Dagblaðið Vísir - DV - 31.03.2010, Side 44
KLIPPTI ÖMMU
SÍNA 10 ÁRA
Verslunarmannahelgar á Íslandi eru sérstakt fyrirbrigði. Þær eru ótrúlegar, skemmtileg-ar, ógnvekjandi, erfiðar, frábærar og jafnvel lífshættulegar. Þessu fékk ég að kynnast á
minni fyrstu útihátíð, sumarið eftir tíunda bekk,
á Halló Akureyri 1999. Þar skar ég næstum því af
mér fingur á vinstri hendi en það bliknar nú í sam-
anburði við það þegar einn minn besti vinur brann
næstum því inni í tjaldi.
Það var á KA-tjaldsvæðinu sem atvikið átti sér stað, nánar tiltekið á „Mosó-svæðinu“ en þar höfðu ungir Mosfelling-
ar safnast saman til þess að fagna
hinum stórbrotna frídegi verslun-
armanna. Tilefnið til að gleðjast
var gífurlegt og ástand á fólki
eftir því. Þetta var á sunnudags-
kvöldi og unga fólkið sem hafði
mætt norður á fimmtudegi var
gjörsamlega búið að gera út
um þá litlu dómgreind sem það
bjó yfir þegar þarna var komið
sögu.
Vinur minn, sem var nefndur til sögunnar hér á undan, hafði nælt
sér í yndisfríða stúlku úr Kópavoginum. Þau höfðu
laumað sér inn í eitt af tjöld-
unum á svæðinu og hafið
þar dans ástarinnar. Þetta
spurðist út á mettíma og
ekki leið á löngu þar til ein-
um félaga mínum datt það
snjallræði í hug að kveikja
í tjaldinu þar sem ástarlot-
urnar fóru fram.
Ótrúlegt en satt féll þessi hugmynd hans alls ekki í grýttan jarðveg hjá hópnum.
Þvert á móti. Enda var áætl-
unin að brenna bara lítið gat
á hornið á fjögurra manna
kúlutjaldinu úr Rúmfatalagernum og slökkva svo eldinn. Bara svona
léttur hrekkur. Þetta fór ekki betur en svo að gerviefnin í kúlutjaldinu
fuðruðu upp eins og raketta á gamlárskvöld. Á nokkrum sekúndum hafði
ein hlið tjaldsins fuðrað upp og ég sá skelfingarsvipinn á vini mínum í
gegnum logandi bjarmann. Það var þá sem að dómgreindin vaknaði úr
dvala og fólk áttaði sig á því að þetta hefði nú sennilega ekki verið besta
hugmynd í heimi
En vinur minn hafði ekki tíma til þess að velta því fyrir sér. Hann reif upp tjaldið og kastaði stúlk-
unni út ásamt svefnpokanum
sínum. Hann kastaði sér svo út
á eftir og þá var tjaldið nokkurn
vegin orðið alelda. Um leið og
tjaldið byrjaði að brenna mynd-
aðist mikill reykur auk þess sem
stöðug umferð af fólki var á svæðinu. Þannig að á innan við mínútu safn-
aðist ótrúlegt magn af fólki í kringum brunann.
Það voru því sennilega um 100 manns sem sáu stúlkuna koma í brók-
inni út úr tjaldinu með brjóstahöldin hangandi á öxlinni og sirka 150
manns sem sáu vin minn koma út á brókinni með flaggað í hálfa.
Inn í logandi tjaldinu brunnu nán-ast allar hans eigur. Úlpan, pen-ingarnir, síminn og margt fleira. Hann var í fullmiklu sjokki til þess
að meta aðstæður þar til hann áttaði
sig á því að síðasta vodkaflaskan hans
var í úlpuvasanum. Þá kom á hann
skelfingarsvipur og okkar maður fór
að róta í bálinu og tókst að draga log-
andi úlpuna til hliðar. Þar næst komst
hann í vasa úlpunnar og náði að
bjarga flöskunni.
Á sama augnabliki brutust út gríð-
arlega fangaðarlæti hjá hópnum sem
hafði safnast saman til að fylgjast með.
Honum var fagnað eins og sigurvegara
á ólympíuleikunum. Þarna stóð hann,
sótsvartur, á brókinni með flöskuna í
hendinni og var gjörsamlega gáttaður.
Þegar hetjan svo komst að því hver
það hefði verið sem kveikti í tjaldinu
var sá greiði launaður með því að
míga á bíl viðkomandi það sem eftir
lifði helgi. Ég var feginn að þurfa ekki
að sitja í þeim bíl á leiðinni heim.
Fyrir nokkrum árum sendum við vinirnir þessa sögu inni í sögu-keppni á einhverri útvarpsstöðinni. Þar átti að velja fyndnustu verslunarmannahelgarsöguna og veita vegleg verðlaun fyrir. Ekki bar okkar saga sigurorð úr býtum heldur saga annars manns sem
hafði eytt heilu kvöldi á Þjóðhátíð í Eyjum í að festa fólk inni á kömrun-
um. Í það notaði hann langa spítu sem hann skorðaði af í drullunni fyrir
framan kamrana. Það er fáránlega fyndið.
