Úr þjóðarbúskapnum - 01.12.1966, Blaðsíða 53

Úr þjóðarbúskapnum - 01.12.1966, Blaðsíða 53
IÐNÞRÓUN Á ÍSLANDI ustuverðlagi og er vafasamt, að það eigi við um iðnaðarframleiðslu. Helztu mismunir skýrslugrundvalla íslenzku talnanna og skýrslna Sameinuðu þjóðanna eru tvenns konar. Ýmis þjónusta, ekki iðnaðarlegs eðlis, veitt iðnfyrirtækjum er innifalin í tölum Samein- uðu þjóðanna, en ekki í íslenzku tölunum. Samkvæmt íslenzkri reynslu gæti þetta munað allt að 15? vinnsluvirðisins, þ. e. íslenzku töl- urnar séu of óhagstæðar sem því svarar. Þetta hefur þó engin áhrif á samanburð framleiðni- þróunar. Þá notast skýrslur Sameinuðu þjóðanna við meðalfjölda starfsfólks yfir árið, en íslenzku skýrslumar við reiknaðan fjölda vinnuára. Þar sem hér tíðkast óvenjulega mikil yfirvinna og nokkuð af yfirvinnunni kemur fram í fjölda vinnuviknanna, er líklegt, að fram komi meiri fjöldi vinnuára en raunverulegur meðalfjöldi starfsmanna. Með tilliti til meðallengdar reikn- aðrar vinnuviku og þar með vinnuárs, má engu að síður telja líklegt, að hvert íslenzkt vinnuár innihaldi meira vinnumagn, þ. e. lengri vinnutíma, en starfsmenn í iðnaði Vest- urlanda a. m. k. inna af hendi að jafnaði. Veg- ur það nokkuð á móti fyrra atriðinu. Erlendu tölurnar, sem teknar eru eftir heimild nr. 21, eru gefnar upp fyrir árin 1938, 1948, 1953, 1958 og 1961. Hér hafa verið tek- in hlutfallsleg milligildi áranna 1950, 1953 og 1960, þ. e. með interpólun. Slík meðferð á ekki að valda neinum markverðum skekkj- um, þar sem iðnþróunin hefur gengið mjög jafnt, því fremur sem tekin eru meðaltöl fleiri landa. Svæðum er þannig skipað, að E.F.T.A., Frí- verzlunarsvæðið, nær yfir Bretland, Dan- mörku, Noreg, Svíþjóð, Sviss, Austurríki og Portúgal. E.B.E., Efnahagsbandalag Evrópu, nær yfir Frakkland, Belgíu, Holland, Luxem- burg, V.-Þýzkaland og Ítalíu. Til V.-Evrópu teljast þessi lönd og auk þess Spánn, írland, ísland, Finnland, Júgóslavía, Grikkland og Tyrkland. Til iðnaðarlanda eru talin Banda- ríkin og Kanada, öll V-Evrópa nema Spánn, Portúgal, Júgóslavía, Grikkland og Tyrkland, og að auki eru talin Japan, ísrael og Suður Afríka. Þróunarlönd teljast öll önnur lönd en iðnaðarlöndin, Sovétríkin, og önnur A.-Evrópu- lönd, en tölurnar ná ekki yfir Kína. Rómanska Ameríka tekur yfir Mexikó, Mið- og Suður- Ameríku. Tölur um Sovétríkin og A.-Evrópu ná aðeins til nokkurra iðngreina árið 1960. Eru því teknar samtölur heimsins án þeirra (Heim- ur H- Sovétblökkin). En Kína er heldur ekki með í heimstölunum. 51
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Úr þjóðarbúskapnum

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úr þjóðarbúskapnum
https://timarit.is/publication/1134

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.