Úr þjóðarbúskapnum - 01.12.1966, Qupperneq 44

Úr þjóðarbúskapnum - 01.12.1966, Qupperneq 44
ÚR ÞJÓÐARBÚSKAPNUM hlýtur ástæðnanna vera að leita í óhemju- legri framleiðni í fiskveiðum. Fróðlegt væri að kanna framleiðni í íslenzkum atvinnuvegum almennt til þess að geta gert tölulegan saman- burð. Slík könnun mundi og gera samanburð einstakra þátta öruggari. Árleg framleiðniaukning 1950—1960. Vinnuframleiðni í íslenzkum iðnaði jókst um 1,5% á ári þennan áratug, og er það áber- andi lág vaxtartala. Samsvarandi aukning í heiminum almennt og í iðnaðarlöndunum var nálægt 3%, eða tvisvar sinnum meiri en hér. Framleiðniaukningin var meiri í léttaiðn- aði en þungaiðnaði, 2,2% á ári á móti 0,7%. í öðrum löndum var framleiðniaukningin meiri í þungaiðnaði, eða 3—4% á móti 2—3% í létta- iðnaði. Ef stóriðjan og fiskiðnaðurinn eru skilin frá, koma mjög litlar árlegar aukningar út í íslenzkum iðnaði, 1% í öðrum léttaiðnaði, en engin í öðrum þungaiðnaði. í fiskiðnaði var árleg aukning 1,9%. Framleiðniaukningin var 3,4% í vefjariðnaði, nálægt 2% í fataiðnaði, matvælaiðnaði og prent- un og nálægt 1% í pappírsiðnaði og efnaiðnaði. Loks minnkaði framleiðnin um 0,2—0,3% á ári í málmsmíði og trésmíði. Tafla 6 sýnir 9,9% ár- lega aukningu steinefnaiðnaði, en í því tilviki er varla hægt að tala um árlega aukningu, því hún hefur komið í einu stökki við tilkomu Sementsverksmiðjunnar. Ef þessar aukningar eru bornar saman við útlönd, kemur í Ijós, að árlegur vöxtur var nokkru meiri hér á landi en annars staðar í heiminum í matvælaiðnaði, vefjariðnaði og fataiðnaði. Mjög miklu minni var vöxturinn hér aftur á móti í pappírsiðnaði, trésmíði (nei- kvæður), í efnaiðnaði og í málmsmíði (nei- kvæður). í steinefnaiðnaði var vöxturinn mun meiri hér en annars staðar í heiminum. Framleiðni í íslenzkum iðnaði virðist ekki vera að jafnast, hvað einstakar iðngreinar snerti. Steinefnaiðnaðurinn hafðí árið 1960 bæði mesta framleiðni og mesta aukningu framleiðni á liðnum áratug. Trésmíði samein- aði hvort tveggja, minnstu framleiðni og mestu minnkun í framleiðni. í fljótu bragði virðist því misræmið í vinnuframleiðni ein- stakra íslenzkra iðngreina vera að aukast. Stofnfjárstuðlar1). Tölur um framleiðni vinnunnar segja ekki allan sannleikann um framleiðnina. Mikil vinnuframleiðni getur t. d. stafað af geysilegu fjáraustri og getur þannig verið mjög dýr- keypt. Slíkt samhengi sýna tölur um vinnu- framleiðni ekki. Hér verður látið nægja til uppfyllingar þeim upplýsingum, sem vinnu- framleiðnitölurnar gefa, að setja upp stuðla, sem sýna afstöðuna milli fjármagns og vinnslu- virðis, — sýna nýtingu fjármagnsins. Slíkir stuðlar eru aðallega settir upp á tvenn- an hátt. Stundum er vinnsluvirðið haft ofan striks eins og í formúlunni um vinnuframleiðni og er þá stuðullinn nefndar framleiðnistuðull fjármagns: Vinnsluvirði Framleiðni fjarmagns = —-------------- Fjármagn Oftar er þó notaður svonefndur stofnfjár- stuðull: Stofnfjárstöðull = ^8" ■- Vinnsluviroi í þessari ritgerð er stofnfjárstuðull notaður. Við notkun hans ber að gæta þess, að því lægri sem hann, þeim mun meiri er fram- leiðni fjármagnsins, og því hærri sem hann er, þeim mun minni er framleiðni fjármagns- ins. Stuðullinn segir, hve margar fjármagns- krónur liggja að baki hverri árlegri vinnslu- virðiskrónu. !) Heimildir þessa hluta 6. kafla eru tafla 8 og heimildir nr. 3, 9, 18 og 20. Erlendu tölurnar eru úr heim- ild nr. 9 í heimildaskrá. 42
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Úr þjóðarbúskapnum

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úr þjóðarbúskapnum
https://timarit.is/publication/1134

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.