Dagblaðið Vísir - DV - 31.03.2010, Síða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 31.03.2010, Síða 18
18 MIÐVIKUDAGUR 31. mars 2010 FRÉTTIR Háir styrkir til stjórnmálaflokkanna árin fyrir bankahrun hafa vakið grunsemdir. Ýmsir hafa gengið svo langt að kalla hæstu styrkina mút- ur. Þekktastir eru styrkir FL Group og Landsbankans síðla árs 2006 til Sjálfstæðisflokksins, samtals 55 milljónir króna. Ekki er vitað til þess að þær styrkveitingar eða nokkrar aðrar hafi verið rannsakaðar sem mögu- leg mútubrot, en afar sjaldgæft er að slík brot fari fyrir dómstóla hér á landi. GRECO, nefnd á vegum Evrópuráðsins sem vinnur gegn spillingu í aðildarríkjunum, hefur bent á í skýrslu um Ísland að aðeins einn maður hafi verið dæmdur fyr- ir mútuþægni á undanförnum 10 til 15 árum. Til þess er tekið að sá hafi verið kjörinn þingmaður eftir að hann hafði afplánað dóm sinn. Skriður komst fyrst á aðgerð- ir í fjármálum íslensku stjórnmála- flokkanna eftir að stjórnvöldum höfðu borist tilmæli frá GRECO um að brýnt væri að herða reglur um gagnsæi og framlög til íslenskra stjórnmálaflokka. 44 milljónir frá Landsbanka Þann 22. nóvember 2006 var kynnt samkomulag um fjármál stjórn- málaflokkanna og ný lög um fjármál þeirra og frambjóðenda tóku gildi 1. janúar árið 2007. „Við höfum ekki neitt að fela í þessu og höfum aldrei haft,“ sagði Geir H. Haarde, þáverandi forsæt- isráðherra, er hann kynnti blaða- mönnum framangreint samkomu- lag um fjármál stjórnmálaflokkanna í nóvember 2006. Fyrir þingkosningarnar í apríl í fyrra var upplýst um risaframlög FL Group og Landsbankans til Sjálf- stæðisflokksins. Þau þóttu hneyksl- anleg og varð uppljóstrunin til þess að nýkjörinn formaður flokksins, Bjarni Benediktsson, hét því að skila peningunum til réttra aðila. Þær upplýsingar, sem Sjálfstæð- isflokkurinn hefur látið Ríkisend- urskoðun í té, sýna að 44 milljónir króna runnu alls úr sjóðum Lands- bankans til Sjálfstæðisflokksins á árunum 2002 til 2006. Á þessu tíma- bili var Kjartan Gunnarsson banka- ráðsmaður í Landsbankanum og jafnframt framkvæmdastjóri Sjálf- stæðisflokksins. Hann hafði einn- ig unnið að hlutafélagavæðingu Landsbankans í lok tíunda áratug- arins. Geir H. Haarde tók opinber- lega ábyrgð á framlögunum frá FL Group og Landsbankanum eftir að upplýst var um þau í fjölmiðlum. Styrkirnir kunna að hafa verið fleiri. Nefna má að Sjálfstæðisflokk- urinn gerði engin tæmandi skil á framlögum til einstakra frambjóð- enda eða einstakra flokksdeilda eða aðildarfélaga til Ríkisendurskoð- unar. Þá hvílir enn leynd yfir því frá hverjum mikill hlut framlaganna barst. Götótt upplýsingagjöf DV spurði Svein Arason ríkisend- urskoðanda um framlög til tuga aðildarfélaga Sjálfstæðisflokks- ins sem engar upplýsingar var að finna um. Í skriflegu svari sínu segir Sveinn meðal annars að heildstæð- ar upplýsingar hafi aðeins borist frá Framsóknarflokknum, Reykjavíkur- listanum og Samfylkingunni. „Rík- isendurskoðun fékk á hinn bóginn engar upplýsingar um fjárframlög til einstakra aðildarfélaga eða flokks- eininga Sjálfstæðisflokksins. Rétt er að taka fram í þessu sambandi að lögin fólu ekki í sér að flokkun- um bæri að upplýsa sérstaklega um framlög frá einingum sínum og að- dildarfélögum enda teljast þær hluti af flokkunum þegar kemur að reikn- ingsskilum... Þar sem upplýsinga- öflun og upplýsingagjöf samkvæmt framangreindu bráðabirgðaákvæði lauk um síðustu áramót bendum við þér á að beina fyrirspurnum um fjárframlög til Sjálfstæðisflokks- ins á nefndu tímabili til flokksins sjálfs,“ segir í svari Sveins. DV hefur ekki enn leitað svara hjá aðalskrifstofu Sjálfstæðisflokks- ins. Leikendur oftast þeir sömu Ekkert af því sem að framan grein- ir sannar að 25 milljóna króna framlag frá Landsbankanum og 30 milljóna króna framlag frá FL Group hafi átt neitt skylt við mútur. Framlögin hafa ekki ver- ið rannsökuð sem slík frekar en framlög til einstakra frambjóð- enda. Hæstu framlög til einstakra frambjóðenda sem um getur í gögnum, sem opinberuð hafa ver- ið, eru til Guðlaugs Þórs Þórðar- sonar, um 25 milljónir króna út árið 2006, og um 11,5 milljónir króna til