Fréttablaðið - 05.12.2014, Side 88
5. desember 2014 FÖSTUDAGUR| SPORT | 64
HANDBOLTI Hornamaðurinn
Þórey Anna Ásgeirsdóttir hefur
vakið verðskuldaða athygli fyrir
frammistöðu sína með íslenska
landsliðinu í síðustu leikjum.
Hún var valin í hópinn í fyrsta
sinn fyrir leiki liðsins í forkeppni
HM 2015 og hefur nýtt þær mín-
útur sem hún hefur fengið vel.
Hún skoraði þrjú mörk í leikjun-
um gegn Ítalíu og Makedóníu og
getur enn bætt við árangurinn
þegar Ísland mætir Makedóníu
ytra á morgun.
„Það hefur verið ótrúlega gaman
að koma inn í landsliðshópinn enda
stelpurnar skemmtilegar,“ segir
Þórey Anna í samtali við Frétta-
blaðið. „Það kom mér mjög á óvart
þegar ég fékk símtalið og mér var
tilkynnt að ég hefði verið valin í
landsliðið – ég reiknaði ekki með
því að það myndi gerast fyrr en
eftir 1-2 ár í fyrsta lagi,“ segir hún
og bætir við að það hafi verið ólýs-
anleg tilfinning að klæðast lands-
liðstreyjunni.
„Ég fékk gæsahúð þegar ég
skoraði svo fyrsta markið og ætl-
aði ekki að trúa eigin augum,“
segir hún og brosir.
Skoraði fjórtán mörk í bæjarslag
Þórey Anna er uppalinn FH-ingur
og vakti mikla athygli í ársbyrjun
2013 er hún skoraði fjórtán mörk í
naumum sigri liðsins á erkifjend-
unum í Haukum, 31-30. Hún var þá
nýorðin fimmtán ára gömul.
Það sem meira er – móðir henn-
ar, Gunnur Sveinsdóttir, var einn-
ig á skýrslu FH í leiknum en hún
var þá 32 ára. Gunnur sagði í við-
tali við Fréttablaðið stuttu síðar
að þær væru ólíkar sem leikmenn.
„Hún er örvhent og ég er rétthent.
En hún er miklu betri en ég,“ sagði
hún þá.
Þórey Anna kláraði grunnskóla-
próf um vorið og hélt þá utan til
Noregs þar sem hún er nú að verða
hálfnuð með nám í íþróttafram-
haldsskóla. Einnig spilar hún með
Rælingen í norsku B-deildinni,
þar sem hún hefur vakið eftirtekt
norsku úrvalsdeildarliðanna.
Sterkari og fljótari
„Það er eitthvað verið að kíkja á
mann en ekkert meira en það,“
segir hún hógvær. „Ég ætla að
klára skólann fyrst og svo sé ég til
hvað ég geri.“
Hún segir að sér líki vistin vel
í Noregi. „Það hefur verið mjög
gaman og góð reynsla fyrir mig.
Ég er í góðum skóla og tel að ég
hafi bætt mig mikið sem leikmað-
ur – er sterkari, fljótari og betri
í handbolta,“ segir hún en Þórey
Anna byrjar daginn á því að fara
á æfingu í skólanum áður
en hún sinnir náminu. Eftir
skóladaginn þarf hún svo
að fara með lest í einn og
hálfan tíma til að mæta á
æfingu hjá Rælingen.
„Ég geri ýmis-
legt t i l að
drepa tímann
– læri, les eða
hlusta á tón-
list. Þetta
bara
fylgir,“ segir Þórey Anna sem býr
í íbúð ásamt tveimur skólasystrum
sínum. „Það gengur ágætlega – oft-
ast,“ segir hún og hlær.
Ætla að læra meira
Þórey ætlar að halda námi
áfram eftir útskrift. „Það er
alveg klárt að ég ætla að
vera í háskóla samhliða
handboltanum en það er
óákveðið hvar. Ég er að
reyna að gera upp hug
minn í því en það geng-
ur mjög illa,“ segir hún
í léttum dúr.
eirikur@365.is
Fékk gæsahúð þegar
fyrsta markið kom
Hin sautján ára Þórey Anna Ásgeirsdóttir er rísandi stjarna í íslenska lands-
liðinu. Hún var ekki orðin sextán ára þegar hún hélt út til Noregs ein síns liðs
þar sem hún nemur við íþróttaframhaldsskóla og spilar með liði í B-deildinni.
ÞÓREY OG ÞÓREY Nöfnurnar spila báðar í hægra horninu fyrir íslenska landsliðið.
FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Þórey Rósa Stefánsdóttir er byrjunarliðsmaður í hægra horni íslenska
landsliðsins en hefur deilt stöðunni með nöfnu sinni, Þóreyju Önnu, í
síðustu leikjum.
„Það er auðvitað gott að hafa samkeppni en það er líka gott að vinna
með henni. Við vorum herbergisfélagar í síðustu ferð og hún er svolítið
eins og litla systir mín,“ segir hún og brosir.
„Hún er spennandi leikmaður og það er líka gott að vinna með henni.
Hún er afar ákveðin, þorir að fara í sín færi og í ákveðnar hreyfingar. Hún
er ekkert að halda aftur af sér og það er ekki gefið þegar maður er að
koma inn í sín fyrstu landsliðsverkefni sautján ára gömul,“ segir hún.
„Það er gott að vita að staðan verði í góðum höndum þegar ég hætti–
en ekki alveg strax,“ segir hún og hlær.
Svolítið eins og litla systir mín
HANDBOLTI Ómar Ómarsson, formaður handknatt-
leiksdeildar Vals, segir að enn sé óvíst hvort Ólafur
Stefánsson taki aftur við sem þjálfari Vals í Olísdeild
karla eftir áramót. Það stóð til þegar tilkynnt var um
skyndilegt brotthvarf hans úr starfinu í byrjun sept-
ember.
„Við erum að einbeita okkur að því að klára þá leiki
sem eftir eru og svo tökum við á því þegar það klár-
ast,“ sagði Ómar. „En það er alveg inni í myndinni.“
Hann segir að Ólafur hafi ekki skipt sér af æfing-
um eða þjálfun liðsins eftir að hann hætti í haust.
„Hann hefur gefið þeim Jóni [Ríkharði Kristjáns-
syni] og Óskari [Bjarna Óskarssyni] algjöran frið til
að sinna sinni vinnu,“ segir Ómar.
Valsmenn gáfu Ólafi frí til að sinna verkefni sem
nýstofnað fyrirtæki hans var að setja af stað. „Við
höfum fullan skilning á því og við höfum í raun ekkert
unnið meira í þessu máli. Það er nægur tími í þessu
fríi til að skoða þessi mál en við erum þar að auki ekki
illa settir um þessar mundir.“
Valur hefur átt góðu gengi að fagna að undan-
förnu og staða liðsins í deildinni sterk. Aðeins tvær
umferðir eru eftir þar til vetrarfrí hefst fram yfir
HM í handbolta en hlé verður gert á deildinni þann
18. desember. - esá
Óljóst hvort Ólafur taki aft ur við
Valsmenn ætla að bíða með að útkljá þjálfaramálin þar til Olísdeildin fer í frí.
FYLGIST MEÐ Ólafur hefur mætt á leiki Valsliðsins í haust.
Hér er hann með Finni Jóhannssyni. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI