Úr þjóðarbúskapnum - 01.12.1966, Síða 34

Úr þjóðarbúskapnum - 01.12.1966, Síða 34
ÚR ÞJÓÐARBÚSKAPNUM á fjórum árum. Bratti línuritsins á mynd 1 þessi árin gefur til kynna breytinguna frá því, sem áður var. Styrjöldin varð til þess að draga verulega úr innflutningi erlendra iðnaðarvara og auka um leið eftirspurnina eftir innlendum iðnaðar- vörum í hinna stað. Ný iðnfyrirtæki spruttu upp, einkum í neyzluvöruiðnaði, því þar var þörfin mest, þegar lokaðist fyrir erlenda inn- flutninginn. Hins vegar hafði styrjöldin þveröfug áhrif á fiskiðnaðinn. Erlendir saltfisksmarkaðir lok- uðust alveg og á sama tíma jókst eftirspurn í Bretlandi eftir óunnum ísfiski svo gífurlega, að á augabragði varð ísfiskur helzta útflutn- ingsvara landsins. Oll fiskvinnsla átti erfitt uppdráttar nema helzt frystiiðnaðurinn, sem átti góðan markað í Bretlandi og Bandaríkj- unum. Ágizkun um vinnuaflsþróunina í fisk- iðnaði á þessum tíma sést á línuriti á mynd 1. Erfiðasta vandamál iðnaðarins á þessum ár- um var skortur á hráefni og tækjum, sem fylgdi í kjölfar samgönguerfiðleikanna á Atlantshafi á stríðstímanum og lítils framboðs á tækjum til friðsamlegra nota hjá hinum stríðandi þjóð- um. „Bretavinnan“ svonefnda virðist hins veg- ar ekki hafa komið neitt við iðnaðinn. Þótt nokkur hluti iðnaðarins hefði í stríðsbyrjun verið hálfgerð atvinnubótavinna, dró ekki úr iðnaði, heldur þvert á móti, eins og mynd 1 sýnir. Vinnuaflið, sem Bretavinnan sogaði til sín, — 3600 manns þegar mest var — virðist að mestu hafa komið úr landbúnaði og að nokkru úr hópi atvinnulausra í bæjum. Raun- ar var mikið dulið atvinnuleysi í landbúnaði á árunum fyrir stríð. Það fólst í því, að miklu fleiri unnu við landbúnaðarstörf en verkefni voru fyrir, og umframfólkið átti þess lítinn kost að fá sér vinnu í bæjum, þótt það hefði fegið viljað. Bretavinnan fékk sitt vinnuafl fyrst og fremst af þessu umframfólki landbún- aðarins og átti þannig drjúgan þátt í að eyða hinu dulda atvinnuleysi þar. Bretavinnan kom þannig ekki niður á iðnaði. Vinnuaflsskort- inn í iðnaði á þessum árum má telja aðallega til kominn vegna geysilegrar eigin þenslu hans. Gera má ráð fyrir, að árið 1939 hafi nærri helmingur vinnuafls í iðnaði verið í fiskiðnaði — sjá mynd 1 — og drjúgur hluti afgangsins hafi verið við vinnslu landbúnaðarafurða. Við lok stríðsins 1945 var ástandið orðið gerbreytt. Þá hefur fiskiðnaðurinn ekki nema um fjórð- ung af vinnuafli iðnaðarins. Vöxturinn í öðr- um greinum iðnaðar hefur því verið gífurlegur á þessum fáu árum. Um þetta eru ekki til neinar tölur, en það kemur í ljós, ef borin er saman annars vegar stóraukning vinnuafls í iðnaði í heild og hins vegar hin sérstæða sam- dráttarþróun vinnuafls í fiskiðnaði. íslendingar voru rík þjóð í stríðslok. í nóv- ember 1944 náðu inneignir erlendis hámarki, 586 milljónum króna. Strax í stríðslok voru gerðar ráðstafanir til að verja sem mestu af þessu fé til uppbyggingar atvinnuveganna, einkum sjávarútvegs og fiskiðnaðar. Slíkrar uppbyggingar var raunar brýn þörf. Hin hag- stæða viðskiptaaðstaða landsins sem matvæla- framleiðanda fyrir önnum kafnar styrjaldar- þjóðir hvarf allt í einu, og sömuleiðis hurfu tekjurnar af erlenda setuliðinu. Á sama tíma hafði þjóðin vanið sig á mikla neyzlu sem nýrík þjóð. Hins vegar var í stríðslokin ekki til nein traust efnahagsleg undirstaða slíkrar neyzlu, þegar stríðsgróðans naut ekki lengur við. At- vinnuvegirnir voru enn frumstæðir og iðnað- urinn var kominn skammt á veg. 3. Fjármagnsþróunin 1945—1964. 1945-1948. Fjárfesting í iðnaði var gifurleg árið 1946, um helmingi meiri en hún hafði verið árið áður. Naut iðnaðurinn góðs af hinum miklu gjaldeyrissjóðum, sem höfðu hlaðizt upp á stríðsárunum. Nam vélvæðing iðnaðarins árið 1946 rúmlega 38 milljónum króna á verðlagi þess árs og komu 70% af henni í hlut fiskiðn- 32

x

Úr þjóðarbúskapnum

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úr þjóðarbúskapnum
https://timarit.is/publication/1134

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.