Úr þjóðarbúskapnum - 01.12.1966, Page 36

Úr þjóðarbúskapnum - 01.12.1966, Page 36
ÚR ÞJÓÐARBÚSKAPNUM meira en helmingur af allri vélvæðingu iðn- aðar á árinu. Raforkuverin í Laxá (síðari virkj- un) og við írafoss í Sogi tóku til starfa á þessu ári, og var þar með öllum rafmagnsskorti iðn- aðar bægt frá í bili. Fjármagn í iðnaði jókst úr 1970 milljónum króna árið 1952 í 2500 milljónir króna árið 1958, hvort tveggja á verðlagi ársins 1960. Var þetta um 27% aukning á sex árum. Ef fjárfest- ing í Aburðarverksmiðjunni og Sementsverk- smiðjunni er talin frá, var fjárfesting í fiskiðn- aði rúmlega helmingur af fjárfestingu í iðn- aði. Sementsverksmiðjan á Akranesi var eink- um reist árin 1957—1958, síðustu ár og há- marksár þessa tímabils. 1959-1961. Töluverður afturkippur varð í iðnaðarfjár- festingu árin 1959—1961, en þó ekki svo mikill, að fjárfestingin svaraði ekki afskriftum, því á þessu tímabili jókst fjármagn í iðnaði úr 2500 milljónum í 2667 milljónir króna, hvort tveggja á verðlagi ársins 1960, og er það um 1% aukning á þremur árum. Magnvísitala fjár- festingar í iðnaði á þessu tímabili var um og undir 100 (m. v. 1960), en hafði árið 1958 verið 141 stig. 1962-1964. Næstu þrjú árin voru mestu vaxtarár fjár- festingar í sögu iðnaðar á íslandi. Á aðeins þremur árum, 1962—1964, jókst fjármagn í iðnaði úr 2667 milljónum í 3206 milljónir króna, hvort tveggja á verðlagi ársins 1960, og var það um 20% aukning á aðeins þremur ár- um. Var þetta tímabil því enn meira vaxtar- tímabil fjármagns í iðnaði en tímabilið 1953— 1958. 4. Vinnuaflsþróunin 1946—1962. í stórum dráttum varð stórstíg aukning at- vinnu í iðnaði alveg frá stríðsbyrjun til síð- ustu ára. Aukningin var að vísu ekki eins mik- il eftir stríðslok og hún var á stríðsárunum, en eigi að síður nam hún að meðaltali nálægt 500 vinnuárum á ári. Á þessu útþenslutímabili iðnaðar hafa orð- ið þrjú skammvinn samdráttartímabil. Það voru árin 1951—1952, 1955 og 1961. Öll önnur ár jókst atvinna í iðnaði. Á öllu 21 árs tíma- bilinu 1941—1962 gerði atvinnan betur en að þrefaldast og á 15 ára tímabilinu 1947—1962 tvöfaldaðist hún. Raunar voru samdráttarárin 1952, 1955 og 1961 mikil verkfallsár og skýrir það samdráttinn að miklu leyti, síðari tvö árin sennilega að öllu leyti. 1946-1950. í 2. kafla hér að framan er rætt um vinnu- aflsþróunina á stríðsárunum. Næstu tvö ár á eftir, 1946 og 1947, varð atvinnuaukningin jafnvel enn hraðari en á stríðsárunum, eða um 25% á þessum tveimur árum. Næstu tvö ár, 1948 og 1949, var þróunin töluvert hægari, og stafaði það eingöngu af stöðnun í atvinnu við fiskiðnað. Atvinna í fiskiðnaði minnkaði úr 1948 í 1907 vinnuár frá árinu 1947 til árs- ins 1949. Þessi óáran í fiskiðnaði stafaði af versnandi aflabrögðum og versnandi viðskipta- kjörum við útlönd. Þetta leiddi allt til verri lífskjara, minni kaupgetu og minni eftirspurn- ar eftir iðnaðarvörum, og var aðdragandi næsta tímabils. 1951-1952. Tímabilið 1951—1952 var samdráttur í at- vinnu í nærri öllum iðngreinum nema fiskiðn- aði (og þá náttúrlega matvælaiðnaði í heild). Desemberverkfallið mikla 1952 átti nokkurn þátt í samdrætti þess árs. Samdrátturinn 1951— 1952 var mest áberandi í fatagerð, 30%, en rúmlega 20% var hann bæði í vefjariðnaði og trésmíði. Samdrátturinn í trésmíði náði raun- ar yfir árabilið 1950—1952 og sama er að segja um samdráttinn í málmsmíði. Samdrátturinn í atvinnu við iðnað fellur saman við samdráttinn í fjárfestingu árin 34

x

Úr þjóðarbúskapnum

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úr þjóðarbúskapnum
https://timarit.is/publication/1134

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.