Fréttablaðið - 05.12.2014, Page 18

Fréttablaðið - 05.12.2014, Page 18
5. desember 2014 FÖSTUDAGUR| FRÉTTIR | 18 STJÓRNMÁL Ólöf Nordal, fyrrver- andi varaformaður Sjálfstæðis- flokksins, tók í gær við lyklunum í sameinuðu innanríkisráðuneyti af þeim Sigmundi Davíð Gunn- laugssyni og Hönnu Birnu Krist- jánsdóttur. Ólöf er fyrsti utanþingsráðherr- ann í ríkisstjórn sem Sjálfstæðis- flokkurinn á aðild að síðan Geir Hallgrímsson var utanríkisráð- herra 1983-1986. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, gerði tillögu á þingflokksfundi í gærmorgun um að Ólöf yrði skipuð. Að sögn Ragnheiðar Ríkharðsdóttur kom skipanin þingflokknum á óvart, en hún var samþykkt engu að síður. Í samtali Bjarna Benediktssonar við blaðamenn að loknum þing- flokksfundi sagðist hann hafa rætt við Einar K. Guðfinnsson um að hann tæki embættið að sér. „Það er rétt að sama dag og Hanna Birna tjáði mér að hún myndi óska lausnar úr embætti, þá setti ég mig í samband við Einar Kristin og bað hann um að íhuga það hvort hann vildi koma og leysa hana af hólmi. Við höfum í millitíðinni átt nokkur samtöl, síðast í gær, og niðurstaðan er sú að hann óskar ekki eftir því að það verði gerðar breytingar á hans stöðu,“ sagði Bjarni. Hann sagðist þá ekkert hafa verið að þrýsta frekar á um það og Ég hef engin viðbrögð við þessu. Ég óska Ólöfu bara alls hins besta. Unnur Brá Konrásdóttir, þingmaður Sjálfstæðis- flokksins Jón Hákon Halldórsson jonhakon@frettabladid.is Óvænt skipun Ólafar í embætti Ólöf Nordal var skipuð innanríkisráðherra í sameinuðu ráðuneyti í gær. Hún er fyrsti utanþingsráðherra í ríkisstjórn sjálfstæðismanna í 28 ár. Skipanin kom þingmönnum Sjálfstæðisflokksins á óvart. Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, þáði ekki boð um að gegna embættinu. Einar K. Guð- finnsson, þingmaður Sjálf- stæðisflokksins, segist mjög sáttur í embætti forseta Alþingis. Það sé helsta ástæðan fyrir því að hann þáði ekki boð um að verða innanríkis- ráðherra. „Ég tel sjálfur að þetta sé einhver sú mesta virðingarstaða sem einn þingmaður getur fengið, að vera æðsti yfirmaður löggjafarþings hverrar þjóðar. Í þessu felst bæði mikil ábyrgð en líka völd sem við stjórnmálamenn viljum gjarnan hafa með höndum. Þetta var auð- vitað meginástæðan,“ segir Einar í samtali við Fréttablaðið. Hann segist hafa þurft tíma til að hugsa sig um. „Mér fannst það spennandi að takast á hendur þau verkefni sem eru í innanríkisráðuneytinu. Ekki síst á samgöngusviðinu. Þess vegna þurfti ég nokkurn tíma til að hugsa mig um og fara yfir þessi mál meðal annars með minni fjölskyldu. En niðurstaðan varð þessi og ég er mjög sáttur við hana,“ segir Einar. Hann sé líka mjög sáttur við Ólöfu Nordal sem innanríkisráðherra. EINAR K. GUÐ- FINNSSON forseti Alþingis 210 hestafla dísilvél, 8 þrepa sjálfskipting með takkaskiptingu í stýri og loftpúðafjöðrun með Terrain Response drifbúnaði á öllum hjólum gera Land Rover Discovery 4 að einum öflugasta og þægilegasta jeppa sem völ er á. Meðal nýjunga eru breyttur framendi með nýjum aðalljósum, breytt afturljós, start/stopp ræsibúnaður og Meridian 380W hljómtæki. Þú færð allar nánari upplýsingar um verð og búnað á www.landrover.is E N N E M M / S ÍA / N M 6 4 4 3 9 *M ið að v ið u pp ge fn ar v ið m ið un ar tö lu r fr am le ið an da u m e ld sn ey tis no tk un í bl ön du ðu m a ks tr i. Á LAND ROVER DISCOVERY 4 Discovery 4 S – verð frá: 11.890.000 kr. Eldsneytisnotkun 8,8 l/100 km* í blönduðum akstri. BL Sævarhöfða 2, sími 525 8000 SKOÐAÐU ÞIG UM landrover.is RÍKISRÁÐ Ólöf Nordal nýskip- aður innan- ríkisráðherra á sínum fyrsta ríkisráðsfundi. því hefði hann gert tillögu um að skipa Ólöfu. Bjarni hafði svo sam- band við Ólöfu um kvöldmatar- leytið í fyrrakvöld og tjáði henni að hann væri kominn að endan- legri niðurstöðu. Klukkan eitt eftir hádegið hófst síðan ríkisráðsfundur á Bessa- stöðum, þar sem Ólöf tók form- lega við embætti. Að því loknu tók hún við lyklum að ráðuneytinu. Strax á eftir ríkisráðsfund sagði Ólöf við Fréttablaðið að það hefði komið sér mjög á óvart þegar hún var beðin um að taka embættið að sér. „Já, þetta kom mér mjög á óvart,“ sagði Ólöf og bætti því við að hún hefði hugsað málin mjög vel á þeim tíma sem hún hafði. Pétur Blöndal, þingmaður Sjálf- stæðisflokksins, hafði lýst því yfir opinberlega að hann hefði áhuga á að gegna ráðherraembætti. Hann kvaðst í samtali við Fréttablaðið hafa orðið fyrir vonbrigðum. „Ég vænti þess, sem þriðji maður í prófkjöri sjálfstæðis- manna í Reykjavík sameinaðri, að eiga þarna kost. Hins vegar held ég að nokkuð vel hafi tekist með valið að öðru leyti,“ sagði Pétur. Í samtali við fréttavefinn Vísi sagð- ist Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingflokksformaður sjálfstæðis- manna, einnig hafa orðið fyrir vonbrigðum. „Ef þú ert í pólitík þá ertu þar til að hafa áhrif. Ef þú telur þig hafa eiginleika og að þú sért þokkalega menntuð, hafa reynslu, þá verður maður að sjálfsögðu fyrir vonbrigðum,“ segir Ragn- heiður. Unnur Brá Konráðsdóttir hafði einnig verið orðuð við ráðherra- stól. „Ég hef engin viðbrögð við þessu. Ég óska Ólöfu bara alls hins besta. Það er mjög mikilvægt að það sé vel haldið utan um verk- efnin í þessu ráðuneyti,“ sagði Unnur Brá. ➜ Þingforseti ein mesta virðingarstaðan

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.