Fréttablaðið - 05.12.2014, Síða 86
OLÍS DEILD KARLA
VALUR - STJARNAN 26-23
Valur - Mörk (skot): Kári Kristján Kristjánsson 6/3
(8/4), Guðmundur Hólmar Helgason 5 (10), Bjartur
Guðmundsson 3 (4), Ómar Ingi Magnússon 3/2
(5/2), Geir Guðmundsson 3 (10).
Varin skot: Stephen Nielsen 22/2 (45/4, 49%),
Stjarnan - Mörk (skot): Egill Magnússon 17/1
(26/3), Starri Friðriksson 1 (2), Víglundur Jarl Þórs-
son 1 (2), Hrannar Bragi Eyjólfsson 1/1 (2/1),.
Varin skot: Sigurður Ólafsson 20 (44/3, 45%)
FH - AFTURELDING 23-24
FH - Mörk (skot): Magnús Óli Magnússon 6 (14),
Daníel Matthíasson 4 (4), Andri Hrafn Hallsson 4
(7), Ásbjörn Friðriksson 4/3 (7/3).
Varin skot: Ágúst Elí Björgvinsson 7 (14, 50%),
Brynjar Darri Baldursson 7/1 (24/2, 29%).
Afturelding - Mörk (skot): Jóhann Jóhannsson 7/1
(10/1), Árni Bragi Eyjólfsson 4 (5), Jóhann Gunnar
Einarsson 4 (6/1), Elvar Ásgeirsson 3 (6).
Varin skot: Pálmar Pétursson 24 (47/3, 51%).
HAUKAR - ÍR 25-31
Mörk Hauka: Brynjólfur Brynjólfsson 6, Adam
Haukur Baumruk 4, Árni Steinn Steinþórsson 4,
Þröstur Þráinsson 4, Tjörvi Þorgeirsson 3.
Mörk ÍR: Björgvin Hólmgeirsson 7, Sturla Ás-
geirsson 7, Jón Heiðar Gunnarsson 6, Arnar B.
Hálfdánsson 5, Davíð Georgsson 3.
FRAM - HK 27-21
Mörk Fram: Garðar B. Sigurjónsson 8, Stefán
Stefánsson 6, Ólafur Magnússon 4, Sigurður
Þorsteinsson 3, Arnar Ársælsson 2, Ólafur Æ.
Ólafsson 2, Þröstur Bjarkason 1, Kristinn Björg-
úlfsson 1.
Mörk HK: Þorgrímur Smári Ólafsson 9, Andri Þór
Helgason 5, Guðni Kristinsson 2, Garðar Svansson
2, Þorkell Magnússon 2, Tryggvi Tryggvason 1.
DOMINOS KARLA
KR - STJARNAN 103-91
KR: Brynjar Þór Björnsson 23, Michael Craion
22/10 frák, Helgi Már Magnússon 18/8 frák/7
stoðs, Finnur Atli Magnússon 15, Pavel Ermolins-
kij 13/12 frák/9 stoðs, Darri Hilmarsson 12/13 frá.
Stjarnan: Jarrid Frye 28, Dagur Kár Jónsson 22,
Justin Shouse 16/7 frák/7 stoðs/5 stolnir, Marvin
Valdimarsson 9, Ágúst Angantýsson 8.
NJARÐVÍK - SKALLAGRÍMUR 83-70
Njarðvík: Mirko Stefán Virijevic 23/17 frák,
Ragnar Friðriksson 17, Hjörtur Einarsson 12,
Maciej Baginski 10, Dustin Salisbery 10, Snorri
Hrafnkelsson 6, Ólafur Aron Ingvason 5.
Skallagrímur: Tracy Smith Jr. 26, Sigtryggur
Björnsson 18, Daði Berg Grétarsson 9, Davíð Ás-
geirsson 7, Davíð Guðmundsson 6.
ÍR - HAUKAR 82-83
ÍR: Trey Hampton 22/15 frák, Matthías Orri
Sigurðarson 20, Sveinbjörn Claessen 13, Ragnar
Örn Bragason 9, Vilhjálmur Jónsson 8/7 fráköst.
