Úr þjóðarbúskapnum - 01.12.1966, Qupperneq 34

Úr þjóðarbúskapnum - 01.12.1966, Qupperneq 34
ÚR ÞJÓÐARBÚSKAPNUM á fjórum árum. Bratti línuritsins á mynd 1 þessi árin gefur til kynna breytinguna frá því, sem áður var. Styrjöldin varð til þess að draga verulega úr innflutningi erlendra iðnaðarvara og auka um leið eftirspurnina eftir innlendum iðnaðar- vörum í hinna stað. Ný iðnfyrirtæki spruttu upp, einkum í neyzluvöruiðnaði, því þar var þörfin mest, þegar lokaðist fyrir erlenda inn- flutninginn. Hins vegar hafði styrjöldin þveröfug áhrif á fiskiðnaðinn. Erlendir saltfisksmarkaðir lok- uðust alveg og á sama tíma jókst eftirspurn í Bretlandi eftir óunnum ísfiski svo gífurlega, að á augabragði varð ísfiskur helzta útflutn- ingsvara landsins. Oll fiskvinnsla átti erfitt uppdráttar nema helzt frystiiðnaðurinn, sem átti góðan markað í Bretlandi og Bandaríkj- unum. Ágizkun um vinnuaflsþróunina í fisk- iðnaði á þessum tíma sést á línuriti á mynd 1. Erfiðasta vandamál iðnaðarins á þessum ár- um var skortur á hráefni og tækjum, sem fylgdi í kjölfar samgönguerfiðleikanna á Atlantshafi á stríðstímanum og lítils framboðs á tækjum til friðsamlegra nota hjá hinum stríðandi þjóð- um. „Bretavinnan“ svonefnda virðist hins veg- ar ekki hafa komið neitt við iðnaðinn. Þótt nokkur hluti iðnaðarins hefði í stríðsbyrjun verið hálfgerð atvinnubótavinna, dró ekki úr iðnaði, heldur þvert á móti, eins og mynd 1 sýnir. Vinnuaflið, sem Bretavinnan sogaði til sín, — 3600 manns þegar mest var — virðist að mestu hafa komið úr landbúnaði og að nokkru úr hópi atvinnulausra í bæjum. Raun- ar var mikið dulið atvinnuleysi í landbúnaði á árunum fyrir stríð. Það fólst í því, að miklu fleiri unnu við landbúnaðarstörf en verkefni voru fyrir, og umframfólkið átti þess lítinn kost að fá sér vinnu í bæjum, þótt það hefði fegið viljað. Bretavinnan fékk sitt vinnuafl fyrst og fremst af þessu umframfólki landbún- aðarins og átti þannig drjúgan þátt í að eyða hinu dulda atvinnuleysi þar. Bretavinnan kom þannig ekki niður á iðnaði. Vinnuaflsskort- inn í iðnaði á þessum árum má telja aðallega til kominn vegna geysilegrar eigin þenslu hans. Gera má ráð fyrir, að árið 1939 hafi nærri helmingur vinnuafls í iðnaði verið í fiskiðnaði — sjá mynd 1 — og drjúgur hluti afgangsins hafi verið við vinnslu landbúnaðarafurða. Við lok stríðsins 1945 var ástandið orðið gerbreytt. Þá hefur fiskiðnaðurinn ekki nema um fjórð- ung af vinnuafli iðnaðarins. Vöxturinn í öðr- um greinum iðnaðar hefur því verið gífurlegur á þessum fáu árum. Um þetta eru ekki til neinar tölur, en það kemur í ljós, ef borin er saman annars vegar stóraukning vinnuafls í iðnaði í heild og hins vegar hin sérstæða sam- dráttarþróun vinnuafls í fiskiðnaði. íslendingar voru rík þjóð í stríðslok. í nóv- ember 1944 náðu inneignir erlendis hámarki, 586 milljónum króna. Strax í stríðslok voru gerðar ráðstafanir til að verja sem mestu af þessu fé til uppbyggingar atvinnuveganna, einkum sjávarútvegs og fiskiðnaðar. Slíkrar uppbyggingar var raunar brýn þörf. Hin hag- stæða viðskiptaaðstaða landsins sem matvæla- framleiðanda fyrir önnum kafnar styrjaldar- þjóðir hvarf allt í einu, og sömuleiðis hurfu tekjurnar af erlenda setuliðinu. Á sama tíma hafði þjóðin vanið sig á mikla neyzlu sem nýrík þjóð. Hins vegar var í stríðslokin ekki til nein traust efnahagsleg undirstaða slíkrar neyzlu, þegar stríðsgróðans naut ekki lengur við. At- vinnuvegirnir voru enn frumstæðir og iðnað- urinn var kominn skammt á veg. 3. Fjármagnsþróunin 1945—1964. 1945-1948. Fjárfesting í iðnaði var gifurleg árið 1946, um helmingi meiri en hún hafði verið árið áður. Naut iðnaðurinn góðs af hinum miklu gjaldeyrissjóðum, sem höfðu hlaðizt upp á stríðsárunum. Nam vélvæðing iðnaðarins árið 1946 rúmlega 38 milljónum króna á verðlagi þess árs og komu 70% af henni í hlut fiskiðn- 32
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Úr þjóðarbúskapnum

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úr þjóðarbúskapnum
https://timarit.is/publication/1134

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.