Fréttablaðið - 05.12.2014, Síða 32

Fréttablaðið - 05.12.2014, Síða 32
5. desember 2014 FÖSTUDAGUR| SKOÐUN | 32 Liggurðu á skoðunum þínum? Það er algjör óþarfi . Sendu greinina þína á greinar@visir.is og við komum henni á framfæri hið snarasta. Enn og aftur er allt í upp- námi vegna rammaáætlun- ar og lítil von til þess að sátt náist um virkjunarkosti þar. Það er þó önnur áætlun í gangi, Rammaáætlun Orku- seturs, en þar er enginn bið- flokkur og virkjunarfram- kvæmdir nú þegar hafnar af krafti. Áður en það líður yfir landverndarfólk er rétt að nefna að þessar fram- kvæmdir hafa engin áhrif á náttúru landsins. Hér verða kynntir tveir virkjunarkostir sem losa umtalsvert magn raforku með gríðarlegri hagkvæmni. Þessir virkjunarkostir hafa líka þann kost að áhrif þeirra eru mest á dimmasta og kaldasta tíma ársins þegar vatnsaflsvirkjanir okkar eiga hvað erfiðast. Ljósavirkjun Glóperan góða hefur nú hvatt landsmenn eftir um hundrað ára þjónustu á Íslandi og ný ljóstækni tekur nú við. Glóperan féll á orku- nýtniprófinu þar sem alltof stór hluti raforkunnar tapast sem hiti. Margir benda réttilega á að sam- kvæmt eðlisfræðilögmálum tap- ast enginn orka heldur breytist hún einungis úr einni mynd yfir í aðra. Þessar ólíku myndir ork- unnar, í þessu tilfelli raforka og hitaorka, eru hins vegar misverð- mætar. Á Íslandi kostar til dæmis raforka um 14 kr./kWst en hitaorka frá jarðvarma aðeins um 3 kr./ kWst. Það er því lítið vit í því að hita hús með glatvarma úr glóper- um. Nýja ljóstæknin þarf minna afl til að skila sama ljósmagni og þannig spara heimilin orku og pen- inga án þessa að glata neinum lífs- gæðum. Orkusetur hefur sett í loftið ljóstíma- reiknivél bæði á vefinn og sem app. Reiknivélin á að aðstoða neytendur að átta sig á hvað ljóstíminn kostar í raun fyrir mis- munandi perur. Hag- kvæmni peranna ræðst af stofnkostnaði, rekstr- arkostnaði og endingu. Þegar kostnaður á ljós- tíma er skoðaður kemur í ljós að í raun eru LED- og flúrperur hagstæðustu lausn- irnar. Landsmenn eru þegar byrj- aðir á þessum ljósaskiptum og ekki nóg með að þeir lækki eigin kostnað þá spara þeir tugi milljóna kWst sem nýta má í nýja atvinnu- uppbyggingu. Þetta köllum við að virkja innan kerfis enda eru allar rafeindir, sem sparast, til þjón- ustu reiðubúnar annars staðar í kerfinu. Einnig lækkar aflþörfin sem eykur heildarnýtni raforku- kerfisins. Varmadæluvirkjun Sem betur fer eiga Íslendingar jarðhitann sem sér 90% lands- manna fyrir ódýrri og umhverfis- vænni húshitun. Þau 10 prósent sem ekki hafa aðgang að jarðhita þurfa hins vegar að notast við raf- hitun sem er mun dýrari húshit- unarkostur þó að ríkið niðurgreiði rafhitun að hluta. Þrátt fyrir að hlutfallslega fáir íbúar búi við rafhitun þá er hún umfangsmik- ill hluti af almennri raforkunotk- un í landinu. Með varmadælum er hægt að fá 2-5 kWst af hita- orku úr hverri kWst af raforku sem knýr dæluna á meðan bein rafhitun skilar aðeins einni kWst af hita fyrir hverja kWst raforku sem fer inn í húsið. Með notkun varmadæla má því mæta sömu hitunarþörfinni með færri kWst af hágæða raforku. Varmadælur lækka orkureikning íbúa en líka niðurgreiðsluþörf Ríkissjóðs. Til að lækka stofnkostnað varmadælu- framkvæmda er nú boðið upp á eingreiðslur fyrir lögheimili auk þess sem hægt er að sækja um endurgreiðslu á virðisaukaskattin- um sem dælunum fylgir. Á heima- síðu Orkuseturs má finna reikni- vélar sem