Úr þjóðarbúskapnum - 01.12.1966, Side 45

Úr þjóðarbúskapnum - 01.12.1966, Side 45
IÐNÞRÓUN Á ÍSLANDI Talið er að á árunum um og fyrir 1960 hafi stofnfjárstuðull í iðnaði á Norðurlöndunum verið 1,6—2,3, í rafefnaiðnaði Noregs 3,2, í 32 stærstu iðnfyrirtækjum Bandaríkjanna 0,8 og almennt í efnaiðnaði Bretlands og Vestur- Þýzkalands 0,9—1,3. Engin trygging er fyrir því, að þessir og aðrir erlendir stuðlar, sem hér eru birtir, séu gerðir upp á sama hátt og innlendu stuðlarnir í töflu 8, þótt formúlan sé hin sama, og dugir því ekki að gera nema gróf- an samanburð. Hér hefur framleiðni fjármagnsins minnkað jafnt og þétt á tímabilinu 1950—1960. Stofn- fjárstuðullinn hækkaði úr 1,5 í 1,6 og loks í 2,2. Sem vænta má, var framleiðnin meiri í léttaiðnaði heldur en þungaiðnaði, 1,3 — 1,5 — 1,9 á móti 1,8 — 1,9 — 2,7, enda er þunga- iðnaður yfirleitt talinn fjármagnsfrekari. Fiskiðnaðurinn sýndi eiginþróun í fram- leiðni fjármagnsins. Stofnfjárstuðull hans minnkaði 2,6 — 2,3 — 2,1. Er fiskiðnaðurinn eina greinin, þar sem framleiðni fjármagnsins jókst á þessu tímabili. Stofnfjárstuðullinn var árið 1960 lægstur í málmiðnaði, 1,1, og stafar það sennilega að verulegu leyti af því, að sú iðngrein er hér á landi að mestu viðgerðaþjónusta, sem þarfn- ast tiltölulega lítils stofnkostnaðar. Á Norður- löndunum var stofnfjárstuðull í málmiðnaði um svipað leyti 1,8. í fataiðnaði var stofnfjárstuðullinn næst lægstur hér eða 1,4, nokkru lægri en á Norður- löndunum, þar sem hann var 2,2. í vefjariðn- aði var einnig lágur stofnfjástuðull hér, eða 1,8. Matvælaiðnaður hafði svipaðan stofnfjár- stuðul og var á Norðurlöndunum, 1,9 á móti 2,1. í trésmíði var stofnfjárstuðullinn, 2,0, aftur á móti nokkru hærri en á Norðurlöndunum, þar sem hann var 1,5, og er í því sambandi rétt að benda á, að Norðurlöndin eru meðal fremstu timburframleiðsluþjóða heims. í papp- írsiðnaði var stofnfjárstullinn hér lægri en á Norðurlöndunum, eða 2,1 á móti 2,6. í prentun var stofnfjárstuðullinn hér 2,5. Mun hærri stofnfjárstuðlar voru hér í efna- iðnaði og steinefnaiðnaði. Það er athyglisvert, að það er einmitt í stóriðjugreinunum, sem framleiðni fjármagnsins var minnst og óhag- stæðust í samanburði við útlönd. í steinefna- iðnaði var stuðullinn 4,6 og hafði hækkað úr 1,4 við tilkomu Sementsverksmiðjunnar. í efnaiðnaði var stuðullinn 5,0 á móti 2,2 á Norðurlöndunum, — og fjórum — fimm sinn- um hærri en í efnaiðnaði Bretlands og Þýzka- lands, þar sem hann var 0,9—1,3. Þessar tölur sýna ekki, að framleiðni í iðn- aði hér á landi hafi verið óvenju dýr í fjár- festingu, nema í einstöku fjármagnsfrekum iðngreinum. Á íslandi var ein króna í fjár- magni að meðaltali rúm 2 ár að skapa eina krónu í vinnsluvirði, á Norðurlöndunum var hver króna í fjármagni tvö ár að skapa eina krónu í vinnsluvirði, og í mestu iðnaðarlönd- um heims var þessi tími ekki nema eitt ár eða minna en það. Athyglisvert er, að það eru einmitt stóriðju- greinarnar, sem gera þennan samanburð óhag- stæðan íslandi. Þetta sést einnig, ef tafla 6 um framleiðni vinnu og tafla 8 um stofnfjárstuðla eru bornar saman. Þá sést, að þær greinar, sem gefa mesta framleiðni vinnu, gefa minnsta framleiðni fjármagns, — og öfugt. Annars stað- ar í heiminum virðist þetta fara saman, sbr. töflu 9. 7. Söguleg þróun í stórum dráttum. 1928-1938. Iðnvæðing íslands hófst fyrir alvöru skömmu fyrir 1930 á miklu athafnaskeiði í íslenzku atvinnulífi. Kreppan mikla var langvinn á ís- landi, stóð yfir árin 1931—1938, og á þeim tíma dró verulega úr vexti iðnaðarins. Iðn- byltingin hér á landi, sem var að hefjast um 1930, dróst um einn áratug. 43

x

Úr þjóðarbúskapnum

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úr þjóðarbúskapnum
https://timarit.is/publication/1134

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.