Dagblaðið Vísir - DV - 31.03.2010, Side 4

Dagblaðið Vísir - DV - 31.03.2010, Side 4
4 MIÐVIKUDAGUR 31. mars 2010 FRÉTTIR SKÝRSLAN PRENTUÐ HJÁ ÚTRÁSARVÍKINGI n Íslenska þjóðin bíður nú með öndina í hálsinum eftir Rannsókn- arskýrslu alþingis. Skýrslan er nú í prentun í Prent- smiðju Odda og búast margir við að í henni verði fjallað um útrás- arvíkingana svo- kölluðu og þeirra gjörðir. Eigandi Odda er Þorgeir Baldursson, einn útrásarvík- inganna, en Oddi hefur verið með prentsmiðjur í Evrópu og Bandaríkj- unum. Þorgeir hefur setið  í stjórnum Baugs og SP fjármögnunar, auk þess sem hann sat í bankaráði Lands- bankans og var formaður fjármála- ráðs Sjálfstæðisflokksins. Hvort nafn hans komi til með að birtast í sjálfri rannsóknarskýrslunni er ekki enn ljóst en nafn prentsmiðjunnar í hans eigu verður allavega í skýrslunni. Það er ljóst. OFTRÚ Á SKÖTTUM n Sitt sýnist hverjum um nýleg um- mæli Jóhönnu Sigurðardóttur for- sætisráðherra. Eins og kunnugt er hafði hún, eftir samflokkssyst- ur sinni, að of mikill tími færi í að smala saman meirihluta á Al- þingi. Slíkt væri eins og að smala köttum. Hagyrð- ingar láta ekki svona uppákomu sér úr greipum renna. Jón Atli Ját- varðarson á Reykhólum setti þessa vísu saman: Jóhanna upplýsir ástand breytt, oftrú er þó á sköttum. Ásta Ragnheiður orðin þreytt, á því að smala köttum. ALLIR Í STRÆTÓ - NEMA UM PÁSKANA n Sú áhersla, sem hefur verið lögð á almenningssamgöngur undanfar- in misseri og ár, virðist hafa gleymst í aðdraganda páska. Alla- vega hefur verið ákveðið að engir strætisvagnar gangi á föstu- daginn langa og páskadag. Þeir sem hafa treyst á þessar samgöng- ur verða því ann- aðhvort að redda sér fari eða leggja á sig langar gönguferðir nema þeir vilji sitja heima. Þetta fer fyrir brjóst- ið á Degi. B. Eggertssyni, oddvita Samfylkingarinnar, sem fór mikinn á Facebook-síðu sinni þar sem hann gagnrýndi borgarstjórnarmeirihlut- ann og skammar hann fyrir metn- aðarleysi. TIL VARNAR KEFLVÍKINGUM n Bloggarinn, kvikmyndagerðar- maðurinn og mótmælandinn Heiða B. Heiðars er ósátt við Jónas Kristj- ánsson, fyrrver- andi ritstjóra, þessa dagana þrátt fyrir að hafa löngum haft gaman af „brút- al“ stíl hans. Henni ofbauð hins vegar þegar Jónas gagnrýndi Suðurnesjamenn harkalega og furðaði sig á því hvers vegna „latt og kraftlítið fólk“ byggi þar auk þess að segja námsárangur þar lakari, f leiri á opinberu fram- færi og öryrkja fleiri en annars stað- ar, fyrir nú utan að hann sagði Suð- urnesin vera botninn á tilverunni. Gamla Keflvíkingnum Heiðu of- bauð og sagði að Jónas yrði að hætta að vera svona ósvífinn...alla vega þegar hann fjallaði um málefni sem snertu hana. SANDKORN „Mig langaði bara til að deyja. Þeg- ar tilhugsunin um lífið hjá ungu skólabarni er orðin verri en til- hugsunin um dauðann, þá er eitthvað mikið að,“ segir Gunnar Magnús Halldórsson Diego. Hon- um hefur liðið illa frá því hann var sjö ára gamall. Í grunnskóla var hann lagður í einelti og glímir enn í dag, ríflega tvítugur að aldri, við alvarlegar afleiðingar eineltisins, þunglyndi og sjálfsvígshugsanir. Þegar Gunnar Magnús lauk fyrsta bekk í grunnskóla flutti fjöl- skyldan í Grafarvog þar sem hann fór í annan bekk í Húsaskóla. Hann segir eineltið fljótlega hafa byrjað í hans garð, bæði líkam- legt og andlegt. Þannig hafi nið- urlæging af ýmsu tagi verið dag- legt brauð, hvort sem það var með því að hrækt væri á hann, girt nið- ur um hann, stolið af honum eða hann laminn. Hann vinnur nú að gerð heimildamyndar um einelti. Vilja deyja eða drepa Gunnar Magnús telur skólakerf- ið bregðast ítrekað börnum sem verða fyrir eineltisofbeldi. Í viðtali við DV á síðasta ári lýsti hann því yfir að hann hefði á tímabili hugs- að um að drepa skólafélaga sína og þannig segir hann ástatt hjá mörgum fórnarlömbum eineltis. „Mér finnst svo skrítið að ofbeldi gegn fullorðnum hefur sinn gang í kerfinu en ekki ofbeldi meðal barna. Börnin eru það dýrmæt- asta og þau eigum við skilyrðis- laust að vernda. Ég hef talað við fjölda fórnarlamba