Fréttablaðið - 05.12.2014, Síða 12

Fréttablaðið - 05.12.2014, Síða 12
5. desember 2014 FÖSTUDAGUR| FRÉTTIR | 12 EYÐIR BARA 2.900 KR. Á MÁNUÐI* 4 KLST. 5 ÁRA ÁBYRGÐ Öllum Nissan Leaf rafbílum sem BL ehf. selur fylgir 3 ára verksmiðjuábyrgð auk 5 ára verksmiðjuábyrgðar á rafhlöðu sem tryggir þig fyrir mögulegum bilunum, innköllunum eða uppfærslum á búnaði sem kunna að koma upp yfir ábyrgðartímann. NOTAÐUR BÍLL SEM INNÁBORGUN Þeir sem kaupa Nissan Leaf Nordic rafbíl frá BL ehf. geta greitt hluta kaupverðsins með notuðum bíl. Restina er hægt að taka að láni að hluta eða öllu leyti. 45 DAGA SKIPTIRÉTTUR Langar þig að prófa en ert ekki viss? Öllum Nissan Leaf Nordic rafbílum sem BL ehf. selur fylgir 45 daga skiptiréttur.** ÞÚ KEMST ALLRA ÞINNA FERÐA Á NISSAN LEAF FYRIR EINUNGIS BROT AF ELDSNEYTISKOSTNAÐI HEFÐBUNDINS BÍLS 250.000 KR. HEIMAHLEÐSLUSTÖÐ SEM HLEÐUR BÍLINN Á AÐEINS 4 KLST. FYLGIR ÖLLUM NÝJUM NISSAN LEAF KAUPAUKI **Ef viðskiptavinur sem keypt hefur Nissan Leaf Nordic telur bílinn ekki henta þörfum sínum bjóðum við 45 daga skiptirétt. Viðskiptavinur getur þá skilað bílnum og látið kaupverðið ganga upp í kaup á sambærilegum eða dýrari nýjum bíl frá BL ehf. Miðað er við að bíllinn sé ekinn að hámarki 1.500 km á tímabilinu. BL ehf / Sævarhöfða 2 / 110 Reykjavík 525 8000 / www.bl.is NISSAN LEAF NORDIC VERÐ FRÁ: 4.490.000 KR. *Miðað við verðskrá ON 10.09.2014 og 1.250 km akstur á mánuði / 15.000 km á ári. GE bílar / Reykjanesbæ / 420 0400 – Bílasalan Bílás / Akranesi / 431 2622 – Bílasala Akureyrar / Akureyri / 461 2533 – Bílaverkstæði Austurlands / Egilsstöðum / 470 5070 – IB ehf. / Selfossi / 480 8080 EFNAHAGSMÁL Gamli Landsbank- inn (LBI hf.) fær heimild til þess að greiða forgangskröfuhöfum 400 milljarða króna. Seðlabanki Íslands hefur, að undangengnu samráði við fjármála- og efnahagsráðherra, veitt slitabúunum undanþágu frá lögum um gjaldeyrishöft þessa efnis. Þá hefur LBI hf. einnig fengið vil- yrði um undanþágur vegna frekari greiðslna til forgangskröfuhafa af framtíðarinnheimtum slitabúsins, að því gefnu að slíkar undanþágur verði þá ekki taldar raska stöðug- leika í gengis- og peningamálum. Tildrög undanþágunnar eru þau að LBI og Landsbankinn hafa náð samkomulagi um breytingar á skil- málum skuldabréfa sem Landsbank- inn gaf út þann 9. október 2009. Full- trúar nýja bankans og slitabúsins undirrituðu samkomulagið í gær- kvöldi. Nýja samkomulagið byggir að vissu leyti á samkomulagi sem þess- ir aðilar höfðu gert með sér þann 8. maí og einnig var háð samþykki Seðlabankans og ráðuneytisins. Skuldabréfin sem um ræðir voru gefin út þegar eignum og skuld- bindingum gamla Landsbankans var skipt upp á milli slitabúsins og nýja bankans. Samkvæmt samkomulaginu verður lokagreiðsla Landsbankans til LBI af skuldabréfunum greidd Vaxtakjör verða óbreytt til 2018 Slitabú LBI fær heimild til að greiða forgangskröfuhöfum 400 milljarða króna. Slitabúið mun einnig fá undanþágur fyrir frekari greiðslum í framtíðinni. Þá hefur verið samið um að lokagreiðslur af skuldabréfi nýja Landsbankans verði greiddar á árinu 2026 í stað 2018. Friðrik Már Baldursson, prófessor í hagfræði við Háskólann í Reykjavík, segir að samkomulagið sem undirritað var í gær og undanþága Seðlabankans verði til góðs. „Þetta er eitt af þessum atriðum sem þurfa að vera til staðar til þess að það sé á endanum hægt að lyfta höftum,“ segir hann. Hann segir mál slitabúa Kaupþings og Glitnis vera annars eðlis en mál LBI. Tvö fyrrnefndu slitabúin hafi þegar greitt for- gangskröfuhöfum. Friðrik Már bendir á að það hafi verið búið að semja um skuldabréf nýja Landsbankans fyrir mörgum árum. „Það hefur legið alveg ljóst fyrir að þetta var allt of þungt. Þetta voru greiðslur upp á fjögur og hálft, eða hátt í fimm prósent af landsframleiðslu í fjögur ár,“ hann. Það hefði verið allt of þungt fyrir þjóðarbúið að greiða svo háar greiðslur í gjaldeyri. „Það þurfti að endurfjármagna þetta,“ segir hann. Lausnin hafi orðið sú að lengja í bréfinu og LBI fái þá að taka út gjald- eyri í lausu fé. „Það skapar engan þrýsting á gengið,“ segir Friðrik Már. Samkomulagið til góðs SAMKOMULAG Fulltrúar gamla og nýja Landsbankans undirrituðu í gær samkomulag um framlengingu skuldabréfa nýja bankans. Jón Hákon Halldórsson jonhakon@frettabladid.is í október árið 2026 í stað október 2018. Vaxtakjör verða óbreytt til októ- ber árið 2018. Það er 2,9 prósenta álag ofan á LIBOR vexti. Eftir það fer vaxtaálagið stighækkandi og verður 3,5 prósent vegna gjald- daga 2020 og að lokum 4,05 pró- sent vegna lokagjalddagans árið 2026. Hver gjalddagi á árabilinu frá 2016 til 2026 verður um 30 millj- arðar króna, nema árið 2018, en þá kemur til greiðslu jafnvirði um 40 milljarða króna. Við gildistöku samkomulagsins nú greiðir Landsbankinn jafnvirði um 30 milljarða króna og eru eftirstöðv- ar skuldabréfanna að lokinni þeirri greiðslu um 196 milljarðar króna. Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, segir tíðindin góð fyrir íslenskt efnahagslíf. Stigið sé veigamikið skref til að leysa við- fangsefni er varði skuldir þjóðar- búsins og afnám fjármagnshafta. „Skilmálar nýju skuldabréfanna eru mjög vel viðráðanlegir fyrir Landsbankann og mun þessi breyt- ing auðvelda bankanum alþjóð- lega lánsfjármögnun,“ segir Stein- þór sem kveður samkomulagið jafnframt fela í sér að sérstökum hömlum á arðgreiðslur hafi verið hrundið úr vegi til hagsbóta fyrir hluthafa. Það sé gríðar mikilvæg- ur áfangi fyrir Landsbankann sem unnið hafi verið að undanfarin ár.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.