reikna hagkvæmni varmadæla. Alvöru virkjunarkostur Með einföldun má segja að ef raf- hitun og raforkunotkun lýsingar yrði helminguð með varmadæl- um og sparperum þá myndu losna um 300-500 GWst í raforkukerf- inu sem samsvarar um 50-100 MW virkjun. Þessi virkjun þarf ekkert umhverfismat og festist aldrei í bið- eða verndarflokki. Á meðan Íslendingar deila um virkj- unarkosti rammaáætlunar rísa nú orkusparnaðarvirkjanir bak við tjöldin öllum landsmönnum til hagsbóta. Mögulega verður orkan sem þú notar í næsta bíltúr á raf- bílnum þínum aðgengileg vegna nýrrar varmadælu eða sparperu hjá þér eða öðrum framsýnum landsmönnum. Rammaáætlun Orkuseturs Fyrr á þessu ári var fram- kvæmdastjóra Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni (FEB) sagt upp störfum án skýringa. Sterkar líkur hafa verið leiddar að því að raunveru- legar ástæður uppsagnar- innar væru athugasemdir framkvæmdastjórans við óeðlilega háar greiðslur til eiginmanns gjaldkera stjórnarinnar, vegna viku- legs tónlistarflutnings hans á dansleikjum félagsins. Það er athyglisvert að þessi uppsögn er ákveðin hálfum mán- uði eftir aðalfund félagsins en á fundinum var hvergi minnst á að uppsögn framkvæmdastjóra stæði til eða væri til skoðunar. Fram- kvæmdastjórinn var þá nýorðinn 60 ára og félagsmaður í FEB, sem á að öllu eðlilegu að standa vörð um hagsmuni fólks á þessum aldri, en ekki valda því tjóni. Félagsfundur um uppsögn Í lögum félagsins segir: „Fari 30 félagsmenn fram á það er stjórn félagsins skylt að halda félags- fund.“ Hátt í 300 félagsmenn kröfðust þess að haldinn yrði almennur félagsfundur þar sem stjórnin myndi útskýra ástæður uppsagnarinnar. Var félagsfundur haldinn hinn 14. apríl í vor og var einn fjölmennasti félagsfundur sem haldinn hefur verið í sam- komusal félagsins. Fundarstjóri var tilnefndur af stjórn félagsins. Á fundinum var samþykkt nær einróma áskorun til stjórnar félagsins að draga uppsögn fram- kvæmdastjórans til baka, enda komu engar haldbærar skýring- ar fram um ástæður uppsagnar- innar. Einnig lá fyrir fundinum tillaga um vantraust á stjórn félagsins. Eftir langar og heitar umræð- ur um tillöguna virt- ist öruggt að hún yrði sömuleiðis samþykkt með miklum meirihluta atkvæða fundarmanna. Fundarstjórinn bjargaði stjórninni þá fyrir horn og neitaði að bera van- trauststillöguna undir atkvæði. Hann úrskurð- aði að til að bera upp vantrausts- tillögu á stjórn þyrfti að boða til nýs fundar. Fundargerð félagsfundarins hefur enn ekki birst á vefsíðu félagsins og stjórnin ekki gengist við uppsögn framkvæmdastjór- ans. Engin tilkynning hefur bor- ist félagsmönnum um uppsögnina. Fundargerð frá félagsfundinum í apríl hefur ekki komið fram, nú 7 mánuðum síðar. Það er farið með þessa ákvörðun stjórnarinnar eins og mannsmorð sem minnir helst á stjórnarhætti í Kína eða Norður- Kóreu, þar sem reynt er að þegja óþægilegar og vondar ákvarðanir í hel. Stjórn frjálsra félagasamtaka eldri borgara á Íslandi árið 2014 fer eins að; tekur siðlausa geð- þóttaákvörðun um uppsögn fram- kvæmdastjóra félagsins og reynir svo að láta líta út fyrir að ekkert hafi gerst. Krefjast nýs félagsfundar Í september sl. fóru svo rúmlega 40 félagsmenn fram á, með vísan til orða fundarstjóra á félagsfundi sl. vor, að nýr félagsfundur yrði haldinn og að á dagskrá yrði til- laga um vantraust á stjórn félags- ins, m.a. fyrir að hafa á engan hátt sinnt eða orðið við kröfu hins