Fréttablaðið - 05.12.2014, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 05.12.2014, Blaðsíða 10
5. desember 2014 FÖSTUDAGUR| FRÉTTIR | 10 SVEITARSTJÓRNIR „Fulltrúar D-lista lýsa furðu yfir þeirri stefnubreyt- ingu sem orðið hefur í launamálum forstöðumanna sveitarfélagsins,“ segir í bókun sjálfstæðismanna í bæjarstjórn Ölfuss vegna ákvörð- unar meirihluta Framsóknar- flokks um að hækka laun hafnar- stjóra um þriðjung. Hafnarstjórinn sem ráðinn var í desember í fyrra hafði áður 520 þúsund krónur í mánaðarlaun og fékk aksturspeninga fyrir 700 kíló- metra á mánuði. Það svarar sam- tals til um 600 þúsund króna. Laun- in hans voru hækkuð í 700 þúsund krónur og greitt er fyrir 900 kíló- metra akstur. Saman gerir þetta um 800 þúsund krónur á mánuði. „Er það stefna framsóknarmanna að taka til baka þá launaskerðingu sem aðrir forstöðumenn sveitar- félagsins urðu fyrir á síðasta kjör- tímabili?“ spurðu sjálfstæðismenn. „Reynsla af störfum þessa nýja hafnarstjóra hefur verið með afbrigðum góð, rekstur hafnarinn- ar hefur tekið stakkaskiptum til jákvæðari vegar og framtíðarhug- myndafræði um rekstur hafnarinn- ar er gerbreytt,“ segir Gunnsteinn R. Ómarsson bæjarstjóri. „Á fyrstu mánuðum í starfi lagði hafnarstjóri fram hugmynd um endurbætur á Þorlákshöfn sem hlotið hefur gríð- armikinn hljómgrunn meðal sveit- arstjórnarmanna á Suðurlandi og ráðamanna þjóðarinnar.“ - gar Sjálfstæðismenn í bæjarstjórn Ölfuss gagnrýna bætt kjör hafnarstjórans: Fékk laun hækkuð um þriðjung ÞORLÁKSHÖFN Meirihlutinn í bæjar- stjórn er ánægður með störf og hug- myndir hafnarstjórans. FRÉTTABLAÐIÐ/RÓSA VIÐSKIPTI Líklegt er að hér verði framhald á myndarlegum arð- greiðslum skráðra félaga, að mati greiningardeildar Arion banka. Að baki liggi sterkur fjárhagur og arðgreiðslustefna. Í nýútkomnum Markaðspunktum er bent á að félög skráð í Kauphöll- ina hafi nú öll birt uppgjör þriðja ársfjórðungs. „Oftar en ekki voru uppgjörin ívið betri en vænst var sem skýrir að hluta 13 prósenta hækkun aðalvísitölu Kauphall- ar Íslands frá því uppgjörslotan hófst,“ segir þar. Fleira hafi líka komið til svo sem óvænt vaxta- lækkun og svo sérstakar greiðslur frá tveimur skráðum félögum til hluthafa sinna upp á samtals 7,5 milljarða króna. Vísað er til kaupa Össurar á eigin bréfum fyrir 3,6 milljarða króna og niðurfærslu hlutafjár og útgreiðslu eigin fjár N1 upp á tæpa 3,9 milljarða. „Það er saga til næsta bæjar að skráð íslensk félög séu svo vel fjármögn- uð að þau geti greitt slíkar fjárhæð- ir til hluthafa sinna.“ - óká Uppgjör yfir spám, vaxtalækkun og greiðslur til hluthafa hjálpa til: Spá framhaldi á arðgreiðslum KAUPHÖLLIN Markaðspunktar Arion benda á að skráð félög hafi greitt tólf milljarða í arð eftir síðasta rekstrarár. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA EINSTÖK TILBOÐ! Kletthálsi 11 -110 Reykjavík Sími 525 8000 - bilaland@bilaland.is www.bilaland.is www.facebook.com/bilaland.is TILBOÐ TILBOÐ TILBOÐ TILBOÐ TILBOÐ TILBOÐ TILBOÐ GERÐU FRÁBÆR KAUP SUZUKI GRAND VITARA PREM. Nýskr. 06/12, ekinn 36 þús km. bensín, beinskiptur. Verð áður kr. 3.990.000 TILBOÐSVERÐ! 3.390 þús. NISSAN PATROL ELEGANCE 35” Nýskr. 11/00, ekinn 180 þús km. dísil, sjálfskiptur. Verð áður kr. 1.570.000 TILBOÐ kr. 990 þús. KIA SORENTO II Nýskr. 06/06, ekinn 194 þús km. dísil, sjálfskiptur. Verð áður kr. 1.590.000 TILBOÐ kr. 990 þús. HONDA CRV Nýskr. 