Úr þjóðarbúskapnum - 01.12.1966, Síða 43
IÐNÞRÓUN Á ÍSLANDI
komin upp í 1000 dollara og framleiðni Suður-
Ameríku komin upp í 1800 dollara. Vestur-
Evrópa var komin upp í 3400 dollara, EBE-
ríkin upp í 3500 dollara og EFTA-ríkin upp í
3600 dollara. Iðnaðarlöndin í heild voru kom-
in upp í 5100 dollara og Bandaríkin og Kan-
ada upp í 9800 dollara, — ennþá fjórum
sinnum meiri framleiðni en ísland.
Árið 1960 var steinefnaiðnaður með mesta
framleiðni íslenzkra iðngreina, eða 4700 doll-
ara, og gerði það tilkoma Sementsverksmiðj-
unnar. Efnaiðnaður fylgdi fast á eftir með
4500 dollara framleiðni, og gerði það hvort
tveggja, tilkoma Áburðarverksmiðjunnar og
betri rekstur síldarverksmiðjanna.
Töluvert á eftir komu matvælaiðnaður og
vefjariðnaður með 2600 dollara, pappírsiðnað-
ur með 2500 dollara, trésmíði með 2100 dollara
og prentun með 2000 dollara. Lestina ráku
fataiðnaður og málmiðnaður með 1900 doll-
ara.
Hvað léttaiðnað snerti var ísland ekki sem
verst sett í samanburði við aðrar þjóðir. 2500
dollara framleiðnina hér má bera saman við
2500 dollara framleiðni í léttaiðnaði heimsins
yfirleitt og 2600 dollara framleiðni í Evrópu.
Framleiðnin í iðnaðarlöndunum almennt var
samt töluvert hærri eða 4100 dollarar, og í
Bandaríkjunum og Kanada var hún 8000 doll-
arar, — meiri en í íslenzkri stóriðju.
í þungaiðnaði horfðu málin allt öðru vísi
við. Þar var ísland algerlega komið aftur úr
iðnaðarþjóðunum, og Suður-Ameríka með 2300
dollara var farin að nálgast ísland, sem var
með 2500 dollara framleiðni. Iðnaðarlöndin
almennt voru þá með 6000 dollara framleiðni
í þungaiðnaði og Norður-Ameríka með 11200
dollara framleiðni.
Af sérstökum iðngreinum á íslandi var stein-
efnaiðnaðurinn helzt sambærilegur við hlið-
stæðan erlendan iðnað. Þar var framleiðnin
4700 dollarar á móti 5000 dollurum í iðnar-
löndunum almennt og 3700—3900 dollurum í
iðnaðarlöndum Evrópu. Ekki jafnaðist fram-
leiðnin þó á við Norður-Ameríku, þar sem hún
var 10600 dollarar í þessari grein.
í vefjariðnaði mátti einnig heita, að fram-
leiðni hér væri svipuð og í iðnaðarlöndunum,
2600 dollarar á móti 2300 dollurum í Evrópu
og 2800 dollurum í iðnaðarlöndunum almennt.
í öðrum iðngreinum var íslenzk framleiðni
árið 1960 verulega miklu minni en gerðist
annars staðar í heiminum. í matvælaiðnaði var
framleiðni hér 2600 dollarar á móti 5300 doll-
urum í iðnaðarlöndum almennt og 10700 doll-
urum í Norður-Ameríku. í fataiðnaði var hún
hér 1900 dollarar á móti 2700 dollurum í iðn-
aðarlöndunum og 5300 dollurum í Norður-
Ameríku. í trésmíði var hún hér 2100 doll-
arar á móti 3200 dollurum í iðnaðarlöndun-
um og 6200 dollurum í Norður-Ameríku. í
efnaiðnaði var framleiðni hér 4500 dollarar
en var 10000 dollarar í iðnaðarlöndunum og
hvorki meira né minna en 18900 dollarar í
Norður-Ameríku. í málmiðnaði voru íslend-
ingar loks með óhagstæðasta samanburðinn,
svipaða framleiðni og Suður-Ameríka, eða 1900
dollara á móti 1700 dollurum, meðan iðnaðar-
löndin voru með 5200 dollara og Norður-
Ameríka með 9900 dollara framleiðni.
Framleiðni í íslenzkum iðnaði var árið 1960
farin að nálgast það, sem hún var í iðnaðar-
löndum heim árið 1938 (2900 dollarar þar).
í vefjariðnaði var hún hér 1960 hin sama og
í iðnaðarlöndunum 1958. í fataiðnaði var hún
,hér næstum hin sama og í iðnaðarlöndunum
1938 (2000 dollarar þar). í trésmíði og efnaiðn-
aði var hún hér 1960 svipuð og hún var árið
1948 í iðnaðarlöndunum. í steinefnaiðnaði
stóð framleiðnin á íslandi 1960 jafnfætis fram-
leiðni iðnaðarlandanna. Framleiðni málm-
smíða og matvælaiðnaðar var árið 1960 fyrir
neðan elztu tölur hjá iðnaðarþjóðunum.
Ástæðnanna fyrir hinum miklu þjóðartekj-
um á mann á íslandi er sem sagt ekki að leita
í iðnaði. Varla mun þeirra heldur vera að leita
í landbúnaði. Líklega er tiltölulega mikil fram-
leiðni hér í þjónustustörfum, en fyrst og fremst
41