ALLT BRANN
NEMA BÚSIÐ
„Ég er búinn að vera hárgreiðslukona í 25 ár í
haust,“ segir Heiður Óttarsdóttir, hárgreiðslu-
kona á Hárhönnun á Skólavörðustíg 8. Heiður
segist aldrei fá nóg af því að greiða, klippa og lita
hár. Hún vakni alltaf með eftirvæntingu í hjarta til
að fara í vinnuna. „Frá því ég var lítil stelpa var ég
ákveðin í því að verða hárgreiðsludama. Ég var að
greiða dúkkum og fékk að klippa ömmu mína 10
ára.“
ÞAÐ SEM HELDUR MANNI
Í ÞESSU ER FÓLKIÐ
Heiður segir að ekkert annað starf hafi komið til
greina. Hárgreiðsla hafi alltaf verið númer eitt,
tvö og þrjú. „Ég lærði hérna heima. Prófaði svo að
vinna á stofu í Kaupmannahöfn í eitt ár sem var
mjög gaman. Það var gott að kynnast faginu ann-
ars staðar en bara hér. Svo átti ég mína eigin stofu í
15 ár en seldi hana og er nú kominn hingað á Hár-
hönnun. Þannig að ég er búin að prófa allan pakk-
ann.“
Heiður segir að það hafi verið gaman að eiga
sína eigin stofu en rekstur á eigin fyrirtæki er ekkert
grín. Það þarf að vaka og sofa yfir viðskiptunum og
hana langaði aftur að verða verktaki - hugsa meira
um viðskiptavinina sem margir hafa fylgt henni frá
byrjun. „Það að eiga sína eigin stofu var mjög gam-
an en gríðarleg vinna. Mig langaði samt að prófa að
vera minn eigin herra, verða verktaki þar sem ég
þyrfti bara að hugsa um mig og mína viðskiptavini.
Ekkert annað.
Þetta eru aðallega fastakúnnar - sumir búnir að
fylgja mér í öll þessi ár. Það er mjög skemmtilegt og
segir manni að maður sé að gera eitthvað rétt. Það
sem heldur manni í þessu er fólkið. Ég sé mig ekki
vinna frá 9-5 á einhverju skrifborði.“
LÍFLEGUR VINNUSTAÐUR
Það er oft mikið líf á hárgreiðslustofum lands-
ins - þar er talað um allt og ekkert og hárgreiðslu-
meistarar þurfa að geta talað um nánast allt. „Þetta
er mjög líflegt. Maður er búinn að eignast fullt
af vinum í gegnum þessa vinnu. Það er mikið af
skemmtilegu fólki sem maður hittir líka á hverjum
einasta degi - margir yfir daginn.
Ef maður vill heyra slúður þá heyrir maður það.
Ég er ekki mikið í því,“ segir hún.
Eins og kannski flestir vita eru skærin mikilvæg-
asta verkfæri hárgreiðslumeistara. Heiður á sín eig-
in skæri og hugsar vel um þau. „Það eiga allir sín
skæri. Það er enginn að nota önnur skæri en sín -
upp á bitið að gera. Það þarf að senda þau í brýn-
ingu en maður endurnýjar reglulega.“
FRÁBÆR STAÐSETNING
Heiður segir að hún geti ráðið sínum vinnutíma nokkuð
sjálf. „Ég er mætt um átta og þá tekur bara við að klippa
eða lita. Ég get strikað mig út og unnið lengur. Það er kost-
ur að vera sinn eigin herra, maður getur stjórnað vinnu-
tímanum en það þarf samt að vera hér á staðnum.
Ég leigi hér stól innan stofunnar, leigi í raun aðstöðuna
hér en það er allur gangur á þessu.“
Hárhönnun er búinn að vera nokkuð lengi á Skólavörðu-
stígnum og segir Heiður að stofan sé á hárréttum stað. „Hér
er frábært að vera. Það er gaman að vera hérna á Skóla-
vörðustígnum og fylgjast með mannlífinu út um gluggan.
Svo er frábært kaffihús hérna við hliðina og Ostabúðin hér
fyrir neðan.“ Heiður segir að túristarnir komi stundum inn
og vilji fá klippingu. „Það kemur fyrir að fólk komi inn af
götunni og vilji klippingu. Túristarnir eru svo mikið hérna á
Skólavörðustígnum og það slæðist alveg inn.“
Heiður Óttarsdóttir hárgreiðslukona á
Hárhönnun á Skólavörðustíg 8, hefur verið
að snyrta kollana á landsmönnum í 25 ár.
Hún hefur eignast marga vini á þessum tíma og sumir hafa fylgt
henni allan tímann sem hún hefur verið að klippa. Heiður var
alltaf ákveðin í því að verða hárgreiðslumaður. Alveg frá því hún
setti fyrstu fléttuna í dúkkuna sína.
44 MIÐVIKUDAGUR 31. mars 2010 UMRÆÐA
Að laga endana Heiður að snyrta hárið,
særa það eins og það kallast á fagmáli.
ÁSGEIR JÓNSSON skrifar
HELGARPISTILL