins og Héraðsrafmagns- veitna ríkisins samtals voru heldur meiri 1965 en 1964, en virkjunarrannsóknir voru hálfu minni síðara árið. Framkvæmdir Rafmagns- veitu Reykjavíkur voru mun minni vegna minni framkvæmda við varastöðina við Elliða- ár. Árið 1965 námu byrjunarframkvæmdir við Búrfellsvirkjun 47.0 millj. kr., þar af var unn- ið að vega- og brúagerð fyrir 21.5 millj. kr. Til rannsókna og undirbúnings við Búrfellsvirkj- un hafði verið varið 39.5 millj. kr. til ársloka 1964, og hefur þessi upphæð verið færð til fjármunamyndunar sem virkjunarrannsóknir þau ár, er rannsóknirnar hafa verið fram- kvæmdar. Uppsett afl í almenningsrafstöðvum jókst um 1.8% árið 1964 og 3.1% 1965. í árslok 1965 var uppsett afl í almenningsrafstöðvum 153.9 þús. kw. í árslok 1965 voru sveitabýli sem raf- magn fá frá Iléraðsrafmagnsveitum ríkisins orðin 2873, og hafði þeim fjölgað um 197 frá fyrra ári. 235 býli fá rafmagn frá öðrum raf- veitum, en 1116 býli eru með eigin rafstöðvar. Samtals hafa því 4.224 býli fengið rafmagn eða um 81% allra býla í landinu. Hitaveitur og jarðliitaboranir. Framkvæmd- ir í hitaveitum og jarðhitaborunum árið 1964 námu 98.5 millj. kr. Eru það lítið eitt minni framkvæmdir en árið áður eða 2.3%. Fram- kvæmdir Hitaveitu Reykjavíkur, sem námu 90.0 millj. kr., jukust þó nokkuð, en samdrátt- urinn á rætur sínar að rekja til þess, að aðal- verk Norðurlandsborsins á árinu 1964 var bor- un eftir köldu vatni í Vestmannaeyjum. Fjármunamyndun í hitaveitum og jarðhita- borunum árið 1965 varð 14.0% meiri en árið áður. Framkvæmdaupphæðin nam 128.8 millj. kr. Þar af voru framkvæmdir Hitaveitu Reykja- víkur 110.9 millj. kr. og borverk Norðurlands- borsins 5.7 millj. kr. Vatnsveitur. Nokkur aukning varð í fram- kvæmdum við vatnsveitur á árinu 1964, miðað við árið áður, eða 6.5%. Framkvæmdaupphæð- 16
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Úr þjóðarbúskapnum

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úr þjóðarbúskapnum
https://timarit.is/publication/1134

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.