Fréttablaðið - 13.11.2014, Blaðsíða 49

Fréttablaðið - 13.11.2014, Blaðsíða 49
 | FÓLK | 7BÍLAFJÁRMÖGNUN|F LK Daimler lagði niður Maybach-ofurbíla-merkið í desember í fyrra en hefur nú greinilega séð eftir því. Daimler ætlar nefnilega að kynna þrjár gerðir Mercedes- Maybach-bíla á bílasýningunum í Los Angeles í þessum mánuði og í kjölfarið á bílasýning- unni í Guangzhou í Kína, en þar væntir Daim- ler þess að margir slíkir bílar muni seljast. Allir eru þessir bílar í raun Mercedes Benz S-Class, en verða mjög íburðarmiklir rétt eins og Maybach-bílar voru. Sá öflugasti þeirra er Mercedes-Maybach S 600 með 6,0 lítra V12- vél með forþjöppu sem skilar 530 hestöflum. Mercedes-Maybach 500 verður með V8-vél og Mercedes-Maybach 400 4MATIC með 3,0 lítra V6-vél og fjórhjóladrifi. Síðasttalda gerðin er sérstaklega ætluð kínverskum kaupendum sem vilja sleppa við háa tolla vegna stórs sprengirýmis. HVORKI MAYBACH-JEPPI NÉ TVINNBÍLL Í FYRSTU Heyrst hefur að Daimler hafi einnig áform- að framleiðslu jeppa sem bæri merki Maybach og yrði byggður á GL-jeppan- um, en svo verður að minnsta kosti ekki í fyrstu. Þá er heldur ekki meiningin að kynna tvinnbíl undir merkjum Maybach núna, þótt svo gæti orðið seinna. Þessir nýju Maybach-bílar eiga að keppa um hylli kaupenda í samkeppninni við Rolls Royce- og Bentley-bíla og segja Mercedes Benz- menn að þeir muni standa þeim á sporði. Mercedes-Maybach-bílarnir eiga að kosta talsvert minna en Maybach-bílar gerðu áður, en endanlegt söluverð þeirra verður kynnt þann 18. desember. Mercedes stefn- ir á meiri sölu þessara nýju Mercedes- Maybach-bíla en Maybach-bíla á sínum tíma, enda ætti lægra verð að hjálpa til. Engin áform eru um að kynna Maybach- bíl í stærðarflokki E-Class bíla Mercedes Benz, en það er næsta stærð fyrir neðan S-Class. LENGRI EN HEFÐBUNDNIR S-CLASS Mercedes-Maybach S 600 verður með 20 cm lengra á milli hjóla en hefðbundinn S-Class til að búa til meira aftursætispláss, sem var þó yfrið fyrir. Allir Maybach-bílarnir fá einnig önnur og flottari sæti og gríðarlega íburðar- mikla innréttingu. Bílarnir eiga að verða enn hljóðlátari en bílar Rolls Royce og Bentley. Þó svo að Mercedes-Maybach S 600 sé styttri bíll en Maybach 57 var verður meira innanrými í bílnum. Aðspurðir hvort meiningin væri að framleiða eins langan bíl og Maybach 62 var, sem var ógnarlangur, var svarið einfald- lega: „Við sjáum til.“ Mercedes Benz hefur nú þegar selt 100.000 S-Class-bíla síðan hann var kynntur í byrjun þessa árs. Er það meira en samanlögð sala BMW 7-línunnar og Audi A8 og hefur Mercedes Benz því rækilega slegið við samkeppninni í þessum stærðarflokki lúxusbíla. Ástæðan fyrir því að Maybach-bílar seldust ekki svo vel undir hatti Daimler, sem keypti Maybach árið 2002, er að sögn Merc- edes-manna sú staðreynd að merkið hafi ekki verið nógu þekkt um heim allan. Öðru máli gegni um Merced es Benz og því sé markaðs- nálgunin allt önnur nú. DAIMLER ENDURVEKUR MAYBACH VERÐA ÓDÝRARI en Maybach-bílar voru, og eru í raun lengri útgáfur af Mercedes Benz S-Class bílum, en með íburðarmeiri innréttingar. Daimler ætlar að kynna þrjár gerðir Mercedes-May- bach-bíla á á bíla- sýningunum í Los Angeles í þessum mánuði. landsbankinn.is 410 4000Landsbankinn Betri kjör á bílaármögnun Lánshlutfall allt að 80% Engin stimpilgjöld Allt að 7 ára lánstími Landsbankinn býður betri kjör við fjármögnun á nýjum og notuðum bílum. Kynntu þér bílalán á landsbankinn.is/bilalan.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.