Dagblaðið Vísir - DV - 31.03.2010, Page 34

Dagblaðið Vísir - DV - 31.03.2010, Page 34
34 MIÐVIKUDAGUR 31. mars 2010 FRÉTTIR Svar utanríkisráðherra var langt og loðið og í því var reynt að gera mik- ið úr engu. Það fannst mér skína í gegn,“ segir Gunnar Bragi Sveins- son, þingflokksformaður Framsókn- arflokksins, en hann bar fram fyrir- spurn um undanþágur frá reglum Evrópusambandsins á Alþingi fyrir skömmu. Össur Skarphéðinsson utanrík- isráðherra gerði grein fyrir ýmsum undanþágum og sérlausnum sem ríkjum sambandsins hafa verið veitt- ar. Gunnari Braga leist illa á þá upp- talningu og segir hana sýna að Evr- ópusambandið veiti almennt litlar tilslakanir frá meginstefnu sinni. Eiríkur Bergmann Einarsson, stjórnmálafræðingur og forstöðu- maður Evrópufræðaseturs, segir hins vegar upptalninguna yfir undanþágur og sérlausnir ríkja í Evrópusamband- inu nær endalausa. „Það er til heil fræðigrein í Evrópufræðum, undir- grein, undanþágu- og sérlausnafræði í Evrópusambandinu sem hundruð fræðimanna um alla álfu sinna ein- göngu. Það er vegna þess að flóran er gríðarlega flókin og viðamikil.“ Lítið í boði Gunnar Bragi er fjarri því sannfærð- ur: „Þetta undirstrikar að varanlegar undanþágur - til dæmis fyrir sjávar- útveginn okkar - virðast ekki vera í boði. Fyrir mér þýðir það að við ætt- um að hætta inngönguferlinu. Það er alveg ljóst að landbúnaður mun heldur ekki geta keppt við erlendan landbúnað í verði. Ef við tökum upp styrkjakerfi ESB í landbúnaði munu stórir landeigendur græða mest á því, eða stórfyrirtæki þess vegna, eins og þekkist víða í Evrópu.“ Þingmaðurinn segir að of mikið hafi verið gert úr sérlausnum Möltu í sjávarútvegsmálum. „Maltverjar fá að veiða sardínur innan landhelg- innar, ég held að þeir hafi ekki veitt nema 1.300 tonn á síðasta ári. Ég fór til Bretlands um daginn. Það skein í gegn hjá nánast öllum þingmönnum sem ég hitti þar, að menn hvöttu okk- ur til að forðast Evrópusambandið. Sérstaklega þeir sem eru frá Grimsby og Hull-svæðinu og Skotlandi. Spán- verjar eiga orðið stóran hluta sjáv- arútvegsfyrirtækja í Bretlandi, það verður ekkert úr fisknum í Bretlandi. Á meðan erum við að vinna um helming af bolfisknum okkar í landi.“ „Sérstakt stjórnsýslusvæði“ Eiríkur segir dæmin um undanþág- ur og sérlausnir Evrópusambandsins fjölmörg. „Það er til hugmynd að lausn fyr- ir Ísland, sem samninganefndin ætti að prófa. Hugmyndin gengur út á að að leysa tvö markmið. Evrópusam- bandið hefur það markmið að vera með eina sjávarútvegsstefnu, sem ólíkar fiskveiðar í löndunum geti fall- ið undir. Við höfum það markmið að halda yfirráðunum yfir auðlindinni,“ segir Eiríkur. Hann segir að lausnin sameini markmið beggja. „Í stað þess að fá undanþágu, og brjóta þar með meg- inreglu Evrópusambandsins, er búið til svokallað „sérstakt stjórnsýslu- svæði“, sem er formlega innan sam- eiginlegrar sjávarútvegsstefnu Evr- ópusambandsins en lýtur þannig reglum að það verði alfarið und- ir stjórn íslenskra stjórnvalda. Rök- semdin fyrir því að það væri hægt að gera þetta gagnvart Evrópusam- bandinu er að sjávarútvegsstefna sambandsins nær einfaldlega ekki til þessa svæðis núna.“ Lausnin þekkt lengi Eiríkur segir að réttlæta mætti hug- myndina með svipuðum hætti og gert var með heimskautalandbúnað- inn á Norðurlöndum. „Það var ekki vandamál fyrir Evrópusambandið að breyta reglum á svæði sem það náði ekki til áður. Þar sem sjávarút- vegsstefnan nær ekki til Íslands, fæli það ekki í sér breytingu fyrir Evrópu að henni yrði beitt öðruvísi hér. Að- almálið er að tryggja að yfirráðin séu í íslenskum höndum,“ segir Eiríkur Bergmann Einarsson. En er líklegt að Evrópusamband- ið fallist á þá leið? „Við vitum það náttúrulega ekki. Við getum náttúru- lega alveg