Úr þjóðarbúskapnum - 01.12.1966, Qupperneq 45

Úr þjóðarbúskapnum - 01.12.1966, Qupperneq 45
IÐNÞRÓUN Á ÍSLANDI Talið er að á árunum um og fyrir 1960 hafi stofnfjárstuðull í iðnaði á Norðurlöndunum verið 1,6—2,3, í rafefnaiðnaði Noregs 3,2, í 32 stærstu iðnfyrirtækjum Bandaríkjanna 0,8 og almennt í efnaiðnaði Bretlands og Vestur- Þýzkalands 0,9—1,3. Engin trygging er fyrir því, að þessir og aðrir erlendir stuðlar, sem hér eru birtir, séu gerðir upp á sama hátt og innlendu stuðlarnir í töflu 8, þótt formúlan sé hin sama, og dugir því ekki að gera nema gróf- an samanburð. Hér hefur framleiðni fjármagnsins minnkað jafnt og þétt á tímabilinu 1950—1960. Stofn- fjárstuðullinn hækkaði úr 1,5 í 1,6 og loks í 2,2. Sem vænta má, var framleiðnin meiri í léttaiðnaði heldur en þungaiðnaði, 1,3 — 1,5 — 1,9 á móti 1,8 — 1,9 — 2,7, enda er þunga- iðnaður yfirleitt talinn fjármagnsfrekari. Fiskiðnaðurinn sýndi eiginþróun í fram- leiðni fjármagnsins. Stofnfjárstuðull hans minnkaði 2,6 — 2,3 — 2,1. Er fiskiðnaðurinn eina greinin, þar sem framleiðni fjármagnsins jókst á þessu tímabili. Stofnfjárstuðullinn var árið 1960 lægstur í málmiðnaði, 1,1, og stafar það sennilega að verulegu leyti af því, að sú iðngrein er hér á landi að mestu viðgerðaþjónusta, sem þarfn- ast tiltölulega lítils stofnkostnaðar. Á Norður- löndunum var stofnfjárstuðull í málmiðnaði um svipað leyti 1,8. í fataiðnaði var stofnfjárstuðullinn næst lægstur hér eða 1,4, nokkru lægri en á Norður- löndunum, þar sem hann var 2,2. í vefjariðn- aði var einnig lágur stofnfjástuðull hér, eða 1,8. Matvælaiðnaður hafði svipaðan stofnfjár- stuðul og var á Norðurlöndunum, 1,9 á móti 2,1. í trésmíði var stofnfjárstuðullinn, 2,0, aftur á móti nokkru hærri en á Norðurlöndunum, þar sem hann var 1,5, og er í því sambandi rétt að benda á, að Norðurlöndin eru meðal fremstu timburframleiðsluþjóða heims. í papp- írsiðnaði var stofnfjárstullinn hér lægri en á Norðurlöndunum, eða 2,1 á móti 2,6. í prentun var stofnfjárstuðullinn hér 2,5. Mun hærri stofnfjárstuðlar voru hér í efna- iðnaði og steinefnaiðnaði. Það er athyglisvert, að það er einmitt í stóriðjugreinunum, sem framleiðni fjármagnsins var minnst og óhag- stæðust í samanburði við útlönd. í steinefna- iðnaði var stuðullinn 4,6 og hafði hækkað úr 1,4 við tilkomu Sementsverksmiðjunnar. í efnaiðnaði var stuðullinn 5,0 á móti 2,2 á Norðurlöndunum, — og fjórum — fimm sinn- um hærri en í efnaiðnaði Bretlands og Þýzka- lands, þar sem hann var 0,9—1,3. Þessar tölur sýna ekki, að framleiðni í iðn- aði hér á landi hafi verið óvenju dýr í fjár- festingu, nema í einstöku fjármagnsfrekum iðngreinum. Á íslandi var ein króna í fjár- magni að meðaltali rúm 2 ár að skapa eina krónu í vinnsluvirði, á Norðurlöndunum var hver króna í fjármagni tvö ár að skapa eina krónu í vinnsluvirði, og í mestu iðnaðarlönd- um heims var þessi tími ekki nema eitt ár eða minna en það. Athyglisvert er, að það eru einmitt stóriðju- greinarnar, sem gera þennan samanburð óhag- stæðan íslandi. Þetta sést einnig, ef tafla 6 um framleiðni vinnu og tafla 8 um stofnfjárstuðla eru bornar saman. Þá sést, að þær greinar, sem gefa mesta framleiðni vinnu, gefa minnsta framleiðni fjármagns, — og öfugt. Annars stað- ar í heiminum virðist þetta fara saman, sbr. töflu 9. 7. Söguleg þróun í stórum dráttum. 1928-1938. Iðnvæðing íslands hófst fyrir alvöru skömmu fyrir 1930 á miklu athafnaskeiði í íslenzku atvinnulífi. Kreppan mikla var langvinn á ís- landi, stóð yfir árin 1931—1938, og á þeim tíma dró verulega úr vexti iðnaðarins. Iðn- byltingin hér á landi, sem var að hefjast um 1930, dróst um einn áratug. 43
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Úr þjóðarbúskapnum

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úr þjóðarbúskapnum
https://timarit.is/publication/1134

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.