Úr þjóðarbúskapnum - 01.12.1966, Qupperneq 43

Úr þjóðarbúskapnum - 01.12.1966, Qupperneq 43
IÐNÞRÓUN Á ÍSLANDI komin upp í 1000 dollara og framleiðni Suður- Ameríku komin upp í 1800 dollara. Vestur- Evrópa var komin upp í 3400 dollara, EBE- ríkin upp í 3500 dollara og EFTA-ríkin upp í 3600 dollara. Iðnaðarlöndin í heild voru kom- in upp í 5100 dollara og Bandaríkin og Kan- ada upp í 9800 dollara, — ennþá fjórum sinnum meiri framleiðni en ísland. Árið 1960 var steinefnaiðnaður með mesta framleiðni íslenzkra iðngreina, eða 4700 doll- ara, og gerði það tilkoma Sementsverksmiðj- unnar. Efnaiðnaður fylgdi fast á eftir með 4500 dollara framleiðni, og gerði það hvort tveggja, tilkoma Áburðarverksmiðjunnar og betri rekstur síldarverksmiðjanna. Töluvert á eftir komu matvælaiðnaður og vefjariðnaður með 2600 dollara, pappírsiðnað- ur með 2500 dollara, trésmíði með 2100 dollara og prentun með 2000 dollara. Lestina ráku fataiðnaður og málmiðnaður með 1900 doll- ara. Hvað léttaiðnað snerti var ísland ekki sem verst sett í samanburði við aðrar þjóðir. 2500 dollara framleiðnina hér má bera saman við 2500 dollara framleiðni í léttaiðnaði heimsins yfirleitt og 2600 dollara framleiðni í Evrópu. Framleiðnin í iðnaðarlöndunum almennt var samt töluvert hærri eða 4100 dollarar, og í Bandaríkjunum og Kanada var hún 8000 doll- arar, — meiri en í íslenzkri stóriðju. í þungaiðnaði horfðu málin allt öðru vísi við. Þar var ísland algerlega komið aftur úr iðnaðarþjóðunum, og Suður-Ameríka með 2300 dollara var farin að nálgast ísland, sem var með 2500 dollara framleiðni. Iðnaðarlöndin almennt voru þá með 6000 dollara framleiðni í þungaiðnaði og Norður-Ameríka með 11200 dollara framleiðni. Af sérstökum iðngreinum á íslandi var stein- efnaiðnaðurinn helzt sambærilegur við hlið- stæðan erlendan iðnað. Þar var framleiðnin 4700 dollarar á móti 5000 dollurum í iðnar- löndunum almennt og 3700—3900 dollurum í iðnaðarlöndum Evrópu. Ekki jafnaðist fram- leiðnin þó á við Norður-Ameríku, þar sem hún var 10600 dollarar í þessari grein. í vefjariðnaði mátti einnig heita, að fram- leiðni hér væri svipuð og í iðnaðarlöndunum, 2600 dollarar á móti 2300 dollurum í Evrópu og 2800 dollurum í iðnaðarlöndunum almennt. í öðrum iðngreinum var íslenzk framleiðni árið 1960 verulega miklu minni en gerðist annars staðar í heiminum. í matvælaiðnaði var framleiðni hér 2600 dollarar á móti 5300 doll- urum í iðnaðarlöndum almennt og 10700 doll- urum í Norður-Ameríku. í fataiðnaði var hún hér 1900 dollarar á móti 2700 dollurum í iðn- aðarlöndunum og 5300 dollurum í Norður- Ameríku. í trésmíði var hún hér 2100 doll- arar á móti 3200 dollurum í iðnaðarlöndun- um og 6200 dollurum í Norður-Ameríku. í efnaiðnaði var framleiðni hér 4500 dollarar en var 10000 dollarar í iðnaðarlöndunum og hvorki meira né minna en 18900 dollarar í Norður-Ameríku. í málmiðnaði voru íslend- ingar loks með óhagstæðasta samanburðinn, svipaða framleiðni og Suður-Ameríka, eða 1900 dollara á móti 1700 dollurum, meðan iðnaðar- löndin voru með 5200 dollara og Norður- Ameríka með 9900 dollara framleiðni. Framleiðni í íslenzkum iðnaði var árið 1960 farin að nálgast það, sem hún var í iðnaðar- löndum heim árið 1938 (2900 dollarar þar). í vefjariðnaði var hún hér 1960 hin sama og í iðnaðarlöndunum 1958. í fataiðnaði var hún ,hér næstum hin sama og í iðnaðarlöndunum 1938 (2000 dollarar þar). í trésmíði og efnaiðn- aði var hún hér 1960 svipuð og hún var árið 1948 í iðnaðarlöndunum. í steinefnaiðnaði stóð framleiðnin á íslandi 1960 jafnfætis fram- leiðni iðnaðarlandanna. Framleiðni málm- smíða og matvælaiðnaðar var árið 1960 fyrir neðan elztu tölur hjá iðnaðarþjóðunum. Ástæðnanna fyrir hinum miklu þjóðartekj- um á mann á íslandi er sem sagt ekki að leita í iðnaði. Varla mun þeirra heldur vera að leita í landbúnaði. Líklega er tiltölulega mikil fram- leiðni hér í þjónustustörfum, en fyrst og fremst 41
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Úr þjóðarbúskapnum

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úr þjóðarbúskapnum
https://timarit.is/publication/1134

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.