Haukar: Alex Francis 28/13 frák, Kári Jónsson 25,
Haukur Óskarsson 7, Emil Barja 7/7 frák/10 stoð,
Hjálmar Stefánsson 6, Kristján Leifur Sverrisson 5.
TINDASTÓLL - SNÆFELL 104-77
Tindastóll: Myron Dempsey 27/12 frák, Helgi
Margeirsson 15, Pétur Birgisson 13, Darrel Lewis
12/13 frák, Ingvi Rafn Ingvarsson 11, Svavar Atli
Birgisson 8, Helgi Rafn Viggósson 6/11 frák.
Snæfell: Sigurður Þorvaldsson 17/12 frák, Austin
Bracey 17, Stefán Torfason 17, Snjólfur Björnsson
8, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 7, Chris Woods.
KEFLAVÍK - GRINDAVÍK 96-84
Keflavík: William Graves VI 17, Eysteinn Ævarsson
16, Guðmundur Jónsson 15, Gunnar Einarsson
14, Þröstur Leó Jóhannsson 13/9 frák, Valur Orri
Valsson 11, Reggie Dupree 8.
Grindavík: Rodney Alexander 17, Ólafur Ólafsson
16, Oddur Kristjánsson 16, Magnús Þór Gunn-
arsson 12/10 frák, Hilmir Kristjánsson 11.
ÞÓR Þ. - FJÖLNIR 108-85
Þór Þ.: Tómas Tómasson 27, Vincent San-
ford 21/10 frák, Þorsteinn Már Ragnarsson 15,
Nemanja Sovic 15, Grétar Ingi Erlendsson 12, Emil
Karel Einarsson 7, Halldór Hermannsson 5.
Fjölnir: Daron Lee Sims 17, Arnþór Guðmundsson
15, Davíð Ingi Bustion 15, Róbert Sigurðsson 9,
Garðar Sveinbjörnsson 8, Árni Hrafnsson 5.
EIÐUR SMÁRI GUÐJOHNSEN KOMINN Í HEILAN HRINGFÓTBOLTI Eiður Smári Guðjohnsen, markahæsti leikmaður íslenska
landsliðsins frá upphafi, skrifaði
í gær undir samning við enska B-
deildarliðið Bolton, en hann hefur
æft með því undanfarið og spil-
að tvo æfingaleiki með varaliði
félagsins. Þetta er í annað sinn
sem Eiður Smári klæðist Bolton-
treyjunni, en það var hjá Bolton
sem ferill hans komst fyrir alvöru
af stað fyrir 16 árum.
Eiður hefur verið án liðs síðan
hann sagði skilið við Club Brugge
í Belgíu síðastliðið vor og því getur
Bolton samið við hann utan félaga-
skiptagluggans. Honum er ætlað
að fylla skörð miðjumannanna
Marks Davies og Chung-Yong Lee
sem báðir eru meiddir.
„Nú þegar Mark Davies er fjar-
verandi og Chungy [Chung-Yong
Lee] líklega frá fram í janúar
töldum við að það væri þörf fyrir
krafta hans,“ sagði Neil Lennon,
knattspyrnustjóri Bolton, á blaða-
mannafundi í gær.
Bolton-liðið hefur verið að rífa
sig upp úr kjallara B-deildarinn-
ar í síðustu leikjum, en eftir erfiða
byrjun er það nú búið að vinna þrjá
leiki af síðustu fjórum og gera eitt
jafntefli. Það er komið með 21 stig
og er í 18. sæti deildarinnar.
Tryggði stig tvo leiki í röð
Eftir að hafa meiðst illa hjá PSV
og haldið heim og spilað með KR
stutta stund sumarið 1998 fékk
Eiður Smári samning hjá Bolton
sama ár. Hann heillaði Colin Todd,
þáverandi knattspyrnustjóra Bolt-
on, nóg þó að hann vissi að það
tæki tíma að koma Eiði í leikform.
Fyrsti leikur hans fyrir Bolton
var gegn Birmingham í september
1998. Hann kom inn á sem vara-
maður í 3-1 sigri, en Arnar Gunn-
laugsson var í byrjunarliðinu í
þeim leik.
