Fréttablaðið - 05.12.2014, Blaðsíða 52

Fréttablaðið - 05.12.2014, Blaðsíða 52
14 • LÍFIÐ 5. DESEMBER 2014 Stofnendur fyrirtækisins, Frank Angelo og Frank Toskan, vildu láta gott af sér leiða í heiminum og ákváðu að koma saman ásamt starfsfólki M·A·C árið 1994 til þess að stofna M·A·C AIDS Fund. Markaðsherferðin hófst svo með VIVA GLAM-varalit í fallega rauð- um lit, honum var skotið af stað svo allur heimurinn heyrði. Fyrsti varaliturinn var framleiddur til þess að safna peningum og vekja athygli á AIDS á tímum heimsfar- aldurs sem hafði veruleg áhrif á tískusam félagið og var upphaf- lega brennimerktur sem homma- sjúkdómur. Sú ákvörðun var tekin að allur hagnaður af hverri VIVA GLAM-vöru færi beint til þess að hjálpa körlum, konum og börnum sem þjást af HIV/AIDS en staðan í dag er sú að yfir 40 milljón manns lifa við HIV/AIDS í heiminum og rúmlega 5.000 manns deyja á degi hverjum. Hugmyndin að VIVA GLAM var að fagna líflegu og hreinskilnu viðhorfi félagsins. Þetta teng- ist allt sýn fyrirtækisins og slag- orðunum All Ages, All Races, All Sexes (Allur aldur, allir kynþætt- ir, öll kyn). Þau hafa fengið til liðs við sig fjölmarga fræga einstak- linga sem talsmenn VIVA GLAM og eiga þeir flestir það sameig- inlegt að vera ögrandi og áhrifa- miklir, sem á að endurspegla fjöl- breytileika samfélagsins. Meðal þeirra eru Lady Gaga, Cyndi Lau- per, Ru Paul, Sir Elton John, Mary J. Blige, Shirley Manson, Dita Von Teese, Ricky Martin, Rihanna og Pamela Anderson. Í ár var 6. skiptið sem HIV Ís- land fékk styrk úr M·A·C AIDS Fund. Í ár styrkti sjóðurinn fé- lagið um 2.000.000 kr. Styrkur- inn hefur gert félaginu kleift að vinna óeigingjarnt forvarnarstarf hjá unglingum í 9. og 10. bekkjum í öllum skólum á landinu, sem er mikilvægur hlekkur í því að vekja unga fólkið til umhugsunar, koma í veg fyrir útbreiðslu sjúkdómsins og eyða fordómum. VIVA GLAM SAFNAÐI TVEIMUR MILLJÓNUM Það kannast flestir við kanadíska snyrtivörufyrirtækið M·A·C en það var stofnað árið 1985 og hefur verið leiðandi á snyrtivörumarkaði um árabil ásamt því að hafa komið af stað herferð til þess að berjast gegn HIV/AIDS í nafni VIVA GLAM. MEÐ EINUM VARALIT ER HÆGT AÐ: ● Kaupa skólabækur og efni fyrir 7 HIV-smituð börn í Afríku ● Þjálfa tvo kennara í Rússlandi til að vera með forvarnarkennslu í skólum ● Kaupa næg lyf til þess að koma í veg fyrir HIV-smit frá móður til barns fyrir tvö börn í Afríku ● Kaupa ársbirgðir af lyfjum fyrir fullorðinn HIV-smitaðan í Simbabve ● Yfir 50 blóðprufur og rannsókn- ir á HIV-smituðum á Indlandi ● Kaupa mat í heilan mánuð fyrir HIV-smitað munaðarlaust barn í Kína ● Kaupa þrjú net sem vernda þrjú börn fyrir moskítóflugum í Úganda Ragnheiður Guðmundsdóttir blaðamaður Til eru margar tegundir hyljara og úrvalið er endalaust. Eins og nafnið gefur til kynna eru hyljarar til þess fallnir að hylja dökka tóna á húð, bólur, ör og aðrar misfellur á húð- inni. Mikilvægt er að velja hylj- ara sem hentar því sem hann er ætlaður í og fell- ur vel að húðlit. Hér koma nokk- ur góð ráð þegar kemur að notkun hylj- ara. Það er eins með hyljara og annan farða að það er mikilvægt að næra húðina áður en hann er settur á. Gott rakakrem sem hentar þinni húðgerð er algjörlega nauðsynlegt sem fyrsta skref fyrir fallegt og frísk- legt útlit. Til þess að fela bauga undir augum er gott að nota ferskju- eða rauð- tónahyljara til þess að vega á móti blámanum undir augunum. Hylj- ari sem þú notar til að hylja bauga þarf að vera þunnur og rakagef- andi, ef hann er of þurr getur hann ýkt eða myndað hrukkur undir augum. Til þess að fela mikinn roða eftir sólbruna er gott að byrja á að bera á sig rakagef- andi krem. Bera svo hyljara án ilm- efna á húðina var- lega með mjög mjúkum bursta. Á bólur er gott að nota örlítið þykk- ari og þurrari hyljara sem haldast vel á húð- inni yfir daginn. Til þess að fela bólurnar og annan roða á húð virkar vel að nota græn- og gul- tónahyljara til þess að vinna á móti roðanum og setja svo farða sem passar húðlitnum yfir. Til þess að fá frísklegra útlit án mik- illar fyrirhafnar og án þess að bera farða á allt andlitið er hægt að bera þunnan hyljara á augnlok og undir augu og fela þannig æða- bláma og roða. HEFUR ÞÚ EITTHVAÐ AÐ FELA? Hyljarar gegna margvíslegum hlutverkum þegar kemur að förðun og eru algjörlega nauðsynlegir í snyrtibudduna. Ragnheiður Guðmundsdóttir blaðamaður 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 Lækjargata 2a og Vesturgata 2a 101 Reykjavík METSÖLULISTI IÐU I Hate Dolphins Hugleikur Dagsson . Saga þeirra, sagan mín Helga Guðrún Johnson Íslenskir málshættir og snjallyrði Nanna Rögnvaldardóttir tók saman Maðurinn sem hataði börn Þórarinn Leifsson Vonarlandið Kristín Steinsdóttir Jólasaga úr Ingólfsfjalli María Siggadóttir Þrettán dagar til jóla Brian Pilkington Koparakur Gyrðir Elíasson 26.11.14 - 03.12.14 Reykjavík sem ekki varð Anna Dröfn Ágústsdóttir & Guðni Valberg DNA Yrsa Sigurðardóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.