Fréttablaðið - 05.12.2014, Page 79

Fréttablaðið - 05.12.2014, Page 79
FÖSTUDAGUR 5. desember 2014 | LÍFIÐ | 55 „Að þeir séu báðir ennþá starfandi tónlistarmenn segir nú ansi margt um þeirra karakter. Stórar stjörn- ur geta komið og skinið skært í eitt til tvö ár og svo bara horfið. Þetta eru hins vegar svo mörg ár og svo langur ferill,“ segir Gauk- ur Úlfarsson, leikstjóri heimild- armyndarinnar Bubbi og Bó sem frumsýnd verður á Stöð 2 á sunnu- dag. „Að öðrum ólöstuðum þá eru þeir tveir stærstu kóngarnir sem íslenskt popp hefur alið af sér. Björgvin stelur krúnunni af Rúna Júl á sínum tíma og situr einn við háborðið með alla athyglina í 10 ár nánast, þar til að Bubbi kemur með braki og brestum og hrekur hann af sviðinu og tekur næstu 10 árin.“ Gaukur segir það hafa verið gaman að fylgjast með þeim köpp- um. „Það er ólíkt hvernig þeir tala hvor um annan þegar hinn er á svæðinu og svo þegar hinn er ekki á svæðinu. Þeir bera mikla virð- ingu hvor fyrir öðrum en þeir eru svolítið eins og gömul hjón, þeir eru stanslaust að kýta og pikka hvor í annan,“ segir hann. „En það er allt í góðu, allavega í dag. Þetta er náttúrulega alveg ótrú- legur ferill sem þeir eiga báðir. Að hafa bæði úthaldið og metnað- inn og bara listræna kraftinn í að halda út svona stórum og löngum ferli er alveg einstakt.“ - þij Bubbi og Björgvin svolítið eins og gömul hjón Heimildarmyndin Bubbi og Bó verður frumsýnd á Stöð 2 á sunnudagskvöld. Gaukur Úlfarsson leikstýrði. Að öðrum ólöstuðum þá eru þeir tveir stærstu kóngarnir sem íslenskt popp hefur alið af sér. BUBBI OG BÓ Gaukur segir félagana bera mikla virðingu hvor fyrir öðrum. Lana Del Rey segir að borgin New York hafi veitt sér óhemju mikinn innblástur þegar hún bjó þar. Söngkonan bjó þar í átta ár og líkaði lífið vel. „Ég elskaði New York. Þegar ég bjó þar var borgin aðalinnblástur minn, meiri en nokkur maður, rithöfundur eða rappari. En það er erfiðara núna fyrir mig að ganga um göturnar,“ sagði Rey. Söngkonan 29 ára er þessa dagana að vinna á fullu við að semja nýja tón- list. Nýlega samdi hún tvö lög fyrir nýjustu mynd Tims Burton, Big Eyes, auk þess sem hún er að undir- búa nýja sóló- plötu. Innblástur frá New York LANA DEL REY Tón- listar konunni líkaði lífið vel í New York. NORDIC- PHOTOS/GETTY The Edge, gítarleikari U2, hefur tjáð sig um hjólreiðaslysið sem söngvarinn Bono lenti í á dögun- um. Spurður hvers vegna engar ljósmyndir hefðu náðst sem tengd- ust slysinu sagði hann: „Sko, þegar Bono fer að hjóla vill hann klæða sig eins og hasídagyðingur.“ Átti hann væntanlega við að söngvar- inn dulbúi sig þannig til að sleppa við ágang fjölmiðla. Að sögn The Edge getur Bono hvorki hreyft legg né lið. „Mörg bein brotnuðu í oln- boga og baki. En hann hefur það sæmilegt,“ sagði gítarleikarinn við Radio.com. „Hann er í Dublin núna og getur í raun- inni ekki hreyft sig næstu tvo mán- uði.“ Klæðir sig eins og gyðingur BONO Klæðir sig eins og hasída- gyðingur þegar hann fer út að hjóla. Hver Sacla krukka er einstakur lystauki af fersku hráefni eins og basilíku, tómötum, ferskum pipar, ólífum og ólífuolíu. Prófaðu eina, prófaðu tvær, prófaðu þrjár... Fáðu girnilegar uppskriftir á www.sacla.is Finndu okkur líka á Facebook.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.