eineltis og öll hafa þau sagt mér sömu söguna, að hafa annaðhvort sjálf viljað deyja eða hafa viljað drepa skóla- félaga sína,“ segir Gunnar Magn- ús. „Skólarnir glíma við algert úr- ræðaleysi og því miður er lítið að- hafst gegn einelti. Vissulega eru skólarnir misjafnir að þessu leyti en það er alltof mikið um afneitun gagnvart eineltinu. Ég skil eigin- lega ekki hvers vegna vandamál- ið er ekki tekið eins alvarlega og til þarf, sennilega eru hinir fullorðnu búnir að gleyma því hvernig það er að vera barn og hversu erfitt getur verið að vera barn í skóla. Skólinn verður að taka eineltið alvarlega og kenna að það sé bannað. Skóla- stjórnendur verða að sýna ábyrgð. Sé það ekki gert halda skólarnir áfram að drepa saklausar sálir.“ Einelti í öllum skólum Aðspurður segir Gunnar Magnús eineltisreynslu sína eiga eftir að hafa áhrif allt hans líf. Hann seg- ir að því ljúki alls ekki þótt skóla- vist ljúki. „Það er einelti í öllum skólum, það er bara mismikið eft- ir skólunum. Sjálfur þorði ég ekki að segja frá þessu lengi vel og það var eiginlega ekki fyrr en í 7. bekk sem ég gerði það almennilega. Þá tók skólinn á því eins og um væri að ræða einstök tilvik milli mín og einhvers annars. Það var aldrei neitt gert og skólinn brást mér al- gjörlega. Því miður er það alltof al- gengt að skólarnir horfi algjörlega fram hjá þessum málum,“ segir Gunnar Magnús. „Eftirköst eineltis eru svo langvarandi og áhrif eineltisins eru alls ekki búin þegar skólan- um lýkur. Upp úr 5. bekk fór kvíði og þunglyndi að hafa mikil áhrif á mig. Sjálfsvígshugsanirnar voru mjög sterkar og einlægar, þær fóru að leita á mig í 6. bekk og þá hugs- aði ég sem svo að betra væri að deyja en halda þessu áfram. Þeg- ar ég hætti í neyslunni tæplega tvítugur þurfti ég að skilgreina veruleikann upp á nýtt. Þá fékk ég mikinn viðbjóð upp í hausinn á mér sem ég reyndi að gleyma og útiloka. Þetta var mér mjög þung- bært.“ Lærir að fyrirgefa Gunnar Magnús var uppnefndur „gúllas“ alla sína skólagöngu og í mörg ár segist hann varla hafa heyrt sitt rétta nafn. Aðspurður segist Gunnar Magnús einu sinni hafa upplifað að einstaklingur sem lagði hann í einelti leitaði hann uppi til að biðjast fyrirgefningar á hegðun sinni. Aðra gerendur seg- ist hann hafa hitt án þess að við- komandi hafi sýnt nokkra iðr- un. „Eineltið á eftir að hafa áhrif á mig allt mitt líf. Ég hef reynt að gera þessi mál upp við sjálfan mig og lært að fyrirgefa gerendunum. Ég hef í gegnum tíðina hitt suma þeirra og það er eins og þeir átti sig ekki á hvað þeir hafa gert mér. Sumir þeirra kalla mig enn „gúll- as“ þegar þeir hitta mig. Sumir þeirra heilsa mér bara eins og ekk- ert hafi í skorist og ég er hreinlega ekki viss um að margir þeirra viti hvert mitt raunverulega nafn er,“ segir Gunnar Magnús. n Valgerður Selma Guðnadóttir, skólastjóri Húsaskóla, segir frásögn fyrrverandi nemanda síns koma sér verulega á óvart en á sama tíma sé hún afar sorgleg. „Að vissu leyti kemur þetta mér á óvart því ég kannast ekki við að hann hafi opnað sig hjá okkur. Það er hins vegar afar sorglegt að hugsa til þess að nokkur sé með svona slæmar minningar úr skóla. Þetta slær mig mjög. Sem betur fer hefur margt breyst frá þessum árum og ég tel að hlutirnir hafi þróast til betri vegar. Í dag mælist einelti hjá okkur 3,9 prósent, sem sýnir svart á hvítu þann árangur sem við höfum náð, en auðvitað er það 3,9 prósentum of mikið. Ég myndi gjarnan vilja lifa þann dag sem einelti væri útrýmt en það er spurning hvort það sé hægt. Þetta er mikil vinna og við þurfum alltaf að vera vakandi,“ segir Valgerður Selma. Sorgleg frásögn TRAUSTI HAFSTEINSSON blaðamaður skrifar: trausti@dv.is „ÉG ER ENN ÞÁ KALLAÐUR GÚLLAS“ Frá sjö ára aldri hefur Gunnari Magnúsi Halldórssyni Diego liðið illa en hann var lagður í einelti alla sína skóla- göngu. Hann glímir enn við sjálfsvígshugsanir og þunglyndi. Í gegnum tíðina hefur hann hitt þá sem lögðu hann í einelti án þess að greina hjá þeim nokkra iðrun.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.