Fréttablaðið - 05.12.2014, Qupperneq 54
16 • LÍFIÐ 5. DESEMBER 2014
AUGLÝSING: ÓSKASKRÍN KYNNIR
Óskaskrínin eru fjögur. Þau eru
þemaskipt og höfða til fjölbreyti-
legs smekks og ólíkra áhuga-
sviða viðtakenda. Kaupandinn
velur þemað – viðtakandinn velur
ævintýrið.
„Farið var að bjóða upp á Óska-
skrín hér á landi árið 2011 og njóta
þau sífellt vaxandi vinsælda,“ segir
Dagmar Ír is Gylfadóttir, sölu-
og markaðsstjóri hjá Óskaskrín-
um. Þau heita Dekur stund, Töff,
Gourmet og Rómantík. Í hverju
skríni er handbók með umfjöll-
un um þau fyrirtæki sem hægt er
að velja á milli og þær upplifan-
ir sem hvert þeirra býður upp á,
ásamt gjafakorti. Þegar viðtak-
andinn hefur valið upplifun hefur
hann samband við viðkomandi fyr-
irtæki, gefur upp númerið á kort-
inu og pantar.
Dekurstund er l í t i l l pakki. Í
honum eru alls kyns dekurmeð-
ferðir. Má þar nefna hand- og
fótsnyrtingu, klippingu og nudd.
Hann kostar 7.900 krónur.
Í Töff-skríninu er að finna golf-
kennslu, fjórhjólaferð, jöklaferð,
bátsferð, bjórskólaferð og ýmislegt
fleira. Það kostar 14.900 krónur.
Í Gourmet-skríninu er að finna
úrval þriggja til fjögurra rétta mál-
tíða fyrir tvo á veitingahúsum úti
um allt land. Má þar nefna Holt-
ið, Kopar, Við Tjörnina og Nauthól
sem dæmi um staði í Reykjavík en
auk þeirra er fjöldi skemmtilegra
staða hringinn í kringum landið í
skríninu. „Þetta skrín er mjög vin-
sælt í jóla- og fyrirtækjagjafir. Þú
ert ekki að velja einn ákveðinn stað
heldur gefur viðtakandanum kost á
að laga valið að sínum smekk,“ út-
skýrir Dagmar. Það kostar 16.900
krónur.
Rómantík inniheldur gistingu
fyrir tvo í eina nótt á hótelum víðs
vegar um land ásamt tveggja til
fjögurra rétta máltíð og morgun-
verði. Þetta skrín kostar 32.900
krónur.
Dagmar segir viðtökurnar við
skrínunum hafa verið mjög góðar.
„Þau eru meðal annars tilvalin fyrir
fólk sem á allt en þig langar að gera
vel við. Þá eru fyrirtæki í auknum
mæli að kaupa þau handa starfs-
fólki og viðskiptavinum. Óskaskrín-
in eru líka keypt í alls kyns vinn-
inga og leiki enda standa þau allt-
af fyrir sínu og henta viðtakendum
með ólík áhugamál. Þeir sem kom-
ast á bragðið kaupa þau aftur og
aftur enda viðtakendur nánast und-
antekningarlaust mjög ánægðir. Við
höfum sömuleiðis átt í mjög góðum
samskiptum við samstarfsaðila
okkar sem margir hafa verið með
frá upphafi,“ segir Dagmar.
Hægt er að kaupa skrínin í gegn-
um heimasíðu Óskaskrína www.
oskaskrin.is og eru þau send hvert
á land sem er.
Einnig bjóðum við fólki upp á
að pakka Óskaskrínunum inn í fal-
legan gjafapappír, sem getur verið
mjög þægilegt þegar tíminn er af
skornum skammti. Þau fást líka í
nær öllum verslunum Pennans Ey-
mundssonar og í Hagkaupum á
höfuðborgarsvæðinu. Eins í blóma-
búðinni Dalíu í Álfheimum 74 og
Býflugunni og blóminu á Akureyri.
GEFUM GÓÐA UPPLIFUN
Óskaskrín eru þemaskipt. Þau höfða til fjölbreytilegs smekks og ólíkra áhugasviða viðtakena.
Óskaskrín er handhæg gjafavara, byggð á hugmynd sem hefur slegið í gegn um allan heim. Með Óskaskríni gefur kaupandi upplifun í stað hluta.
Hann gefur viðtakandanum jafnframt færi á að velja upplifun úr fjölda freistandi möguleika.
Fyrirsætan Devon Wind-
sor í bol frá Helmut Lang.
Kápa frá Zara og
taska frá Chanel.
Andrea
Rosenberg
í kjól frá
Comme
des
Garçon
og í skóm
frá Acne.
Tískuprinsessan Olivia
Palermo flott í svörtu á
götum Parísar.
Japanska fyrirsætan Chih-
aru Okunugi smart í svörtu.
Falleg taska
frá Salvatore
Ferragamo,
sólgleraugu
frá Tom Ford
og kápa frá
Dries Van
Noten.
Sjónvarpskonan Zara
Martin með tösku frá
Dolce & Gabbana.
Svarti liturinn er alltaf klassískur
og hefur lengi verið vinsæll hjá
íslensku þjóðinni. Það ætti því að
gleðja marga að svarti liturinn er
einstaklega inn þessa dagana í
tískuheiminum og það þykir mjög
smart að vera í öllu svörtu.
SVART
MEÐ
SVÖRTU
Falleg svört taska frá Chanel.