Úr þjóðarbúskapnum - 01.12.1966, Page 35

Úr þjóðarbúskapnum - 01.12.1966, Page 35
IÐNÞRÓUN Á ÍSLANDI aðarins. Þessi mikla fjárfesting var liður í því ofurkappi, sem lagt var á að gera undirbygg- ingu efnahagslífsins nógu trausta fyrir yfir- byggingu neyzlunnar. Árum saman þar á eftir varð fjárfesting í iðnaði ekki eins mikil á ári og hún varð árið 1946, ef miðað er við fast verðlag. Það var ekki fyrr en 1958 og síðan aftur 1962, að hún varð álíka mikil og metárið 1946. Gjaldeyris- innistæður þjóðarinnar voru upp urnar í marz 1947, og það ár féll fjárfesting í vélum til iðn- aðarins niður í 27 milljónir króna á verðlagi þess árs. Fjárfesting iðnaðarins fór hækkandi fram til ársins 1948, að slepptu árinu 1946, sem er alger undantekning. Nam magn hennar árið 1948 81,5% af magninu árið 1960. Þjóðartekjurnar tóku að snúast í lækkunar- átt með árinu 1948, og virðist áhrifa þess á fjárfestingu atvinnuvega hafa gætt í mun rík- ara mæli hlutfallslega, svo sem vænta mátti. 1949- 1952. Fjárfesting í iðnaði dróst mjög saman frá 1948 til 1950 og var sérstaklega í öldudal árin 1950— 1952. En þau ár nam fjárfestingin litlu meiru en metnar afskriftir iðnaðarfjármuna, eins og kemur í ljós af því, að verðmæti þeirra óx svo til ekkert frá 1949 til 1952. Þetta var tímabil stöðnunar á milli stríðstímans og fyrstu eftirstríðsáranna annars vegar og hins vegar tímabilsins, sem hófst árið 1953, þegar virkjað var í Sogi og Laxá og Áburðarverksmiðjan var reist. Nákvæmlega helmingur iðnaðarfjárfest- ingar á tímabilinu 1949—1952 varð í fiskiðnaði. 1953-1958. Árabilið 1953—1958 lifnaði aftur yfir fjár- festingu í iðnaði. Árið 1953 skar sig töluvert úr, eins og sést á fjárfestingarlínuritinu, en það ár fór vísitalan upp í 110 stig. Það var einkum bygging Áburðarverksmiðjunnar, sem hafði þessi áhrif, en vélakaup til hennar voru 33

x

Úr þjóðarbúskapnum

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úr þjóðarbúskapnum
https://timarit.is/publication/1134

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.