Fréttablaðið - 05.12.2014, Qupperneq 20
5. desember 2014 FÖSTUDAGUR
Fanney Birna
Jónsdóttir
fanney@frettabladid.is
STJÓRNMÁL „Tilfinningin er ólýsan-
leg. Ég er auðmjúk gagnvart þessu
verkefni og í raun og veru lífinu
öllu. Það eru þær tilfinningar sem
bærast í brjósti mér. Þakklæti og
auðmýkt,“ segir Ólöf Nordal, nýskip-
aður innanríkisráðherra.
Ólöf tók við embættinu af Hönnu
Birnu Kristjánsdóttur, varafor-
manni Sjálfstæðisflokksins, sem
ákvað að segja af sér í síðasta mán-
uði. Ólöf er ekki ókunnug stjórn-
málum. Hæst ber varaformennsku
hennar í Sjálfstæðisflokknum á
árunum 2010 til 2013 og auk þess
var hún þingmaður frá 2007 til árs-
ins 2013.
Haustið 2012 tilkynnti Ólöf, flest-
um að óvörum, að hún hygðist ekki
gefa kost á sér fyrir Sjálfstæðis-
flokkinn og hygðist hætta sem
varaformaður á Landsfundi flokks-
ins um vorið. Hún gaf á þeim tíma
þær skýringar að maðurinn henn-
ar, Tómas Már Sigurðsson, væri að
taka við nýju starfi hjá Alcoa sem
fól í sér flutning af landi brott. Ólöf
flutti með Tómasi og börnum þeirra
til Genf, þar sem þau bjuggu þar til
á nýliðnu sumri.
Hvað hefur breyst hjá Ólöfu síðan
þá?
„Það hefur margt breyst. Maður-
inn minn fékk annað starf, sem
gerir það að verkum að hann er nú
meira og minna aldrei heima og er
fluttur til New York. Ég var farin
að hugleiða það áður en þetta nokk-
urn tímann kom upp hvort ég ætti
kannski að vera heima. Ég gæti
alveg eins verið heima og beðið
eftir honum þar með alla mína fjöl-
skyldu eins og að vera þarna úti.
Síðan gerist það í vetur að yngsta
dóttir okkar er komin í skóla hérna,
líður óskaplega vel á Íslandi, enda er
best að vera hér. Þannig að það eru
svona hlutir sem hafa breyst. Svo
náttúrulega kemur þetta tækifæri
til viðbótar, það breytti miklu líka,“
segir Ólöf.
„Ég er tilbúin“
Ólöf greindist í sumar með illkynja
krabbameinsæxli sem var fjar-
lægt með skurðaðgerð og í kjölfar-
ið undirgekkst hún nokkurra mán-
aða lyfjameðferð sem lauk í síðustu
viku. Hún segist tilbúin í þetta verk-
efni sem embætti ráðherra í innan-
ríkisráðuneytinu er, þrátt fyrir
að svo stutt sé liðið frá veikindum
hennar.
„Ég er tilbúin. Þetta gekk afskap-
lega vel. Nú er ég bara komin í eft-
irlit eins og aðrir og búin að læra
það að hugsa vel um sjálfa mig og
hlusta á líkama minn. Það er búið
að útskrifa mig af „dælustöðinni“
eins og ég kallaði það og ég er til-
búin til að takast á við þetta verk-
efni. Ég hefði ekki látið mér detta
það í hug, af því ég ber það mikla
virðingu, eins og við öll, fyrir þeim
verkefnum sem ríkisstjórn Íslands
sinnir, að taka að mér þetta verkefni
nema af því ég héldi að ég gæti gert
það. Það á við á öllum sviðum, bæði
per sónulega og eins þá út frá þessu
starfi sem undir er,“ segir Ólöf.
Hélt hún myndi detta úr stólnum
Skipun Ólafar bar brátt að og kom
flestum þingmönnum Sjálfstæðis-
flokksins á óvart. Ólöf segist sjálf
hafa verið mjög hissa.
„Það var eiginlega enginn aðdrag-
andi að þessu. Ég var bara að hugsa
um aðra hluti. Fyrir örfáum dögum
kom formaður Sjálfstæðisflokks-
ins og viðraði þessa hugmynd við
mig og ég hélt að ég myndi detta
úr stólnum. Þetta er auðvitað hans
ákvörðun og hann spurði mig síðan
á miðvikudagskvöld hvort ég væri
reiðubúin að taka þetta að mér og
ég jánkaði því.“
Margir voru kallaðir til að gegna
ráðherraembættinu, þar á meðal
nokkrir þingmenn sem nú sitja
eftir með sárt ennið. En af hverju
var Ólöf útvalin? Treystir formað-
ur Sjálfstæðisflokksins ekki þing-
mönnum sínum til að gegna ráð-
herraembættum?
„Ég get ekki svarað því hvernig
hans ákvörðun er tekin, það þarf
að spyrja hann að því. Ég veit hins
vegar að það er mjög gott fólk í
þingflokki Sjálfstæðis flokksins,“
segir hún.
Ólöf þvertekur þó fyrir að þetta
þýði að hún stefni aftur á þing í
næstu kosningum.
„Það er ekkert öruggt eins og ég
hef lært. Ég var bara beðin um að
taka að mér þetta verkefni, þetta
starf og þetta embætti núna. Það
var ekkert rætt meira í kringum
það. Þessi ákvörðun er alveg sjálf-
stæð. Hún hefur ekki neitt með það
að gera að ég sé að koma aftur í póli-
tík,“ segir Ólöf.
