Fréttablaðið - 05.12.2014, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 05.12.2014, Blaðsíða 46
8 • LÍFIÐ 5. DESEMBER 2014 Æfingar þurfa ekki alltaf að taka langan tíma til þess að vera skil- virkar. Svokallaðar lotuæfingar eða skorpuþjálfun hafa sýnt fram á mjög góðan árangur þegar bæta á þol og brenna á fitu. Rannsókn- ir hafa sýnt að fitubrennslan haldi áfram í marga klukkutíma eftir að æfingu er lokið. Ekki ætti þó að taka lotuæfingar oftar en tvisv- ar til þrisvar sinnum í viku vegna hættu á mjólkursýrumyndun. Þessa lotuæfingu er hægt að gera hvar sem er, hvenær sem er. Það eina sem þú þarft er tæki til þess að taka tímann og örlítil upp- hækkun fyrir fætur. Hverja æfingu skal gera í 40 sekúndur með 20 sekúndna hvíld á milli æfinga. Samtals eru svo gerðir 4-8 hringir af þessum 4 æf- ingum, eftir því hversu langa æf- ingu maður vill taka. Nanna Árnadóttir íþróttafræðingur GERÐU ÆFINGAR HEIMA HJÁ ÞÉR Lotuæfingar taka ekki langan tíma og er hægt að gera nánast hvar og hvenær sem er, hvort sem þú ert heima eða á ferðalagi. ÆFINGARNAR ERU EFTIRFARANDI 4 SPRELLI- KARLA HOPP Stattu með hendur og fætur saman. Hoppaðu sundur með fætur og lyftu höndunum bein- um upp fyrir höfuð í leiðinni, frá mjöðmum. Hoppaðu svo aftur saman. 3 HÁR PLANKI MEÐ SPRELLIKARLIKomdu þér fyrir í plankastöðu með lófa í gólfi. Passaðu að bein lína sé frá öxlum og niður í hæla og að lófar séu staðsettir beint undir öxlum. Spenntu kviðinn og bakið vel svo mjóbak og mjaðmir detti ekki niður. Hoppaðu svo sundur og saman með fæturna. 2 ARMBEYGJUR MEÐ UPPHÆKKUN Á FÓTUMKomdu fótunum fyrir á örlítilli upphækkun og hafðu þá hvorn upp við annan. Settu lófana í gólfið, aðeins gleiðari en í axlabreidd og staðsettu hendurnar þannig að þær séu í sömu línu og brjóstkassi. Passaðu að spenna kvið og bak svo þú fáir ekki fettu á mjóbakið. Beygðu olnbogana niður svo þeir myndi 45° horn og ýttu þér svo aftur upp. Ef þú getur ekki tekið armbeygjuna með upphækkun á fótum, settu þá fæturna á gólfið. Ef það er enn of erfitt settu þá hnén í gólfið. FRAMSTIGSHOPP Byrjaðu með fætur saman. Stígðu með annan fótinn fram og beygðu bæði hnén niður svo þau myndi 90° horn. Neðra hnéð á að nema við gólf en það fremra á að vera beint yfir hælnum. Hoppaðu beint upp, skiptu um fót í loftinu og lentu í sömu stöðu og áður en þú hoppaðir upp, með hinn fót- inn fyrir framan. 1 Linda Björg Árnadóttir hönnuður fékk það skemmtilega verkefni að hanna óróa fyrir Jólasveinaseríu Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra. Hún segir innblásturinn kominn frá íslenskum jólasveinum og þetta árið hafi Gilja- gaur orðið fyrir valinu. „Innblásturinn að óró- anum kom frá íslensku jólasveinunum en það var viðfangsefnið sem okkur var gefið og svo munsturheimur Scintilla,“ segir Linda en hún hannar vörur undir sínu eigin merki sem hún kallar Scintilla. Margvísleg verkefni eru fram undan hjá vörumerkinu en Linda kemur til með að kynna nýja fatalínu eftir áramót sem og ört stækkandi hótellínu. „Við erum einnig að hanna ýmislegt fyrir hóteliðnaðinn en það er vaxandi markaður á Íslandi,“ segir hún. Jólaóróinn fer í sölu í dag en markmið með gerð og sölu Giljagaurs er að auðga líf fatlaðra barna og ungmenna. ÍSLENSK HÖNNUN OG RITSNILLD SAMAN Í EINA SÆNG Linda Björg Árnadóttir og Bubbi Morthens leiddu saman hesta sína og hönnuðu óróa fyrir Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra Linda og Bubbi Innblásturinn kom frá íslensku jólasveinunum SÍ A 196 9 GLER OG SPEGLARSmiðjuvegi 7 Kópavogi • Sími 54 54 300 • ispan .is VELKOMIN Í SÖLUDEILD OKKAR Sandblásum á gler, spegla og aðra glermuni Heilsuvísir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.