fjöl- menna félagsfundar í apríl eða að stjórnin hygðist hlusta á eða fara að lýðræðislegum kröfum félags- manna. Þetta var ekki bænaskrá eins og Íslendingar sendu Dana- konungum á sinni tíð. Þetta var krafa félagsmanna í lýðræðisleg- um samökum með vísan til laga félagsins. Stjórn félagsins hefur engin viðbrögð sýnt við þessari kröfu, nú tveimur mánuðum eftir að hún var afhent og brýtur þar með ótvírætt lög eigin félags. Óheiðarleiki formanns og gjaldkera Það er athyglisvert að gjaldkeri stjórnarinnar er einnig varafor- maður í stéttarfélagi innan BHM og formaðurinn er fyrrverandi formaður starfsmannafélagsins Sóknar. Sem varamaður á Alþingi í stuttan tíma fyrir alllöngu var hún m.a. meðflutningsmaður laga- frumvarps um skyldur atvinnu- rekenda til að rökstyðja uppsagn- ir. Hún hefur sjálf ekki getað rökstutt þá uppsögn sem hún und- irritaði hjá Félagi eldri borgara sl. vor. Stundum er sagt að athafnir manna séu siðlausar en löglegar. Athafnir stjórnar FEB eru sið- lausar og ólöglegar. Því miður er hræsnin og þöggunin allsráðandi í Félagi eldri borgara í Reykjavík þessa dagana. Siðlaus stjórn Félags eldri borgara í Reykjavík Í dag er alþjóðlegur dagur sjálfboðaliðans. Hefur hann verið haldinn hátíð- legur síðan 1985 að undir- lagi Sameinuðu þjóðanna. Markmiðið er að fagna störfum sjálfboðaliða um allan heim, varpa ljósi á óeigingjarnt starf þeirra og færa þeim þakkir fyrir. Íslendingar eru þar ekki undanskildir. Við sem störfum að mannúðar- starfi eigum allt undir framlagi sjálfboðaliða, hvort heldur er í verkefnum inn- anlands eða erlendis. Rauði krossinn er stærstu mannúðarsamtök í heimi. Virkir félagar hreyfingarinnar á heims- vísu eru um 110 milljónir sem starfa í 189 landsfélögum. Marg- ir þessara félaga eru virkir sjálf- boðaliðar sem bjóða fram þjón- ustu sína án þess að fara fram á nokkra umbun aðra en þá að gera vel – að gera heiminn að betri stað. Þann 10. desember næstkom- andi fagnar Rauði krossinn á Íslandi 90 ára afmæli. Starf félagsins á Íslandi hefur ætíð miðast við að veita þeim aðhlynn- ingu sem mest þurfa á að halda. Alþjóða Rauði krossinn var upp- haflega stofnaður til að tryggja líf og heilsu óbreyttra borgara í vopnuðum átökum og særðra her- manna á vígvellinum. En neyðar- ástand getur skapast þrátt fyrir að ekki sé um vopnuð átök að ræða. Það þekkjum við á Íslandi vel, þar sem náttúran er óút- reiknanleg og á tíðum miskunn- arlaus. Þegar neyðarástand skap- ast vegna náttúruhamfara eru sjálfboðaliðar Rauða krossins reiðubúnir til að hlúa að fólki sem fyrir þeim verða. Það hefur sýnt sig oftar en einu sinni, hvort sem um er að ræða eldgos sem ógna lífi fólks, mannskæð snjóflóð, stórbruna eða slys. En starf sjálfboðaliða Rauða krossins á Íslandi er enn fjöl- breyttara. Margir þeirra bjóða ekki aðeins fram starfskrafta sína í neyðarástandi, heldur allt árið um kring. Með því að veita sál- rænan stuðning til félagslega ein- angraðra einstaklinga, styðja við flóttafólk, prjóna hlý föt handa fólki hinum megin á hnettinum, aðstoða og styðja við fólk með geðraskanir eða safna fé fyrir alþjóðlegu hjálparstarfi. Þetta er ekki tæmandi listi. Umfang verk- efna Rauða krossins er meira en fólk gerir sér yfirleitt grein fyrir. En eitt er víst, starfið væri ómögulegt án sjálfboðaliðanna – þeir eru hreyfiafl mannúðarstarfs á Íslandi og í heiminum öllum. Kæru sjálfboðaliðar, dagurinn er ykkar. Rauði krossinn þakkar fyrir