Landsliðsfyrirliðinn fyrrver-
andi spilaði ekki meira á árinu þar
sem hann þurfti að komast í betra
leikform. Arnar Gunnlaugsson
var seldur til Leicester í janúar,
en stuðningsmenn Bolton þurftu
ekki að örvænta. Annar ljóshærð-
ur víkingur var að fara að láta að
sér kveða.
Eiður Smári spilaði næst 6. mars
1999 gegn Swindon og tryggði lið-
inu eitt stig í 3-3 jafntefli. Þremur
dögum síðar endurtók hann leik-
inn; skoraði síðasta mark Bolton í
3-3 jafntefli gegn Barnsley.
Þetta var upphafið af ástarsam-
bandi Eiðs og stuðningsmanna
liðsins, en Eiður spilaði í heildina
73 leiki fyrir Bolton á tveimur leik-
tíðum og skoraði 26 mörk.
Gullárin
Það sem gerðist næst vita flestir.
Gianluca Vialli, þáverandi knatt-
spyrnustjóri Chelsea, keypti hann
fyrir fjórar milljónir punda og
Eiður Smári myndaði frábært
framherja par með Hollendingnum
Jimmy Floyd Hasselbaink. Fyrsta
tímabilið skoruðu þeir samtals 33
mörk.
Eiður Smári vann tvo Englands-
meistaratitla og deildabikarinn
með Chelsea og spænsku deildina,
Snýr aft ur fj órtán árum síðar
Eiður Smári Guðjohnsen skrifaði undir samning til loka tímabilsins við Bolton í gær. Hann spilaði síðast
fyrir liðið árið 2000. Hann snýr nú aft ur til félagsins eft ir langan og farsælan feril. Endurkoma í landsliðið?
spænska bikarinn og Meist-
aradeild Evrópu með Barce-
lona. Á sama tíma sló hann
markametið hjá íslenska
landsliðinu og bar fyrirliða-
bandið hjá Íslandi.
Átta lið á átta árum
Eftir dvölina hjá Barcelona
hefur Eiður Smári komið víða
við undanfarin átta ár. Hann
fór til Monaco sumarið 2009
en var lánaður til Tottenham
í byrjun árs 2010. Hann fór
aftur til Englands til að spila
með Stoke og Fulham áður en
hann skrifaði undir hjá AEK
í Aþenu.
Hann spilaði svo tvö ár í
Belgíu með Brugge-liðunum
Cercle og Club en hefur sem
fyrr segir verið samningslaus
síðan í vor.
Endurkoma Eiðs til Bolton
og í fótboltann býr til áhuga-
verðan kost fyrir landsliðs-
þjálfarana Lars Lagerbäck og
Heimi Hallgrímsson. Eiður
Smári sýndi á síðasta ári að
hann nýtist landsliðinu mjög
vel og er ekki útilokað að end-
urkoma sé á dagskrá þar líka.
tomas@365.is
Eiður Smári Guðjohnsen er ekki eina dæmið um
íslenskan atvinnumann sem hefur snúið aftur til
evrópsks liðs sem hann hafði spilað með áður.
Pétur Pétursson hóf atvinnumannsferil sinn með
hollenska liðinu Feyenoord og lék þar við góðan
orðstír 1978 til 1981 þar sem hann skoraði 42
mörk í 69 leikjum. Pétur kom síðan aftur til
Feyenoord og lék þar tímabilið 1984-85 eftir
að hafa spilað í Belgíu í millitíðinni.
Veigar Páll Gunnarsson lék með norska
liðinu Stabæk 2004 til 2008 en sneri
síðan aftur til liðsins sumarið 2009 eftir
að hafa spilað í millitíðinni með franska
liðinu Nancy.
Heiðar Helguson spilaði með Watford
1999 til 2005 og skoraði 55 mörk í 175
deildarleikjum og snéri síðan aftur á láni frá QPR
árið 2009.
Fyrstu skref Þórðar Guðjónssonar í atvinnu-
mennsku voru með Bochum á árunum 1993 til 1997
en hann sneri síðan aftur til Bochum 2002.
Helgi Kolviðsson hóf bæði og endaði atvinnumanns-
feril sinn með austurríska liðinu SC Pfullendorf.