samið við sjálf okkur, sagt að þetta sé vonlaust, og samþykkt samninginn sem okkur er réttur. En þessi hugmynd kemur uppruna- lega frá framkvæmdastjórn Evrópu- sambandsins, sem mun semja um þessi mál við okkur. Hún var fyrst sett fram af þáverandi sendiherra framkvæmdastjórnarinnar gagnvart Íslandi og Noregi, John Maddison. Halldór Ásgrímsson tók hana mjög upp á sína arma og talaði fyrir henni. Lausnin hefur því verið þekkt lengi,“ segir Eiríkur. Helstu undanþágur Dæmi um undanþágur og sér- lausnir aðildarríkja í Evrópu- sambandinu: n Halda eigin mynt Danir og Bretar eru með undanþágu frá þriðja stigi myntbandalags Evrópu og fá því að nota eigin gjaldmiðla. n Bretar utan Schengen Bretar og Írar standa utan ákveðinna þátta Schengen-samstarfsins. Var þar um að ræða sérákvæði tengd landamæraeftirliti, innflytjendamál- um og samvinnu ríkja í lögreglu- og dómsmálum. n Verjast ágangi sumarhúsafólks Við inngöngu sína í ESB árið 1973 fékk Danmörk heimild til að viðhalda skilyrðum um fimm ára búsetu áður en hægt væri að festa kaup á sumarhúsum þar í landi. Malta fékk sams konar heimild við inngöngu sína árið 2004 varðandi kaup á húseignum á eyjunni. Eru ákvæðin undanþegin meginreglu um frjálst fjármagnsflæði. n Munntóbak og áfengi Svíar mega nota munntóbak, þrátt fyrir almennt bann í löggjöf Evrópu- sambandsins. Finnland og Svíþjóð fengu að halda í einkasölu ríkisins á áfengi við inngöngu í sambandið árið 1995. n Fóstureyðingar Malta fékk einnig, eins og Írland, heimild til að viðhalda banni við fóstureyðingum. n Harðbýl svæði Bretar og Írar fengu fram ákvæði um sérstakan stuðning við harðbýl svæði við inngöngu árið 1973, sem kennd eru við hálandalandbúnað. n Heimskautalandbúnaður Sniðin var sérlausn fyrir Svía og Finna í aðildarviðræðum þeirra við Evrópu- sambandið á sínum tíma um að þeir fengju að veita 35 prósent meira en heimilt er í landbúnaðarstyrki fyrir landbúnað sem liggur norðan 62. breiddargráðu jarðar. n Riga-flói verndaður Á hinu sérstaka stjórnunarsvæði fyrir fiskveiðar í Riga-flóa er ákveðinn fjöldi fiskibáta sem hefur heimild til að veiða þar og vélarstærð fiskibát- anna má ekki fara yfir 221 kílówatt. Þegar Eistland og Lettland sömdu um aðild að Evrópusambandinu voru þau einu ríkin sem höfðu veitt á þessu svæði og töldu mikilvægt að viðhalda því lífríki sem þar er með því að einskorða aðgang að svæðinu við ákveðin skip og takmarka magn veiða við það sem tíðkaðist fyrir aðild. n Maltverjar eiga fiskinn sinn Samið hefur verið um sérlausnir í sjávarútvegi við Möltu. Í 25 mílna lög- sögu mega aðeins fiskibátar upp að 12 metra lengd veiða innan hennar. Það tryggir Maltverjum fiskinn því það er ekki hagkvæmt að sigla svo litlum bátum frá öðrum löndum. Höfnum ekki fyrir fram Eiríkur Bergmann Einarsson segir ekki þjóna hagsmunum Íslands að hafna því fyrir fram að samningar takist við Evrópusam- bandið um að Íslendingar fái að stjórna eigin sjávarútvegsmálum. Stendur ekki til boða Gunnari Braga Sveinssyni finnst blasa við að varanlegar undanþágur um stór mál á borð við íslenska sjávarútveginn virðist ekki standa til boða í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins. Gunnar Bragi Sveinsson telur að dæmin sýni að Evrópusambandið veiti fáar undan- þágur og tilslakanir frá meginstefnu sinni. Hann hafnar svörum utanríkisráðherra um margvíslegar undanþágur ESB. Eiríkur Bergmann Einarsson telur að Íslendingar þyrftu ekki að semja um undanþágur. ÓSAMMÁLA UM UNDANÞÁGUR Ef við tökum upp styrkjakerfi ESB í landbúnaði munu stór- ir landeigendur græða mest á því, eða stórfyr- irtæki þess vegna, eins og þekkist víða í Evrópu. HELGI HRAFN GUÐMUNDSSON blaðamaður skrifar: helgihrafn@dv.is
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.