Úr þjóðarbúskapnum - 01.12.1966, Qupperneq 36

Úr þjóðarbúskapnum - 01.12.1966, Qupperneq 36
ÚR ÞJÓÐARBÚSKAPNUM meira en helmingur af allri vélvæðingu iðn- aðar á árinu. Raforkuverin í Laxá (síðari virkj- un) og við írafoss í Sogi tóku til starfa á þessu ári, og var þar með öllum rafmagnsskorti iðn- aðar bægt frá í bili. Fjármagn í iðnaði jókst úr 1970 milljónum króna árið 1952 í 2500 milljónir króna árið 1958, hvort tveggja á verðlagi ársins 1960. Var þetta um 27% aukning á sex árum. Ef fjárfest- ing í Aburðarverksmiðjunni og Sementsverk- smiðjunni er talin frá, var fjárfesting í fiskiðn- aði rúmlega helmingur af fjárfestingu í iðn- aði. Sementsverksmiðjan á Akranesi var eink- um reist árin 1957—1958, síðustu ár og há- marksár þessa tímabils. 1959-1961. Töluverður afturkippur varð í iðnaðarfjár- festingu árin 1959—1961, en þó ekki svo mikill, að fjárfestingin svaraði ekki afskriftum, því á þessu tímabili jókst fjármagn í iðnaði úr 2500 milljónum í 2667 milljónir króna, hvort tveggja á verðlagi ársins 1960, og er það um 1% aukning á þremur árum. Magnvísitala fjár- festingar í iðnaði á þessu tímabili var um og undir 100 (m. v. 1960), en hafði árið 1958 verið 141 stig. 1962-1964. Næstu þrjú árin voru mestu vaxtarár fjár- festingar í sögu iðnaðar á íslandi. Á aðeins þremur árum, 1962—1964, jókst fjármagn í iðnaði úr 2667 milljónum í 3206 milljónir króna, hvort tveggja á verðlagi ársins 1960, og var það um 20% aukning á aðeins þremur ár- um. Var þetta tímabil því enn meira vaxtar- tímabil fjármagns í iðnaði en tímabilið 1953— 1958. 4. Vinnuaflsþróunin 1946—1962. í stórum dráttum varð stórstíg aukning at- vinnu í iðnaði alveg frá stríðsbyrjun til síð- ustu ára. Aukningin var að vísu ekki eins mik- il eftir stríðslok og hún var á stríðsárunum, en eigi að síður nam hún að meðaltali nálægt 500 vinnuárum á ári. Á þessu útþenslutímabili iðnaðar hafa orð- ið þrjú skammvinn samdráttartímabil. Það voru árin 1951—1952, 1955 og 1961. Öll önnur ár jókst atvinna í iðnaði. Á öllu 21 árs tíma- bilinu 1941—1962 gerði atvinnan betur en að þrefaldast og á 15 ára tímabilinu 1947—1962 tvöfaldaðist hún. Raunar voru samdráttarárin 1952, 1955 og 1961 mikil verkfallsár og skýrir það samdráttinn að miklu leyti, síðari tvö árin sennilega að öllu leyti. 1946-1950. í 2. kafla hér að framan er rætt um vinnu- aflsþróunina á stríðsárunum. Næstu tvö ár á eftir, 1946 og 1947, varð atvinnuaukningin jafnvel enn hraðari en á stríðsárunum, eða um 25% á þessum tveimur árum. Næstu tvö ár, 1948 og 1949, var þróunin töluvert hægari, og stafaði það eingöngu af stöðnun í atvinnu við fiskiðnað. Atvinna í fiskiðnaði minnkaði úr 1948 í 1907 vinnuár frá árinu 1947 til árs- ins 1949. Þessi óáran í fiskiðnaði stafaði af versnandi aflabrögðum og versnandi viðskipta- kjörum við útlönd. Þetta leiddi allt til verri lífskjara, minni kaupgetu og minni eftirspurn- ar eftir iðnaðarvörum, og var aðdragandi næsta tímabils. 1951-1952. Tímabilið 1951—1952 var samdráttur í at- vinnu í nærri öllum iðngreinum nema fiskiðn- aði (og þá náttúrlega matvælaiðnaði í heild). Desemberverkfallið mikla 1952 átti nokkurn þátt í samdrætti þess árs. Samdrátturinn 1951— 1952 var mest áberandi í fatagerð, 30%, en rúmlega 20% var hann bæði í vefjariðnaði og trésmíði. Samdrátturinn í trésmíði náði raun- ar yfir árabilið 1950—1952 og sama er að segja um samdráttinn í málmsmíði. Samdrátturinn í atvinnu við iðnað fellur saman við samdráttinn í fjárfestingu árin 34
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Úr þjóðarbúskapnum

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úr þjóðarbúskapnum
https://timarit.is/publication/1134

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.