Þarf svigrúm
Ólöf tók við lyklunum að ráðuneyt-
inu í gær. Hún segist fyrst og fremst
hlakka til að kynnast fólkinu sem
þar starfar.
„Það er mjög gott fólk í innan-
ríkisráðuneytinu. Mjög færir emb-
ættismenn sem margir hafa starfað
þar lengi. Og sumir meira að segja
það lengi að ég vann með þeim
þegar ég tók mín fyrstu skref sem
lögfræðingur í samgönguráðuneyt-
inu. Ég hef fyrst og fremst hugleitt
það að kynnast því fólki, kynnast
þeim störfum sem þar eru og und-
irbúa mig undir þau verkefni sem
eru framundan. Lengra er ég ekki
komin og mér finnst ekki skynsam-
legt fyrir mig að segja neitt meira
strax. Ég vil bara gefa mér og okkur
öllum þarna tíma og ráðrúm til þess
að setja okkur vel inn í mál. Ég verð
bara að fá svigrúm til þess að gera
það og ég veit að fólk skilur það.“
Ýmislegt hefur gengið á í ráðu-
neytinu undanfarið ár en Ólöf er
ekki hrædd um að það verði erfitt að
vinna traust starfsmanna að nýju.
„Ég kvíði því ekki. Ég veit að
þetta er gott fólk sem þarna er og
ég kem fersk að borðinu með aðeins
sjálfa mig í farteskinu. Ég kvíði því
alls ekki,“ segir Ólöf.
Mikilvægt að ná niður skuldum
Samhliða störfum í ráðuneytinu
mun Ólöf eðli málsins samkvæmt
setjast í ríkisstjórn. Hún segir að
þar muni fjármálaráðherra eignast
stuðningsaðila í þeirri forgangs-
röðun í ríkisfjármálum sem verið
hefur.
„Ég er eindreginn stuðningsmað-
ur þess að við einhendum okkur sem
fyrst í það að lækka skuldir og mér
finnst við vera á réttri leið. Ég er
ánægð með að sjá þær hagvaxtatöl-
ur sem við höfum séð og allir vísar
sem við sjáum í efnahagsmálum eru
jákvæðir. En það skiptir miklu máli
um leið að halda fast utan um ríkis-
fjármálin. Ég veit að það eru mörg
verkefni á sviði hins opinbera
sem bíða og víða búið að kreppa
að þessi erfiðu ár. En ég held að
það sé mikilvægt að við höldum
þetta út af því að við verðum að
ná niður skuldunum. Við verðum
að leggja inn í bankann, til þess
að geta bætt lífskjörin á þann hátt
sem við viljum. En við sjáum strax
að það eru jákvæð teikn á lofti og
ég er ánægð með það að og mun
leggja mitt af mörkum í því,“ segir
Ólöf að lokum.
Enginn aðdragandi
Ólöf Nordal, fyrrverandi varaformaður Sjálfstæðisflokksins, sneri aftur í stjórn-
málin í gær þegar hún settist í stól innanríkisráðherra. Ólöf segir margt hafa
breyst frá því hún ákvað að hætta og er tilbúin þrátt fyrir alvarleg veikindi.
LYKLASKIPTI Vel fór á með Ólöfu Nordal og Hönnu Birnu Kristjánsdóttur þegar sú
fyrrnefnda tók við lyklavöldum í ráðuneytinu í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
● Ólöf er fædd þann 3. desember 1966. Hún er lög-
fræðingur frá Háskóla Íslands og með MBA-gráðu frá
Háskólanum í Reykjavík.
● Hún var varaformaður Sjálfstæðisflokksins árin
2010–2013. Hún sat á Alþingi fyrir Norðausturkjör-
dæmi 2007–2009 og Reykjavíkurkjördæmi suður
2009–2013. Á þingi sat Ólöf meðal annars í sam-
göngunefnd sem varaformaður, í allsherjarnefnd,
utanríkismálanefnd, stjórnskipunar– og eftirlitsnefnd,
fjármálanefnd, kjörbréfanefnd og sérnefnd um
stjórnarskrármál.
● Áður en Ólöf tók sæti á Alþingi var hún framkvæmda-
stjóri Orkusölunnar og þar áður framkvæmdastjóri
sölusviðs RARIK 2004–2005 og yfirmaður heildsölu-
viðskipta hjá Landsvirkjun 2002–2004.
● Ólöf var deildarstjóri lagadeildar Háskólans á Bifröst
frá 2001–2002, auk þess sem hún sinnti stunda-
kennslu við skólann 1999–2002 samhliða starfi sínu
sem lögfræðingur Verðbréfaþings Íslands á árunum
1999–2001. Á árunum 1996–1999 gegndi hún starfi
deildarstjóra í samgönguráðuneytinu og starfaði í
lögfræðideild Landsbanka Íslands 1995–1996.
● Eiginmaður Ólafar er Tómas Már Sigurðsson og eiga
þau fjögur börn.
Hver er Ólöf Nordal, nýr innanríkisráðherra?
1. 2.
3.
4.
5.
6.
7.
8.
9.
10.
11.
12.
13.
14.
15.
16.
17.
18.
19.
20.
21.
22.
15.
16.
23.
24.
25.
15.
26.
27.
28.
29.
30.
31.
32.
33.
34.
35.
36.
37.
| FRÉTTAVIÐTAL | 20
NÝR RÁÐHERRA TEKUR VIÐ