sig! Sjálfboðaliðar eru hreyfi afl mannúðarstarfs Þegar spurt er hvað felst í kynbundnu ofbeldi þá þykir liggja í augum uppi hvað um ræðir. Karlar sem meiða konur. Einfalt svar innan tvípóla kynjakerfis. Hins vegar er kynbundið ofbeldi örlítið flóknara. Á meðal fórnarlamba leynast fleiri; transfólk, samkyn- hneigðir og einstaklingar úr öðrum hópum sem ekki falla innan ramma tvípóla kynjakerfisins og gagn- kynhneigðrahyggju. Að vissu leyti er ofbeldið sem þessir einstaklingar verða fyrir kynbundið ofbeldi. Dagleg tilvera okkar er skipulögð samkvæmt kúnstarinnar reglum; sumar þeirra hjálpa til við fram- gang samfélagsins, en aðrar gera lítið annað en að halda aftur af okkur. Dæmi um eitt af því síðar- nefnda er tvípóla kynjahyggja og hið gagnkynhneigða regluveldi sem hafa þróað gríðarlega gagn- kynhneigðrarembu og kynvitund- arfordóma í samfélaginu. Þó að þessi hugtök séu afar óþjál þá eru þau lýsandi fyrir kerfi sem stór partur af samfélaginu hlýðir hugs- unarlaust. Í huga manneskju sem þjáist af gagnkynhneigðrarembu er fólk með hneigðir til sama kyns brot- legt; brotið felst í því að annar aðil- inn í samkynja sambandi hljóti að vera að taka að sér hlutverk hins gagnstæða kyns því að sambönd þurfi að vera samsett af karli og konu. Þetta þykir brotleg hegðun því að karlmenn eiga ekki að lækka sig niður í kvenlegt athæfi og konur þykja ekki nógu góðar til að taka að sér karlmannleg hlutverk. Á sama hátt réttlætir gagnkynhneigðra- remba ofbeldi gegn transfólki þar sem staðalmyndir kynjanna eru meitlaðar í stein og allir þeir sem voga sér að hrófla við þeirri valda- skipan sem ákvörðuð er strax við fæðingu skulu gjöra svo vel að þjást fyrir það. Það ætti að vera ljóst að óttinn sem hinsegin fólk vekur hjá þeim sem halda í svarthvíta valda- skiptingu heimsins er rekinn áfram af hreinu og beinu kvenhatri. Þess vegna er mikilvægt að gera sér grein fyrir því að gagnkyn- hneigðraremba og kynvitundar- fordómar eru greinar af því stóra tré sem kvenfyrirlitning er, og ofbeldi gagnvart þessum hópi telst kynbundið ofbeldi. Því verða þessi vandamál ekki leyst fyrr en kven- fyrirlitning og kynbundið ofbeldi hefur verið upprætt. Þannig er ráðist að rót vandans í stað þess að sníða nokkrar greinar af, sem myndu vafalaust vaxa aftur áður en langt um liði. Hvernig hinsegin fólk er fórnarlömb kynbundins ofbeldis ORKUMÁL Sigurður Ingi Friðleifsson framkvæmdastjóri Orkuseturs ➜ Hér verða kynntir tveir virkjunarkostir sem losa umtalsvert magn raforku með gríðarlegri hagkvæmni. ➜ Þetta var ekki bænaskrá eins og Íslendingar sendu Danakonungum á sinni tíð. Þetta var krafa félagsmanna í lýðræðislegum samtökum með vísan til laga félagsins. Stjórn félagsins hefur engin viðbrögð sýnt við þessari kröfu …➜ Þess vegna er mikilvægt að gera sér grein fyrir að gagn- kynhneigðraremba og kynvitundarfor- dómar eru greinar af því stóra tré sem kvenfyrir litning er og ofbeldi gagnvart þessum hópi telst kynbundið ofbeldi. ➜ Margir þeirra bjóða ekki aðeins fram starfskrafta sína í neyðarástandi, heldur allt árið um kring. Með því að veita sálrænan stuðning til félags- legra einangraðra einstaklinga … FÉLAGSSTARF Björn Grétar Sveinsson félagsmaður í FEB KYNBUNDIÐ OFBELDI Ásta Lovísa Arnórsdóttir nemi í HÍ og fulltrúi í Félagi ungra jafnréttissinna HJÁLPARSTARF Hermann Ottósson framkvæmdastjóri Rauða krossins á Íslandi
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.