Fréttablaðið - 05.12.2014, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 05.12.2014, Blaðsíða 8
5. desember 2014 FÖSTUDAGUR| FRÉTTIR | 8 SAMFÉLAG Bæði karlar og konur eru jákvæðari gagnvart lögum um kynjakvóta í stjórnum einka- fyrirtækja. Þetta sýna niðurstöður rann- sóknar sem Auður Arna Arnar- dóttir lektor og dr. Þröstur Olaf Sigurjónsson, dósent við við- skiptadeild HR, hafa unnið að í samstarfi við erlenda samstarfs- félaga. Niðurstöðurnar sýna að nú eru um 77 prósent kvenna jákvæð gagnvart lögunum en 58 prósent voru það árið 2010. Þá eru 42 pró- sent karla jákvæð en 33 prósent voru það árið 2010. „Það er stærri breyting hjá konum, jákvæðnin er meiri, en svo þegar maður skoðar þennan karla- hóp betur, til dæmis út frá aldri, þá sér maður að það eru einkum karlmenn yngri en fertugir sem eru neikvæðastir,“ segir Auður Arna. Hún segir þetta ósköp skilj- anlegt þar sem það sé einkum þessi hópur sem eigi erfitt með að komast inn í stjórnir. Auður Arna segir að þetta sé í samræmi við andrúmsloftið í þjóð- félaginu almennt. „Þegar kynja- kvótinn var ræddur á Alþingi á sínum tíma þá voru miklu sterkari pólskipti í kringum hann. Þá voru neikvæðari raddir,“ segir hún. Á þessum tíma hafi margir litið á þetta sem sterkt og mikið inngrip af hendi löggjafans. Hinir sömu séu jákvæðari gagnvart því í dag. Niðurstöður rannsóknarinnar verða kynntar á morgunverðar- fundi á Grand Hóteli í dag - jhh Um 77 prósent kvenna segjast vera ánægð með lög um kynjakvóta en einungis 42 prósent karla: Meiri ánægja með lög um kynjakvóta Í HR Auður Arna Arnardóttir lektor og Þröstur Olaf, dósent í Háskólanum í Reykjavík, unnu að rannsókninni. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN HJÁLPARSTARF Þróunarsamvinnu- stofnun Íslands hefur tekið upp samstarf við Barnahjálp Samein- uðu þjóðanna, UNICEF, í Mósam- bík um þriggja ára víðtækt verkefni í einu fátækasta fylki landsins, Sambesíu. Verkefnið lýtur að umbótum varðandi vatns- og salernisaðstöðu auk fræðslu um hreinlætisvenjur. Á verkefnistímanum, eða til loka ársins 2017, er ætlunin að koma upp viðunandi salernis- aðstöðu fyrir 300 þúsund íbúa í fylkinu, bæta aðgengi 48 þúsunda að hreinu vatni og sjá til þess að fjörutíu skólar með 14 þúsund nemendur fái hreint vatn og sal- ernisaðstöðu, að sögn Gunnars Salvarssonar, útgáfu- og kynn- ingarstjóra Þróunarsamvinnu- stofnunar Íslands. Gunnar segir heildarfjármagn til verkefnisins nema 8,1 millj- ón Bandaríkjadala en hluti Þró- unarsamvinnustofnunar nemur 3,5 milljónum dala eða ríflega 40 prósentum heildarfjárins. Hluti Íslendinga sem styrkja þetta verk- efni UNICEF er langstærstur. Óhreint drykkjarvatn, ófull- nægjandi salernisaðstaða og slæmar hreinlætisvenjur eru helstu ástæður niðurgangspesta sem draga tæplega tvær milljónir barna yngri en fimm ára til dauða Þróunarsamvinnustofnun í samstarfi í Mósambík: Aðgengi að salernum og hreinu vatni bætt Í MÓSAMBÍK Mæður og börn í Samb- esíufylki sem koma til með að njóta góðs af verkefninu. MYND/GUNNAR SALVARSSON á ári hverju. Alþjóðaheilbrigðis- málastofnunin áætlar að 748 millj- ónir jarðarbúa hafi ekki aðgang að hreinu vatni og 2,5 milljarðar hafi ekki aðgang að salerni. - ibs VIÐSKIPTI Lýstar kröfur í þrotabú FI fjárfestinga ehf., eignarhalds- félags Hannesar Smárasonar, námu rúmlega 46,4 milljörðum króna, auk tæplega 486,6 þúsunda punda, eða um 46,5 milljörðum króna alls. „Engar eignir fundust í búinu og var skiptum á því lokið 26. nóvem- ber 2014 samkvæmt 155. grein