Fréttablaðið - 05.12.2014, Side 45

Fréttablaðið - 05.12.2014, Side 45
LÍFIÐ 5. DESEMBER 2014 • 7 Valgeir Valgeirsson, þekkt- ur fyrir bruggstörf sín hjá Borg Brugghúsi, hefur yfirum- sjón með þróun nýju sérútgáf- unnar af íslenska Brennivín- inu. „Við ákváðum að fara út í smá ævin týramennsku með Brennivínið í ljósi 80 ára af- mælis þess á næsta ári, en ekki síður í ljósi þeirrar miklu vakningar sem er að eiga sér stað í bragð- meiri drykkjum og mat, í henni liggja augljós tæki- færi fyrir afgerandi vöru eins og Brennivín sem nú er að eignast nýjan áhang- endahóp, talsvert ólíkan þeim fyrri,“ segir Valgeir. Verið er að gera ýmsar æfingar með Brennivínið en fyrsta útgáfan er jóla- útgáfa. „Fyrir hana flutt- um við inn notaðar sérrí- tunnur ásamt notuðum búrbón tunnum frá Bandaríkjun- um. Við fylltum þær af Brennivíni fyrir um 6 mánuðum og höfum látið þetta þroskast í þann tíma en þroskunin breytir víninu um- talsvert. Í tunnunum þéttist fyll- ingin og vínið mýkist til muna, en einnig færa tunnurnar því lit og ýmis krydd og vanillu sem greina má í bland við hina hefðbundnu kúmenkrydd- un sem fyrir er í Brennivín- inu,“ lýsir Valgeir og bend- ir á að jólabrennivínið í ár sé því blanda af sérrít- unnuþroskuðu Brennivíni og búrbóntunnuþroskuðu, sem hrært sé saman rétt fyrir átöppun. „Jólaútgáfa Brennivíns í ár hentar sérstaklega vel með rúgbrauði, kryddsíld og reyktu kjöti svo eitt- hvað sé nefnt,“ segir Val- geir að lokum. JÓLA BRENNIVÍNIÐ ÞROSKAST Í SÉRRÍ- OG BÚRBÓNTUNNUM Ný sérútgáfa af íslensku Brennivíni er fáanleg núna fyrir jólin. Um er að ræða gamla góða Brennivínið sem hefur nú fengið að þroskast á notuðum sér- rítunnum annars vegar og búrbóntunnum hins vegar, í 6 mánuði. Brennivín verður 80 ára á komandi ári og því var ákveðið að fara áður ótroðnar slóðir. Brennivín Jól 2014 kemur í verulega takmörkuðu upplagi og mun fást á völdum börum og veitingahúsum, auk Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar og Vínbúðanna. Ákveðið var að fara út í smá ævintýramennsku með Brennivínið í ljósi 80 ára afmælis þess á næsta ári.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.