Úr þjóðarbúskapnum - 01.12.1966, Page 33

Úr þjóðarbúskapnum - 01.12.1966, Page 33
IÐNÞRÓUN Á ÍSLANDI an mikla olli verðfalli á útflutningsafurðum íslendinga síðari hluta árs 1930 og enn meira verðfalli árið eftir. Kreppan hafði hér á landi áhrif í heilan áratug. Framkvæmdir lömuðust smám saman og atvinnuleysi varð tilfinnan- legt. Verðfallið erlendis dró fyrst og fremst mátt úr útflutningsatvinnuvegunum, sjávarút- vegi og landbúnaði og þeim iðnaði, sem starf- aði fyrir útflutning. En kreppan hafði óbein áhrif á iðnaðinn, sem starfaði fyrir innanlands- markað, því eftirspurnin minnkaði. Á móti því kom, að atvinnuskorturinn olli því, að margir fóru að leggja stund á smáiðnað. Inn- flutningshömlur og tollar fjórða áratugsins stuðluðu að vexti smáiðnaðarins. Þennan áratug jókst atvinna í iðnaði sára- lítið, þegar á heildina er litið. Hlutur hans í atvinnuframfærslu þjóðarinnar hækkaði úr 18,9% í 21,3%. Mest af aukningunni var í hrein- um handiðnaði, svo þjóðin stóð árið 1939 litlu framar í iðnþróuninni en hún hafði staðið áratug áður. „Iðnbyltingin' var rétt að ganga í garð á íslandi í stríðsbyrjun 1939, en þá var iðnbyltingin orðin rúmlega hálfrar annarrar aldar gömul í Bretlandi, rúmlega aldargömul í Frakklandi og Belgíu og um sjötíu ára gömul í Þýzkalandi. 2. Iðnþróunin 1940—1945. Styrjöldin og hernámið höfðu djúptæk áhrif á iðnaðinn eins og aðra þætti þjóðlífsins. Slysa- tryggðum vinnuárum verkafólks fjölgaði úr 4648 árið 1941 í 6375 árið 1945, eða um 37% Ileimild þessa kafla er aðallega nr. 2 í heimildaskrá. 31

x

Úr þjóðarbúskapnum

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úr þjóðarbúskapnum
https://timarit.is/publication/1134

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.