Stefán Þór Þórðarson lék með sænska liðinu IFK Norr-
köping frá 2005 til 2007 og kláraði síðan atvinnumanns-
ferillinn hjá liðinu sumarið 2009.
Þetta er ekki tæmandi listi en það er ljóst
að fleiri en Eiður Smári hafa fengið tækifæri
til að „koma“ heim.
-óój, - tom
Eiður Smári er ekki sá eini
AFTUR TIL
STABÆK
Veigar Páll Gunn-
arsson í leik með
Stabæk. Hann átti
frábæra tíma með
norska liðinu.
FÓTBOLTI Pálmi Rafn Pálmason
skrifaði undir þriggja ára samning
við KR í en hann er annar stóri bitinn
sem Vesturbæjarstórveldið fær til
sín í vetur. Húsvíkingurinn var mjög
eftirsóttur, en KA, Valur og FH höfðu
mikinn áhuga á að fá hann til sín.
„Ég átti í miklum erfiðleikum með
að velja og átti gott spjall við öll liðin.
Það var svona maginn sem sagði mér
að fara í KR. Ég hef mikla trú á verk-
efninu sem er að fara í gang hérna.
Hér vil ég vinna titla og gera það
gott,“ sagði Pálmi Rafn.
„Það var margt sem spilaði inn
í. Ég átti gott spjall við Bjarna og
Gumma og fleiri. En á endanum tók
ég þessa ákvörðun og vonandi var
þetta góð og rétt ákvörðun.“
Pálmi fékk tilboð frá öðrum liðum
í Noregi en fannst þau ekki nógu
spennandi. Hann vill ekkert segja
til um hvort hann geti farið í janúar
komi tilboð að utan.
„Ég ætla ekkert að segja til um
hvað stendur í samningnum. Ég hef
hafnað tilboðum að utan sem hafa
ekki verið spennandi. Það sem er í
gangi hér finnst mér spennandi og
þess vegna er ég hérna núna,“ sagði
Pálmi.
„Það var aðallega Noregur sem var
að heyra í mér, en eins og ég segi var
það ekki nógu spennandi til að taka
því.“ - tom
Pálmi Rafn vill vinna titla með KR
KÁTIR Bjarni þjálfari með Pálma.
FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
HANDBOLTI Alexander Petersson hefur framlengt samning
sinn við þýska stórliðið Rhein-Neckar Löwen. Alexander kom
til Löwen frá Füchse Berlin árið 2012.
Gamli samningurinn átti að renna út í lok tímabilsins en
nú er ljóst að hann verður áfram í herbúðum félagsins til
loka tímabilsins 2017.
„Það er mikill heiður fyrir mig að fá að spila áfram
hjá Löwen. Við erum með frábæran leikmannahóp og
erum þess utan góðir vinir utan vallarins. Ég vil endur-
gjalda það traust sem félagið hefur sýnt mér og vona
að við náum góðum árangri saman,“ sagði Alexander í
viðtali sem birtist á heimasíðu félagsins.
Hann staðfesti að honum hafi boðist að fara til
annarra félaga þar sem hærri laun voru í boði. „En
mér og fjölskyldu minni líður afskaplega vel á þessu
svæði og maður fórnar því ekki svo auðveldlega.“ - esá
Alexander framlengdi við Löwen
BOLTON WANDERERS
1998-2000 OG FRÁ 2014
73 LEIKIR, 26 MÖRK
CHELSEA
2000–2006
334 LEIKIR, 104 MÖRK
MÓNAKÓ
2009-2010
11 LEIKIR, 0 MÖRK
BARCELONA
2006–2009
112 LEIKIR, 18 MÖRK
STOKE
2010-2011
5 LEIKIR, 0 MÖRK
AEK AÞENA
2011-2012
14 LEIKIR, 1 MARK
CERCLE BRUGGE
2012-2013
14 LEIKIR, 7 MÖRK
TOTTENHAM
2010
14 LEIKIR, 2 MÖRK
FULHAM
2011
10 LEIKIR, 0 MÖRK
CLUB BRUGGE
2013-2014
48 LEIKIR, 7 MÖRK
SPORT 5. desember 2014 FÖSTUDAGUR