laga númer 21/1991 án þess að greiðsla fengist upp í lýstar kröfur, auk áfallinna vaxta og kostnaðar eftir úrskurðardag gjaldþrotaskipta,“ segir í tilkynningu um skiptalokin í Lögbirtingablaðinu í gær. Félagið var tekið til gjaldþrotaskipta, eftir beiðni skilanefndar Glitn- is, um miðjan desember 2011. Gjaldþrot FI fjárfestinga er með stærstu gjaldþrotum félaga hér á landi eftir hrun, en til samanburðar má nefna að kröfur í þrotabú Samson- ar, eignarhaldsfélags Björg- ólfsfeðga sem hélt á hlut þeirra í Landsbankanum, námu um 80 millj- örðum króna. Samkvæmt síðasta ársreikningi FI fjárfestinga, sem áður nefndist Fjárfestingafélagið Primus ehf., fyrir árið 2007 námu skuldir þess í lok ársins rúmum 35 milljörðum króna. Eigið fé var neikvætt um tæpa 3,7 milljarða króna. Fram kom í ársreikningnum að eignarhlutir í öðrum félögum að verðmæti tæp- lega 23,9 milljarðar króna hafi verið veðsettir fyrir skuldum félagsins. Magnús Gunnlaugsson, hæsta- réttarlögmaður og skiptastjóri FI fjárfestinga, segir allar eignir hafa verið færðar út úr félaginu fyrir árið 2007. „Félagið hafði ekki verið í rekstri árin áður en það fór í þrot,“ segir hann. „Það voru allar færslur búnar og farnar eitthvert annað,“ bætir hann við. Því hafi ekki verið eftir neinu að slægjast í þrotabúinu. „Svo lágu endurskoðendur yfir þessu í bak og fyrir og komu með einhverja punkta, en það var ekki neitt sem hægt var að festa hönd á.“ Bankana og kröfuhafa félagsins verði svo að spyrja að því hvers vegna ekki hafi verið gengið að því fyrr. Kristján Óskarsson, fram- kvæmdastjóri Glitnis, segist hvorki geta né mega tjá sig um ein- stök mál. Almennt sé það þó þann- ig að reynt sé að innheimta kröf- ur eftir megni og gangi það ekki sé farið fram á atbeina dómstóla, eigi það við. „Og auðvitað var hér við fjölda mála að eiga hjá þessum búum, eins og vitað er,“ segir hann. olikr@frettabladid.is Ekkert upp í 46,5 milljarða Skiptum er lokið á FI fjárfestingum, eignarhaldsfélagi Hannesar Smárasonar. Félagið hélt meðal annars utan um eign í FL Group. Eftir engu að slægjast, að sögn skiptastjóra. Eignir farnar áður en gjaldþrots var krafist. Fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur er rekið mál sérstaks saksóknara á hendur Hannesi Smárasyni. Honum er gefið að sök að hafa árið 2005 dregið sér tæpa þrjá milljarða af fjármunum FL Group og ráðstafað til Fons. Hæstiréttur vísaði málinu í vor aftur til héraðsdóms, sem hafði áður fallist á frávísunarkröfu verjanda Hannesar. Hannes hafnaði öllum sakargiftum þegar hann kom fyrir dóminn í maí. Eitt mál rekið fyrir héraðsdómi HANNES SMÁRASON Á FUNDI FL GROUP 2007 Í árslok 2007 voru dótturfélög FI fjár- festinga ehf., eignarhaldsfélögin Sveipur ehf. og Oddaflug ehf. (sem hélt utan um eignar- hlutinn í FL Group), Fjölnisvegur 9 ehf., Hlíðasmári 6 ehf. og 3S ehf. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA Gefðu góðar minningar í jólagjöf! Kauptu 5.000 kr. gjafabréf og þú færð andvirði 7.000 kr. Kauptu 10.000 kr. gjafabréf og þú færð andvirði 15.000 kr. Kauptu 20.000 kr. gjafabréf og þú færð andvirði 30.000 kr. – FULLT HÚS ÆVINTÝRA REYKJAVÍK • Fiskislóð 1 AKUREYRI • Tryggvabraut 1-3 ellingsen.is Munið gjafabréfi n! DEVOLD DUO ACTIVE JUNIOR Blátt og rautt, stærðir 10–16 7.990 KR. Jólagjöfin fæst í Ellingsen DEVOLD DUO ACTIVE JUNIOR Blátt og rautt, stærðir 10–16 7.990 KR. DEVOLD POLAR BABY Blátt og bleikt, stærðir 74–98 13.990 KR. Hlýjar jólagjafir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.