09/05, ekinn 165 þús km. bensín, sjálfskiptur. Verð áður kr. 1.540.000 TILBOÐ kr. 990 þús. NISSAN PATHFINDER SE Nýskr. 06/08, ekinn 119 þús. km. dísil, sjálfskiptur. Verð áður kr. 3.990.000 TILBOÐ kr. 2.990 þús. RANGE ROVER VOGUE Nýskr. 09/06, ekinn 102 þús km. dísil, sjálfskiptur. Verð áður kr. 5.990.000 TILBOÐ kr. 4.990 þús. NSSAN QASHQAI SE Nýskr. 05/11, ekinn 109 þús km. bensín, sjálfskiptur. Verð áður kr. 3.290.000 TILBOÐ kr. 2.690 þús. Rnr. 142077 Rnr. 142455 Rnr. 120397 Rnr. 120373 Rnr. 281666 Rnr. 281572 Rnr. 142190 GÖNGUM FRÁ FJÁRMÖGNUN Á STAÐNUM WWW.BÍLALAND.IS RÚSSLAND „Vesturlönd kunna að hafa gleymt þjóðarstolti sínu fyrir löngu og líta á fullveldið sem óþarfa lúxus, en fyrir Rússland er raunverulegt fullveldi algerlega nauðsynlegt til þess að komast af.“ Þetta sagði Vladimír Pútín Rúss- landsforseti í stefnuræðu sinni, sem hann flutti á þinginu í Moskvu í gær. Hann sagðist vilja leggja sérstaka áherslu á þetta: „Annað- hvort verðum við fullvalda þjóð áfram eða við hverfum sporlaust og glötum sjálfsvitund okkar.“ Hann sakar Vesturlönd um að vilja einangra Rússland og grafa undan hagsmunum þess. Úkraínu- deilan hafi verið notuð á Vestur- löndum sem yfirvarp til þess að geta samþykkt refsiaðgerðir á hendur Rússlandi. „Einangrunarstefnan var ekki fundin upp í gær,“ sagði hann. „Henni hefur verið beitt gegn landinu okkar í mörg ár, alltaf, áratugum saman, ef ekki öldum. Í stuttu máli: Alltaf þegar ein- hverjum finnst Rússland orðið of sterkt eða sjálfstætt, þá eru þessar aðferðir teknar upp.“ Hann sagði Rússa aldrei geta fallist á stjórnarbyltinguna í Úkraínu síðastliðið vor, „þetta vopnaða valdarán, ofbeldið og manndrápin“, eins og hann orð- aði það. Hins vegar fagnaði hann því að Krímskagi hefði orðið hluti af Rússlandi, enda hefði skaginn og borgin Sevastopól sérstaka þýð- ingu, „jafnvel heilaga þýðingu fyrir Rússland, rétt eins og Must- erishofið í Jerúsalem hefur fyrir þá sem aðhyllast íslamska trú eða gyðingatrú. Og þannig munum við alltaf líta á það.“ Þar séu hinar „andlegu rætur“ rússnesku þjóð- arinnar. Vaxandi efnahagserfiðleikar hrjá Rússa um þessar mundir og er spáð efnahagskreppu á næsta ári. Þetta er rakið bæði til refsi- aðgerða Vesturlanda vegna Úkra- ínustríðsins og til verðfalls á olíu undanfarið. Pútín sagðist hins vegar hafa fulla trú á því að rússneska þjóð- in gæti staðið þessa erfiðleika af sér: „Fólkið okkar hefur sýnt af sér þjóðarstyrk og ættjarðarást. Erfiðleikarnir sem blasa við okkur skapa ný tækifæri.“ Hann tók líka fram að Rússar myndu aldrei „feta braut sjálfsein- angrunar, útlendingahræðslu, tor- tryggni og leitinni að óvinum. Allt þetta ber vitni um veikleika, en við eru sterk og sjálfsörugg.“ gudsteinn@frettabladid.is Pútín segir fullveldi Rússum lífsnauðsyn Pútín Rússlandsforseti sakar Vesturlönd um að vilja einangra og grafa undan Rússlandi. Úkraínudeilan sé aðeins tylliástæða til að samþykkja refsiaðgerðir gegn Rússum. Hann segir þjóð sína samt vera fullfæra um að standa þessa sókn af sér. Annað- hvort verðum við fullvalda þjóð áfram eða við hverfum sporlaust og glötum sjálfs- vitund okkar. Vladimír Pútín Rússlandsforseti VLADIMÍR PÚTÍN Ávarpaði rússneska þingið í gær til að flytja árlega stefnuræðu sína. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.