Fréttablaðið - 13.11.2014, Side 49

Fréttablaðið - 13.11.2014, Side 49
 | FÓLK | 7BÍLAFJÁRMÖGNUN|F LK Daimler lagði niður Maybach-ofurbíla-merkið í desember í fyrra en hefur nú greinilega séð eftir því. Daimler ætlar nefnilega að kynna þrjár gerðir Mercedes- Maybach-bíla á bílasýningunum í Los Angeles í þessum mánuði og í kjölfarið á bílasýning- unni í Guangzhou í Kína, en þar væntir Daim- ler þess að margir slíkir bílar muni seljast. Allir eru þessir bílar í raun Mercedes Benz S-Class, en verða mjög íburðarmiklir rétt eins og Maybach-bílar voru. Sá öflugasti þeirra er Mercedes-Maybach S 600 með 6,0 lítra V12- vél með forþjöppu sem skilar 530 hestöflum. Mercedes-Maybach 500 verður með V8-vél og Mercedes-Maybach 400 4MATIC með 3,0 lítra V6-vél og fjórhjóladrifi. Síðasttalda gerðin er sérstaklega ætluð kínverskum kaupendum sem vilja sleppa við háa tolla vegna stórs sprengirýmis. HVORKI MAYBACH-JEPPI NÉ TVINNBÍLL Í FYRSTU Heyrst hefur að Daimler hafi einnig áform- að framleiðslu jeppa sem bæri merki Maybach og yrði byggður á GL-jeppan- um, en svo verður að minnsta kosti ekki í fyrstu. Þá er heldur ekki meiningin að kynna tvinnbíl undir merkjum Maybach núna, þótt svo gæti orðið seinna. Þessir nýju Maybach-bílar eiga að keppa um hylli kaupenda í samkeppninni við Rolls Royce- og Bentley-bíla og segja Mercedes Benz- menn að þeir muni standa þeim á sporði. Mercedes-Maybach-bílarnir eiga að kosta talsvert minna en Maybach-bílar gerðu áður, en endanlegt söluverð þeirra verður kynnt þann 18. desember. Mercedes stefn- ir á meiri sölu þessara nýju Mercedes- Maybach-bíla en Maybach-bíla á sínum tíma, enda ætti lægra verð að hjálpa til. Engin áform eru um að kynna Maybach- bíl í stærðarflokki E-Class bíla Mercedes Benz, en það er næsta stærð fyrir neðan S-Class. LENGRI EN HEFÐBUNDNIR S-CLASS Mercedes-Maybach S 600 verður með 20 cm lengra á milli hjóla en hefðbundinn S-Class til að búa til meira aftursætispláss, sem var þó yfrið fyrir. Allir Maybach-bílarnir fá einnig önnur og flottari sæti og gríðarlega íburðar- mikla innréttingu. Bílarnir eiga að verða enn hljóðlátari en bílar Rolls Royce og Bentley. Þó svo að Mercedes-Maybach S 600 sé styttri bíll en Maybach 57 var verður meira innanrými í bílnum. Aðspurðir hvort meiningin væri að framleiða eins langan bíl og Maybach 62 var, sem var ógnarlangur, var svarið einfald- lega: „Við sjáum til.“ Mercedes Benz hefur nú þegar selt 100.000 S-Class-bíla síðan hann var kynntur í byrjun þessa árs. Er það meira en samanlögð sala BMW 7-línunnar og Audi A8 og hefur Mercedes Benz því rækilega slegið við samkeppninni í þessum stærðarflokki lúxusbíla. Ástæðan fyrir því að Maybach-bílar seldust ekki svo vel undir hatti Daimler, sem keypti Maybach árið 2002, er að sögn Merc- edes-manna sú staðreynd að merkið hafi ekki verið nógu þekkt um heim allan. Öðru máli gegni um Merced es Benz og því sé markaðs- nálgunin allt önnur nú. DAIMLER ENDURVEKUR MAYBACH VERÐA ÓDÝRARI en Maybach-bílar voru, og eru í raun lengri útgáfur af Mercedes Benz S-Class bílum, en með íburðarmeiri innréttingar. Daimler ætlar að kynna þrjár gerðir Mercedes-May- bach-bíla á á bíla- sýningunum í Los Angeles í þessum mánuði. landsbankinn.is 410 4000Landsbankinn Betri kjör á bílaármögnun Lánshlutfall allt að 80% Engin stimpilgjöld Allt að 7 ára lánstími Landsbankinn býður betri kjör við fjármögnun á nýjum og notuðum bílum. Kynntu þér bílalán á landsbankinn.is/bilalan.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.