Gísla Marteins Baldurs- sonar. Prófkjör Sjálfstæðisflokks- ins vegna borgarstjórnarkosning- anna vorið 2006 var síðla árs 2005 en prófkjör fyrir alþingiskosning- arnar 2007 var haldið í nóvember 2006, en þá hafði Guðlaugur Þór Björn Bjarnason undir í barátt- unni um efsta sætið. Þegar FL Group ákvað að styrkja Sjálfstæðisflokkinn um 30 milljón- ir króna í lok ársins 2006 fór Hann- es Smárason fyrir félaginu. Sá sem hafði milligöngu um styrkinn var Þorsteinn M. Jónsson hjá Vífilfelli. Hann sat á þessum tíma í stjórn FL Group. Eftir aðalfund FL Group í júlí 2006 sátu í stjórn félagsins Skarp- héðinn Berg Steinarsson stjórnar- formaður, Þorsteinn M. Jónsson Vífilfelli, Jón Ásgeir Jóhannesson Baugi, Magnús Ármann, Smári S. Sigurðsson og Kristinn Björnsson sem komið hafði nýr inn í stjórnina þá um sumarið. Flestir hafa þess- ir menn haft náin tengsl við Sjálf- stæðisflokkinn. Grunsamleg tengsl? Guðlaugur Þór Þórðarson og Hauk- ur Leósson voru stuðningsmenn Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar, þáver- andi borgarstjóra. Báðir tóku þeir sæti í stjórn Orkuveitu Reykjavík- ur. Þekkt er að Haukur hefur verið stórvirkur fjáraflamaður fyrir Sjálf- stæðisflokkinn. Meðfylgjandi tímalína dreg- ur upp samhengi sem ekki hefur verið rannsakað með hliðsjón af hugsanlegum mútubrotum. Hún hefst í árslok 2006 með styrkjum FL Group og Landsbankans til Sjálf- stæðisflokksins en líkur á fundi nokkurra styrkveitenda með Geir H. Haarde, þáverandi forsætisráð- herra, nær ári síðar. HUGSANLEG MÚTUBROT EKKI RANNSÖKUÐ Þótt samband virðist geta verið milli ríkulegra fjárframlaga til Sjálfstæðisflokksins í árslok 2006 og áforma flokksins um einkavæðingu orkufyrirtækja hafa framlögin ekki verið rannsökuð eða reynt að ganga úr skugga um hvort þau eigi eitthvað skylt við mútur. Þó blasir við að framlögin komu frá tveimur fyrirtækjum sem sóttust eftir tækifærum í orkuvinnslu og orkuútrás. Við höfum ekki neitt að fela í þessu og höfum aldrei haft. JÓHANN HAUKSSON blaðamaður skrifar: johannh@dv.is Tækifærin í orkunni Björn Ársæll Pétursson var í senn starfsmaður Landsbankans og stjórnarformaður REI um tíma. Hrakfarir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson missti borgarstjórastólinn vegna REI-málsins. Hafði hann samið við ranga menn? Tækifærin í orkunni Björn Ársæll Pétursson var í senn starfsmaður Landsbankans og stjórnarformaður REI um tíma. Tækifærin í orkunni Björn Ársæll Pétursson var í senn starfsmaður Landsbankans og stjórnarformaður REI um tíma. ÁRSLOK 2006 n Risastyrkir frá FL Group og Landsbankanum til Sjálfstæðis- flokksins. D E S E M B E R 2 0 0 6 N Ó V E M B E R 2 0 0 7 2006 2007 D V G R A FÍ K JÓ N IN G I UPPHAF ÁRS 2007 n Sjálfstæðisflokk- urinn beitir sér fyrir sölu á hlut ríkisins í Hitaveitu Suðurnesja. Flokkurinn gengst fyrir viðræðum við Landsbankann um stofnun útrásararms Landsvirkjunar og Orkuveitu Reykja- víkur. MARS 2007 n Reykjavík Energy Invest - REI - stofnað. APRÍL 2007 n Geir H. Haarde segir á landsfundi Sjálfstæð- isflokksins að stefna beri að einkavæðingu Landsvirkjunar og orkufyrirtækja. MAÍ 2007 n Guðlaugur Þór Þórð- arson verður ráðherra og lætur af stjórnarfor- mennsku í OR. Haukur Leósson tekur við. JÚNÍ 2007 n Björn Ársæll Péturs- son, þá starfsmaður Landsbankans, verður stjórnarformaður REI. ÁGÚST 2007 n Glitnir og Baugur bjóða forystu borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins og oddvita Framsóknar í laxveiði. SÍÐAR SAMA SUMAR n Haukur Leósson og Guðmundur Þóroddsson leggja til að OR verði hlutafélagavætt. Bjarni Ármannsson verður stjórnarformaður REI, rætt við FL Group og GGE um samruna. OKTÓBER 2007 n Mikil óánægja gýs upp í borgarstjórnarflokki Sjálfstæð- isflokksins vegna REI-málsins. Meirihlutinn springur. OKTÓBER 2007 n Sjálfstæðismenn vilja láta samruna REI og GGE halda og selja hlut Reykjavíkur. Þá hefðu Hannes Smárason, Jón Ásgeir og aðrir eigendur GGE haft forkaupsrétt. 16. NÓVEMBER 2007 n Jón Ásgeir Jóhannes- son, Hannes Smárason og Þorsteinn M. Jónsson ræða við Geir H. Haarde um stöðuna í orkumál- unum.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.